3152 - Hugleiðingar um hitt og þetta

Þegar ég verð andvaka, sem er næstum alltaf. (Þ.e.a.s. næstum allar nætur. - Kannski er það bara vegna of tíðra þvagláta. – Tími helst ekki að nota Saga Pro.) Þegar ég glaðvakna fer ég oft að skrifa, lesa eða þessháttar í tölvunni. Les nokkuð vandlega yfir það sem ég blogga. Þykist voða vel að mér og skrifa stundum gáfulegar hugleiðingar. Þó er ég að mestu leyti hættur að blogga. Furðu margir lesa þetta rugl í mér. Kannski einkum ættingjar. Nenni ekki að spekúlera mikið í því. Skynsamlegast er að blogga stutt. Ætti etv. aðallega að snúa mér að Fésbókinni, en ég er svona heldur á móti henni. Mig hefur eiginlega dagað uppi á blogginu. Furðulegt með PallaVill sem ekki skrifar um annað en pólitík (sem er leiðinda tík). Bloggar á hverjum degi og hefur marga lesendur. Nenni þessu varla lengur. Hættur.

Þetta ætlaði ég að setja upp í gær, en eitthvað hefur það farið í handaskolum. Reyni því aftur. Minnir að ég hafi líka gleymt að stækka myndina síðast þegar ég bloggaði. Ath. að allar myndirnar eru endurnýttar. Það er minna vesen.

IMG 3864Einhver mynd.


Bloggfærslur 3. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband