648. - Dabbi sveiflaði í kringum sig rússadindli sem reyndist svo bara vera afturhaldskommatittur

Hvað sem Evrópusambandsaðild líður þá er enginn vafi á því að okkur Íslendingum væri hollt að leita skjóls fyrir sviptivindum alheimsvæðingarinnar og þeim hremmingum sem yfir okkur geta dunið.

Auðvelt er að láta heimóttarskapinn og einangrunarstefnuna líta fagurlega út en til lengdar er sú leið samt allra vonlausust.

Þegar bankahrunið skall á okkur urðu menn talsvert ringlaðir. Davíð þreif rússadindil upp af götunni og veifaði honum í kringum sig. Geir þorði ekki að gera neitt því honum sýndist Dabbi vera svo reiður. Solla var lasin og allt í hönk.

Verst var að Geir þorði ekki að hringja í Brown og segja honum að við værum sko engir terroristar. Líklega hefði sá brúni orðið hræddur ef Davíð hefði hringt í hann.

En Davíð vildi bara tala við Simma í Kastljósinu og sagði þar galvaskur: „Við borgum ekki, við borgum ekki." Þetta misskildu margir viljandi og eins og hendi væri veifað vorum við Íslendingar orðnir stórhættulegir.

Eftir að Bandaríkjamenn fóru héðan í fússi hefur okkur semsagt sárlega vantað skjól. Ekki er á vísan að róa með að nokkur vilji með okkur hafa. Færeyingar eru þó undanskildir. Hvert eigum við eiginlega að leita ef Evrópusambandið vill okkur ekki?

Horfði á hluta af stjórnmálaumræðunum í sjónvarpinu í kvöld. Þar kom fátt á óvart. Nýliðar voru samt nokkrir. Valgeir Skagfjörð stóð sig best af þeim.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum að fara í aðildarviðræður við ESB, eigum rétt á því að vita hvað býðst ef við förum inn. Þessi hræðsluáróður um fiskinn í sjónum er orðinn leiðinlegur og einfaldaður mjög í anda LÍÚ.

Þeir sem græða mest á inngöngu eru heimilin og við almenningur í landinu en það er eins og það gleymist í allri umræðunni sem er fáránlegt.

Ef okkur líst ekki á samninginn þá einfaldlega höfnum við honum. Unga fólkið okkar sem hefur lært og búið erlendis kemur ekki aftur ef við ætlum að einangrast frá samfélagi þjóðanna. Ég held að það sé líka algerlega nauðsynlegt að hafa "skjól" eins og þú segir því við gætum endað alein og varnarlaus á þessum síðustu og verstu tímum ef við förum ekki að vinna í þessum málum af alvöru.

Ína 9.4.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála. Ég held samt að það sé óþarfi að kjósa fyrst um hvort fara eigi í viðræður. Ef ríkisstjórn ákveður að sækja um verður farið í viðræður síðan verður þjóðaratkvæðagreiðsla.

Sæmundur Bjarnason, 9.4.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leita skjóls hjá stórveldi gamalla nýlenduþjóða? Ertu eittvað ekki í lagi í kvöld, væni minn?

Jón Valur Jensson, 9.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband