776- Steingrímur Jóhann ræðst að Kjartani

Steingrímur Jóhann réðist með eftirminnilegum hætti að Kjartani Gunnarssyni á Hólahátíð og fjölmiðlar tíunda það vandlega. Hef ekki séð nefnda grein Kjartans í Morgunblaðinu en Kjartan mun eflaust svara Steingrími. Þarna gætu verið í uppsiglingu áhugaverð skoðanaskipti.

Hvað gerir það að verkum að svona erfitt er að koma tölvupósti rétt frá sér á Selfossi? Getur þetta verið eitthvað í landslaginu? Eru draugar kannski meira á sveimi þarna en annars staðar? Eitthvað er það, svo mikið er víst.

Mér fannst ekki gáfulegt hjá Þráni Bertelssyni að líkja þeim Bjarna frænda og Margréti Tryggvadóttur saman. Bjarni tók það líka óstinnt upp. Bæði eru þó haldin Selfoss-heilkenninu. Bjarni ætlaði að dreifa óhróðri um samflokksmann eins og hann taldi vera venju. Margrét taldi hinsvegar að tölvubréf væru jafn vel varin fyrir hnýsni og hugsanir. Sérstaklega ef tekið væri fram að þau væru trúnaðarmál. Bæði ýttu á vitlausan takka á tölvunni. Líklega annaðhvort vegna landslagsins eða draugagangs.

Þó Bjarni hafi eflaust séð eftir þingmennskunni hefur hann tekið örlögum sínum vel. Ekki er víst að kjósendur Borgarahreyfingarinnar taki því eins vel að þingmenn þeirra séu hafðir að háði og spotti. En ekki þýðir að gráta Björn bónda og ekki er séð ennþá hvert mögulegt verður að fleygja atkvæði sínu í næstu kosningum. Fjórflokkurinn bregst ekki.

Google-readerinn er þarfaþing. Hef aldrei komist uppá lag með að notfæra mér RSS strauma á annan hátt. Um daginn ætlaði ég að setja Doktor Gunna í readerinn minn en hann (readerinn) koksaði á því. Af hverju veit ég ekki. Doktor Gunni er úrvalsbloggari. Blogg-gáttin er líka ágæt.

Undanfarið hef ég verið að skoða gömul blogg. Margt er þar athyglisvert. Einkum þykja mér endurminningarnar þess virði að lesa aftur. Hugleiðingar um málefni dagsins eru ekki nærri eins merkilegar hvernig sem á því stendur.

Ég ætla að safna þessu saman og raða uppá nýtt. Kannski sem ég eitthvað til tenginga. Ekki veit ég hvað ég geri svo við þetta en vitanlega er hugsanlegt að ég birti það aftur á blogginu. Ég mun samt aðvara um endurtekningar ef þess gerist þörf.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"selfoss heilkennið" :D.. þú ert snillingur Sæmi :)

Óskar Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 00:20

2 identicon

   Ætli Kjartan hafi ekki nóg með að svara fyrir gjörðir sínar í réttinum, það er merkilegt hversu lengi stjórnvöld eru að koma sér af stað í lögsókn á móti stjórnarmönnum bankan, ekki síst í ljósi þess að á undangegnum árum hafa hundruðir einstaklingar verið dæmdir fyrir stjórnarsetu í félögum er hafa lent í þrotum fyrir að geta ekki staðið skil á staðgreiðslu og virðisaukagr, og gerðir ærulausir öreigar með ranglátum dómum.

hallur 17.8.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Kama Sutra

Ég er ekki frá því að Steingrímur Joð sé að verða minn uppáhalds pólitíkus.

Kannski hann fái bara atkvæði mitt næst...

Kama Sutra, 17.8.2009 kl. 01:51

4 identicon

Ég tel nú fullkomlega ljóst að það var ekki óvart sem Margrét sendi póstinn á fleiri en nefnda Katrínu, jafn ljóst og að sálfræðignurinn sem hún skáldar inní bréfið er hreinn tilbúningur.

Það er augljóst ef menn þekkja eitthvað hið minnsta til greiningar á heilabilun og Alzheimers og hve margt annað en tiltölulega saklaust getur birt lík einkenni á fyrstu stigum. - Enginn fagmaður myndi af svo litlu hafa orð á því sem Margrét ber í félaga þeirra og var bara hreint og klárt ekkert annað en illkvittinn undirróður ætlaður til að skemma og meiða. Til hvers væri það líka að bera slíkar áhyggjur í manneskju sem ekkert getur gert með þær, þ.e. er hvorki persónulega tengd Þráni né Þráinn sjálfur?

Gunnar 17.8.2009 kl. 15:34

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Hilmar. Þú ert engum líkur.

Sæmundur Bjarnason, 17.8.2009 kl. 18:56

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Setti saman eitthvað bull, sem svar.
Þarna er eitthvað hrafl úr Þrymskviðu og líklega fleiri fornkvæðum. Torskilið og óskiljanlegt.

Reiður var Vingþór
er hann vaknaði
og sinnar sængur
of saknaði.
Hló Hlórriða
hugur brjósi.
Og hann það orða
alls fyrst of kvað:
 Hvað er með Hilmi?
Hvað er með Sæma?
Hvað er með bloggdrótt alla? Réð Sólkóngur
brag að gera.
Mæra þar Sæma
og moldu ausa.
Sjóðinn sinn tæma
og austanfylgju.
 Bloggari á kassa
barði að vonum.
Enginn var stærri
né ríkari honum.
 Kóngurinn klári
kotunginn mærði.
Sjálfur að ári
kom hann þó næst.
 Upphaf og endir
voru þar í
Einnig kantar og þil
svona hérumbil. Mæringur muldrarmjög yfir þessu.Engum er hossað
hér eftir messu.
 Og hann það orða
síðast of kvað.
Vil ekki skilja
vísuorð mörg.
Eru mér ekki
öngvitin örg.
 Vituð þér enn eða hvat?

Sæmundur Bjarnason, 18.8.2009 kl. 10:20

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nú. Eitthvað fóru greinaskil og annað í skötulíki. Hélt að þetta væri öðruvísi.
Hvað með það.
Kann ekki að breyta þessu.

Og tekur því ekkii.

Sæmundur Bjarnason, 18.8.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband