384. - Er stóra Ramsesarmálinu nú loksins að ljúka?

OK ég skoða stundum vinsældalistann og er auðvitað því ánægðari sem ég er ofar á honum. Nú er ég til dæmis á milli Ásthildar Þórðardóttur á Ísafirði og Guðbjargar Hildar og líður vel þar. Stundum hef ég komist á topp 50 en aldrei mjög ofarlega. Vonandi fer ég samt ekki neðarlega á topp 400 meðan ég er forsíðubloggari.

Stóra Ramsesarmálið virðist vera að leysast. Ég hef afar lítið skrifað um þetta mál fyrir utan eina litla klausu um daginn. Í þessari klausu sagði ég eitthvað á þá leið að mér fyndist Ramsesarmálið hafa viss Lúkasareinkenni. Sigurður Þór atyrti mig fyrir að taka svona til orða en ég átti nú bara við að sumir bloggarar virðast næstum hafa sleppt sér útaf þessu máli. Sama skilst mér að hafi átt sér stað um Lúkasarmálið.

Mér finnst margir bloggarar hafa skrifað óhóflega mikið um þetta mál. Og æsingurinn er töluverður. Ég held að það sé heillavænlegra fyrir alla að reyna að halda ró sinni. Hef aldrei skilið þá bloggara sem virðast halda að því orðljótari og andstyggilegri sem þeir séu því betra. Ég sé samt eftir þessari klausu sem ég skrifaði því útúr henni má lesa að ég sé heldur fylgjandi því sem útlendingastofnum gerði og álíti hana gera rétt. Svo er þó alls ekki og þeir sem þekkja mig gera áreiðanlega ekki ráð fyrir því. Ég hef staðið í ströggli við þessa stofnun og veit hvernig hún starfar.

Unndórsrímur eru nokkuð þekktar klámvísur einkum vegna þess að það var Kristján Eldjárn Þórarinsson síðar forseti Íslands sem orti þær á sínum yngri árum. Þar eru til dæmis þessar tvær vísur:

Orðstý jóku afreksmanns

ótal bókaskræður

en mestan tóku tíma hans

tittlings hrókaræður.

 

Lærði dúka liljum hjá

lærði á mjúka skrokka

lærði að strjúka lærði að slá

lærði að brúka smokka.

Ekki held ég þetta þætti ekki mjög gróft nútildags.

Athyglisvert er að báðar eru vísurnar hringhendur og þannig er reyndar ríman öll (18 vísur). Ég man ekki eftir að hafa heyrt nema eina rímu þrátt fyrir nafnið.

Í lokin eru svo fáeinar myndir sem ég tók uppi við Rauðavatn í dag.

IMG 1692IMG 1700IMG 1709IMG 1717


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli ég sé talinn Lúkasarbloggari?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2008 kl. 13:30

2 identicon

Nei, þessu máli er ekki að ljúka, það er rétt að hefjast. Líklega missir bloggheimur áhugann í bili en nú fer í hönd bið eftir því að kæran verði tekin fyrir fyrir.

Eva Hauksdóttir 10.7.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Hvernig sem Lúkas og hans mál tengjast þessu þá eru myndirnar flottar.

Marta Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 18:04

4 identicon

Jáhá, það er greinilegt að maður þarf ekki að fara langt til að falla í stafi yfir náttúrinni!

Flottar myndir :)

Hafdís Rósa 10.7.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Myndrinar eru stórkostlegar Sæmundur. Þessi í miðið er tákn um að á Suð-Vesturhorninu er gott skógræktarsvæði

Haraldur Bjarnason, 10.7.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband