737 - Örblogg og örsögur

Á örbloggum og örsögum þrífst nútíminn. Margar örsögur komast með góðu móti í komment. Ætti kannski að leggja meiri rækt við þau. Gallinn er bara sá að engin leið er að vita hvort þeir sem þó lesa bloggið skoði einnig athugasemdirnar. Hvað þá að þeir fari að koma aftur til að athuga hvort þeim hafi fjölgað.

Það helsta sem ég verð var við kreppuna á eigin skinni svona prívat og persónulega er að margt hefur hækkað verulega í Bónusi. (Já, ég held áfram að versla þar þó með því sé ég kannski að styðja alræmda útrásarvíkinga). Jú, bensín og aðrir hlutir sem ekki fást í Bónusi hafa líka hækkað. Mest af mínum peningum fer þó þangað. Ég er auðvitað ekki í neinum vafa um að margir hafa fundið meira fyrir kreppunni en ég. Þó held ég að mönnum hætti til að mikla þetta allt fyrir sér. Lífið heldur áfram hvort sem það er kreppa eða ekki. Helstu útrásarvíkingarnir þurfa þó að fá makleg málagjöld. Fyrr verður ekki friður í landinu.

Auðvitað blogga ég fyrst og fremst fyrir þá sem ég veit eða þykist vita að lesi bloggið mitt reglulega. Aðrir mega auðvitað líka sjá það sem ég hef fram að færa en ég get ekki verið að reyna að geðjast þeim. Hvorki í því sem ég skrifa um eða hvernig ég skrifa og hve oft.

Frá því var sagt í fréttum í dag að tafir hefðu orðið við Höfðabakkabrú. Samkvæmt mínum skilningi eru þær tvær. Af því í fréttinni kom fram að það sem tafði átti sér stað undir brúnni reiknaði ég ekki með brúnni yfir Elliðaárnar. Einu sinni var Breiðholtið nefnilega langur tangi vegatæknilega séð.

Og fáeinar myndir:

IMG 3249Grillað með tilþrifum.

IMG 3294Nýbúið að skjóta af skýjabyssunni - eða þannig.

IMG 3327Fluga að fá sér í svanginn.

IMG 3333Þessi skötuhjú eru að líta eftir umferðinni á hringveginum.

IMG 3337Sveitamarkaður að Laugabökkum í Miðfirði.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband