775- Margt er mannanna bullið og misjafnt drukkið sullið

Falin er í illspá hverri
ósk um hrakför sýnu verri. 

Segir Stephan G. Stephansson í kvæðinu um Jón hrak.

Formaður Sjálfstæðisflokksins heldur því hiklaust fram að Bretar og Hollendingar muni aldrei sætta sig við niðurstöðu Alþingis í Icesave málinu og álíta Íslendinga hafa fellt samninginn. Sjáum til.

Merkilegt með fótboltann. Sumir virðast álíta hann mikilvægari en lífið sjálft. Einu sinni var ég svona. Fannst fótboltinn taka öðru fram. Jafnvel formúlunni. Man eftir að hafa séð í sjónvarpi allnokkra leikmenn Manchester United gera beinlínis aðsúg að dómara leiksins og hrekja hann útaf vellinum. Ekki hefði ég í dómarans sporum hikað við að reka þá alla útaf. Það gerði hann samt ekki. Forðaði sér bara undan þeim og dæmdi gegn United. Í sjálfu sér var það djarft tiltæki hjá honum. Farmallinn sjálfur hefði eflaust komið í veg fyrir að hann dæmdi framar ef hann hefði gert meira.

Strákur sem kallaður er Hermann og er Hreiðarsson hefur spilað knattspyrnu á Englandi í nokkur ár. Hann á sér þá ósk heitasta að taka við af Árna Johnsen sem stjórnandi brekkusöngsins á þjóðhátíð í Eyjum. Þetta kemur fram í viðtali við stráksa á dv.is. Ekki hef ég á móti því að ungir menn setji sér heilbrigð markmið en ég verð að segja að mér finnst Hermann þessi ætti að stefna eitthvað hærra.

Einhvern tíma las ég um mann sem safnar Nígeríubréfum. Gott ef það var ekki Gísli Ásgeirsson. Eftirfarandi bréf fékk ég áðan og þó það sé strangt tiltekið ekki frá Nígeríu, er handbragðið líkt. Ég er að hugsa um að gefa þessar milljónir í Icesave-hítina. Netfang sendanda er: petete_cumin15@msn.com.

Greeting!

I know this letter will definitely come to you as a surprise. I am Mr. Peter Cummings, Accounts Manager of the Bank of Scotland. During the course of my auditing I have discovered floating funds in an account opened in this Bank in year 2004. Since 2005 (near the end or middle) nobody has used this account. After going through some old files of the account records, I discovered the owner of this account died without leaving any [heirs] to his name.

I am soliciting for your assistance to present you as the next of kin to the deceased. Hence he does not have anyone as his next of kin to inherit the 7.5 Million British Pounds.

For us to proceed with this endeavor you must get back to me if you have an interest. Upon showing me you have interest. We will exchange information and from there we will proceed with the necessary functions to complete this transaction.

Looking forward to your reply.

Respectfully submitted.

Mr. Peter Cummings

Og þetta var bara annað af tveimur Nigeríubréfum sem ég fékk í gær laugardag. Hitt var frá Filippseyjum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er nú óvenjuvel skrifað Nígeríubréf. Venjulega eru þau vélþýdd og algjör brandari aflestrar.

En furðulegt að alltaf falla einhverjir fyrir þessu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.8.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Eygló

áframsenda þetta til Sig.Einars eða Hreiðars Más eða Ólafs Ólafssonar eða Lárusar Welding eða Bjarna Árm eða Ármanns Þorvalds eða Ingólfs Helga eða Wernerbræðra eða Guðm. Hauks eða Hannesar Smára eða Björgólfs eða Björgólfs nú eða einhverra annarra sem ættu skel sem hæfðu kjafti.

Eygló, 16.8.2009 kl. 03:42

3 identicon

Hilmar: Nígeríubréf er samheiti fyrir svindlbréf af thessu tagi og thurfa ekkert endilega ad vera frá Nígeríu.

S.H. 16.8.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér dettur í hug hvort útrásarvíkingarnir séu ekki bara fórnarlömb Nígeríusvindlara og rétt væri að meðhöndla þá sem slíka. Sumir þeirra gætu verið það en vissulega er þetta nokkuð stórt í sniðum.

Sæmundur Bjarnason, 16.8.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband