647. - Evrópusambandsaðild eða ekki

Eftirfarandi klausa er nokkuð dæmigerð fyrir málflutning EBE-andstæðinga. Það er Baldur Hermannsson sem segir svo í kommenti hjá Bjarna Harðarsyni:

Það kemur ekki til mála að leggja slíkan samning undir dóm þjóðarinnar. Ísland er ekki til sölu. Ísland á ekki að hverfa fyrir fullt og allt inn í Evrópu-móðuna miklu. Við göngum ekki til atkvæða um slíkt siðleysi. Við skulum halda áfram að vera sjálfstæð þjóð. Við erum menn en ekki skepnur.

Er mögulegt að hægt sé að ræða á vitrænan hátt við mann sem tekur svona til orða? Ég held varla.

Ég er þó alveg sammála málflutningi EBE-andstæðinga um tilgangsleysi tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Hún hjálpar bara þeim sem vilja aðild og er sprottin af þeim vilja flokkanna að hafa sitt fólk rólegt í bili. Afstaðan til EBE kemur flokkunum í rauninni ekkert við. Ef samkomulag næst um það milli ríkisstjórnarflokka að sækja um aðild er sjálfsagt að gera það. Þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðuna ef jákvæð verður er jafnsjálfsögð.

Góðar fréttir úr bankahrunsmálum eru ekki algengar. Fréttin um skýslu nefndar í neðri deild breska þingsins þar sem deilt er á Darling fjármálaráðherra Breta er þó ein af slíkum. Og ekki veitir okkur af. Móralskur sigur er talsverður sigur fyrir okkur Íslendinga í þessu efni. Kannski verður þetta okkur ekki til mikils fjárhagslegs ávinnings en við því er ekkert að gera.

Á endanum stöndum við kannski frammi fyrir vali um það hvort við viljum heldur krónuna og AGS eða EBE og EVRU. Hvorugur kosturinn er að öllu leyti góður. Þó eru þeir báðir skárri en að stökkva jafnfætis útí kviksyndið en það gæti orðið hlutskipti okkar ef ákveðið væri að borga bara ekki neitt og segja öllum að fara til fjandans. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líka.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Ég er þó alveg sammála málflutningi EBE-andstæðinga um tilgangsleysi tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Hún hjálpar bara þeim sem vilja aðild og er sprottin af þeim vilja flokkanna að hafa sitt fólk rólegt í bili.“

tvöföld atkvæðagreiðsla er í eðli sínu arfavitlaus.

áður en farið er í aðildarviðræður veit enginn um hvað skal kosið. álíka gæafulegt og að krefjast þess að aðildarfélagar verkalýðsfélags skuli kjósa um hvort farið skili í samningaviðræður við atvinnurekendur.

þvílíkr bull.

hver vill ekki fara í viðræður og sjá hvort og þá hvað fæst úr þeim. samningum má þá auðveldlega hafna.

Brjánn Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband