649. - Hvað er best að kjósa?

Kosningabaráttan er í vaxandi mæli farin að snúast um það hvort engir aðrir en fjórflokkurinn fái þingmenn í næstu kosningum. Litlu framboðin eru öll í sárum enda er níðst á þeim af hinum eins og mögulegt er. Athyglisvert er að Frjálslyndir eru á leiðinni út samkvæmt skoðanakönnunum.

Tap sjálfstæðismanna er staðreynd. Spurningin er bara hve mikið það verður. Að Samfylkingin skuli bæta við sig er kannski einkennilegt en þó ekki. Hægri - Vinstri skiptingin hefur enn merkingu í íslenskum stjórnmálum. Vinstri sveiflan vegna bankahrunsins er greinileg.

Í upphafi bankahrunsins þótti mér ólíklegt að fjórflokkurinn fengi mörg atkvæði í komandi kosningum. Þetta er heldur betur að afsannast. Þeir flokkar sem kalla má afsprengi búsáhaldabyltingarinnar eiga við það klassíska vandamál smáflokka að stríða að það heyrist lítið í þeim.

Ég ætla að spara mér að minnast á fjármál, mútur og þessháttar. Aðrir gera það eflaust betur en ég. Minni bara á að í merki því eftir Guðstein Hauk sem farið hefur um bloggheima sem logi yfir akur í dag er eiginlega talað um Sjálfstæðisfjokkinn, hvaða merkingu sem ber að leggja í það.

Fyrsta skoðanakönnunin eftir páska verður merkileg. Kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar eru bestar. Ef ekki er getið neitt um aðferðafræði og orðalag spurninga eru kannanir fremur ómarktækar.

Líklega held ég áfram minni ævintýramennsku í pólitík og kýs það sem mér dettur í hug. Gott að vera engum háður. Núna dettur mér helst í hug að kjósa O. Á kjördag kannski eitthvað allt annað.

O flokkinn sáluga sem gerði bara grín að stjórnmálamönnum kaus ég þó ekki. Það eftirminnilegasta frá honum er skilgreiningin á niðurgreiðslum: Sko, það er þegar hárið er greitt niður fyrir augun þannig að ekkert er hægt að sjá.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

X-S

Bobbi 10.4.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband