738 - Landsstjóri AGS

Landsstjórinn á Íslandi heitir Rassakovskí, er mér sagt. Reyndar hefur hann þann opinbera titil að hann sé fastafulltrúi AGS (IMF) hér á landi. Hann segir semsagt gríslingunum í stjórnarráðinu hvað þau megi gera og hvað ekki. Gott ef hann stjórnar ekki líka Evu Joly og Valtý Sigurðssyni. 

Enn er Stebbi Páls að agnúast útí Moggabloggið. Á greinilega erfitt með að sætta sig við vinsældir þess. Í nýlegu bloggi segir hann eftir að hafa sagt frá því að Rivals vefsvæðinu í Bretlandi hafi verið lokað.

Einhvern daginn mun Mogginn kannski skila vondu ársuppgjöri og kippa Moggabloggstölvunni úr sambandi... þá verður nú aldeilis grátur og gnístran tanna.

Yfirleitt er ekki mikið að marka greyið Stefán. Fyrir alllöngu sagði hann að Moggabloggið væri greinilega dautt og hætti um leið daglegum bölbænum um það en þær hafði hann viðhaft nokkuð lengi.

Mikil er heimska ríkisstjórnarinnar að hafa ekki gert sér grein fyrir að samningsumleitanir um Icesave áttu að vera á allra vitorði frá upphafi. Leyndin sem hefur verið í kringum þetta mál í marga mánuði er óþolandi. Samningsstaða okkar hefði orðið margfalt sterkari en hún er núna ef allir hefðu verið sér fullkomlega meðvitaðir um hvað var að gerast í málinu á hverjum tíma. Ef eitthvert eitt atriði verður þessari stjórn að falli er það pukrið og leyndarhyggjan.

Ein síðbúin athugasemd barst við blogg mitt númer 731 sem ég nefndi: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave er skynsamleg". Þar var Hjörtur Hjartarson að vísa í pistil um sama mál sem hann hafði skrifað á Smuguna (http://www.smugan.is/). Vissulega er ástæða til að ræða þetta mál nánar og það verður gert. Rúmlega 2100 manns eru nú búnir að skrifa sig á listann á kjosa.is. Það eru kannski færri en búast mátti við. Þó er líklegt að fjölgi á þeim lista ef Alþingi samþykkir Icesave-samninginn eins og líklegast er. Gera má ráð fyrir að þingið sitji síðan út ágúst og ekki takist að ná neinni samstöðu um ESB og það mál detti uppfyrir í bili.

Og nokkrar myndir enn.

IMG 3354Hafnarfjallið ber þessa braggabyggingu ofurliði og ljósastaurarnir eru að missa jafnvægið.

IMG 3357Hafnarfjallið í öllu sínu veldi.

IMG 3365Frá Borgarnesi.

IMG 3379Já, sennilega er þetta byrjunin á gullregni.

IMG 3410Þessi blýantsteikning er (eða var) á borðinu við eldhúsvaskinn. Teiknari ÁB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Mér sýnist allt benda til þess að hér sé ekkert gert nema AGS leggi blessun sína yfir það

Kannski gerist eitthvað óvænt í Icesave málinu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.7.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Sæll Sæmundur, mér finnst fara vel á því að landsstjóri AGS á Íslandi heiti Rassakovskí,þar sem forgangsmál íslenskra stórnvalda er að sleikja rassa þeirra hjá AGS og ESB. 

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 9.7.2009 kl. 15:42

3 identicon

svo fáguð skrif, bera vott um mikla vitsmuni þess sem skrifar!

gj 9.7.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hólmfríður: Já, það getur eitthvað óvænt gerst og þá er Kastljósið farið í frí.

Óskar: Mig minnir að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hafi notað þetta nafn.

gj: Skil þetta ekki almennilega. Vona bara að þú sért ekki að hæðast að mér.

Sæmundur Bjarnason, 9.7.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband