739 - Akkúrat of margir mílusteinar

Það er oft gaman að fylgjast með umræðum á Alþingi. Einkum þó byrjunina því þá eru óundirbúnar fyrspurnir til ráðherra. Verst hvað það eru oft fáir ráðherrar til andsvara. Athugasemdir við fundarstjórn forseta geta líka verið fróðlegar. 

Í dag (fimmtudag) var iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir spurð um eitthvað. Í svari hennar kom orðið „akkúrat" fulloft fyrir að mínum smekk. (Hið ofnotaða orð „nákvæmlega" hefði jafnvel verið betra) Auk þess talaði hún um mílusteina. Það finnst mér léleg þýðing.

Margir þingmenn eru farnir að misnota ræðustól Alþingis og reikna of mikið með því að verið sé að fylgjast með sjónvarpsútsendingum þaðan.

Alltof mikið er líka bloggað um stjórnmál líðandi stundar. Þetta eru þó athyglisverðir tímar sem við lifum á og sumarþing eru ekki algeng.

Annars er veðrið svo gott að það er ekki hægt að eyða miklum tíma í bloggskrif.

Íslenskur námsmaður sem bjó í Danmörku eitt sinn leigði herbergi þar með tveimur skápum. Þá kallaði hann „videnskab" og „lidenskab".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Kannski ég fá mér loksins lideskab. Videnskab-urinn minn kemst fyrir í skúffu. Það er mikið skuffelse.

Eygló, 10.7.2009 kl. 00:32

2 identicon

Mílusteinn! Ugg, þetta ömurlegt þýðing af milestone. Vegamerki eða einhvað slík.

Dulla 10.7.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Kama Sutra

Því er nú andskotans ver að fá ekki sumarfríið sitt í friði fyrir þessu sumarþingi!  Þingmennirnir eru bara farnir að þvælast fyrir þjóðinni sem vill fara í sumarfíling.

Getur ekki þetta lið farið að drulla sér í frí svo við fáum að heyra skemmtilegri fréttir í fjölmiðlunum? -  t.d. um gúrkur og lítil, sæt dýr og svona ... eins og þetta er alltaf á sumrin.  Í alvöru talað - ég sakna þess.

Kama Sutra, 10.7.2009 kl. 02:38

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

íslenska orðið varða táknar hið sama og enska orðið milestone. gamalt og gott orð, varða.

Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 02:50

5 Smámynd: Kama Sutra

Svo má líka nota orðið áfangi fyrir milestone...

Kama Sutra, 10.7.2009 kl. 02:55

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Akkúrat er gott orð sem rímar t.d. á móti Arafat.

Elsku karlinn Arafat
í upphafi var rauður.
En núna er hann akkúrat
ákaflega dauður.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.7.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

milestone og varða er ekki það sama Brjánn ,  en samt skylt.  notað á mismunandi vegu miðað við þær aðstæður sem eru á hvorum stað.. 

Mílusteinn er við veg og segir til um fjarlægð að næsta áfangastað ..

Varða er á vegleysum til að vísa "veginn"  og koma í veg fyrir að menn lendi í vegleysum ;)

Óskar Þorkelsson, 10.7.2009 kl. 12:27

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ben.Ax: Fín vísa. Ég var bara að tala um að hún hefði ofnotað orðið, ekki að það væri einhver vitleysa.

Óskar: Mér finnst mílusteinn léleg þýðing. Við erum að tala um óeiginlega merkingu þarna svo vel er hægt að nota orðið "varða". Það sem þú kallar mílustein var í mínu ungdæmi kallað "kílómetrasteinn". Einn slíkur var skammt frá Hveragerði, rétt fyrir neðan Kamba.

Sæmundur Bjarnason, 10.7.2009 kl. 13:28

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kanski ætlaði hún að segja myllusteinn en mismælti sig ;)

Óskar Þorkelsson, 10.7.2009 kl. 14:04

10 Smámynd: Kama Sutra

Að hún hafi verið að tala um IceSave-myllusteininn sem á nú að fara að hengja um háls þjóðarinnar?

Kama Sutra, 10.7.2009 kl. 20:11

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 11.7.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband