10.7.2008 | 00:14
384. - Er stóra Ramsesarmálinu nú loksins að ljúka?
OK ég skoða stundum vinsældalistann og er auðvitað því ánægðari sem ég er ofar á honum. Nú er ég til dæmis á milli Ásthildar Þórðardóttur á Ísafirði og Guðbjargar Hildar og líður vel þar. Stundum hef ég komist á topp 50 en aldrei mjög ofarlega. Vonandi fer ég samt ekki neðarlega á topp 400 meðan ég er forsíðubloggari.
Stóra Ramsesarmálið virðist vera að leysast. Ég hef afar lítið skrifað um þetta mál fyrir utan eina litla klausu um daginn. Í þessari klausu sagði ég eitthvað á þá leið að mér fyndist Ramsesarmálið hafa viss Lúkasareinkenni. Sigurður Þór atyrti mig fyrir að taka svona til orða en ég átti nú bara við að sumir bloggarar virðast næstum hafa sleppt sér útaf þessu máli. Sama skilst mér að hafi átt sér stað um Lúkasarmálið.
Mér finnst margir bloggarar hafa skrifað óhóflega mikið um þetta mál. Og æsingurinn er töluverður. Ég held að það sé heillavænlegra fyrir alla að reyna að halda ró sinni. Hef aldrei skilið þá bloggara sem virðast halda að því orðljótari og andstyggilegri sem þeir séu því betra. Ég sé samt eftir þessari klausu sem ég skrifaði því útúr henni má lesa að ég sé heldur fylgjandi því sem útlendingastofnum gerði og álíti hana gera rétt. Svo er þó alls ekki og þeir sem þekkja mig gera áreiðanlega ekki ráð fyrir því. Ég hef staðið í ströggli við þessa stofnun og veit hvernig hún starfar.
Unndórsrímur eru nokkuð þekktar klámvísur einkum vegna þess að það var Kristján Eldjárn Þórarinsson síðar forseti Íslands sem orti þær á sínum yngri árum. Þar eru til dæmis þessar tvær vísur:
Orðstý jóku afreksmanns
ótal bókaskræður
en mestan tóku tíma hans
tittlings hrókaræður.
Lærði dúka liljum hjá
lærði á mjúka skrokka
lærði að strjúka lærði að slá
lærði að brúka smokka.
Ekki held ég þetta þætti ekki mjög gróft nútildags.
Athyglisvert er að báðar eru vísurnar hringhendur og þannig er reyndar ríman öll (18 vísur). Ég man ekki eftir að hafa heyrt nema eina rímu þrátt fyrir nafnið.
Í lokin eru svo fáeinar myndir sem ég tók uppi við Rauðavatn í dag.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ætli ég sé talinn Lúkasarbloggari?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2008 kl. 13:30
Nei, þessu máli er ekki að ljúka, það er rétt að hefjast. Líklega missir bloggheimur áhugann í bili en nú fer í hönd bið eftir því að kæran verði tekin fyrir fyrir.
Eva Hauksdóttir 10.7.2008 kl. 14:03
Hvernig sem Lúkas og hans mál tengjast þessu þá eru myndirnar flottar.
Marta Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 18:04
Jáhá, það er greinilegt að maður þarf ekki að fara langt til að falla í stafi yfir náttúrinni!
Flottar myndir :)
Hafdís Rósa 10.7.2008 kl. 21:49
Myndrinar eru stórkostlegar Sæmundur. Þessi í miðið er tákn um að á Suð-Vesturhorninu er gott skógræktarsvæði
Haraldur Bjarnason, 10.7.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.