Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

3168 - Um Moggabloggið

Sennilega er ég að komast í bloggstuð. Eiginlega er ég að mestu búinn að jafna mig eftir veikindin um áramótin. Þó er allsekki kominn fullur máttur í fæturna og kemur kannski aldrei. Með þessu kemur matarlyst, blogglyst, fróleiksfýsn og hvaðeina. Sennilega er ég að þjóna lyst númer 2 núna.

Að undanförnu hef ég verið að lesa bækur um snillinginn Robert James Fischer. Um hann hafa verið skrifaðar fjöldamargar bækur og hann er án efa þekktastur Íslendinga. Hefur jafnvel skotið Snorra Sturlusyni ref fyrir rass.

Já, hann var snillingur. Og einhver einkennilegasti heimsmeistari sem um getur. Bókin „endgame“ eftir Frank Brady er einhver besta æfisagan um hann (Fiscker) sem ég hef lesið.

Ég hef litla löngun til að hella mér útí þjóðmálaumræðuna eins og sakir standa, en um hvað á ég þá að skrifa? Fréttablaðið sáluga getur víst ekki gefið manni hugmyndir lengur, eins og oft var.

Pólitísku skrifin eru alltof áberandi hérna. „Palli var einn í heiminum“, skrifar þó á hverjum degi og þó Ómar Ragnarsson og aðrir skrifi á hverjum degi og stundum oft á dag hafa þeir ekki roð við honum. Að kommenta á dagblöðin er ekki sérlega fýsilegt, því alla meðaljóna getur Morgunblaðið auðveldlega kaffært. Er annars ekki Mogginn orðinn einráður á pappírsmarkaðum? Dauðastríð Fréttablaðsins fór eiginlega alveg framhjá mér enda hafði ég nóg með sjálfan mig.

Ég er sammála Jóni Magnússyni og fleirum um að það var mjög óviðeigandi að láta síðasta „silfur Egils-þáttinn“ snúast að mestu leyti un fjarstaddan mann.

Kannski er þetta orðið nægilega langt. Best að ég hætti núna.

IMG 3767Einhver mynd.


3166 - Minningar o.fl.

Gleymdi víst að setja mynd með síðasta bloggi, en það gerir lítið til. Set samt varla 2 núna.

Er ekki nærri búinn að jafna mig á veikindunum og næst á dagskrá er að fá aðstoð við að kaupa inn. Það er handleggur fyrir mann eins og mig að trasporta öllu sem þarf til heimilisins uppá fjórðu hæð. Endurhæfing gengur ekki eins vel og ég hélt að hún mundi gera. Í síðustu viku ofgerði ég mér greinilega og það endaði með því að ég datt. Meiddi mig að vísu ekkert en nú er ég svo hræddur við að detta að mér hefur farið aftur.

Erum búin að sækja um að komast á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og það ætti að ganga. Veit samt ekki hvenær það verður.

Ekki er bloggnáttúran komin alveg yfir mig aftur, en kannski stendur það til bóta. A.m.k. hef ég skoðanir á ýmsu, þó það sé kannski tóm vitleysa. Mér datt t.d. ekki í hug að vantrauststillagan sem flutt var um daginn á Alþingi næði fram að ganga þó ég væri að mörgu leyti sammála þeim sem fluttu hana. Svokölluð „Virðing Alþingis“ fer síminnkandi.

Um ýmislegt mætti svosem skrifa. Ég man t.d. svo langt aftur að 170.000 Ísleningar voru til og brennivínsflaskan kostaði 170 krónur (gamlar krónur, vel að merkja). Mig minnir endilega að þetta hafi verið um svipað leyti. Það kann þó að vera misminni.

Ég man ekki eftir rauðum hundraðköllum, en ég þykist muna eftir því að pakki af Camel-sígrettum hafi einhverntím verið álíka dýr og kíló af kjötfarsi og eitt sinn kostði ekki nema 3 gamlar krónur á bíó (Barnamiði) og þar að auki fæddist ég í konungsríkinu Íslandi. Já, ég hef marga fjöruna sopið.

IMG 3769Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband