1714 - Ögmundur Pílatus

Untitled Scanned 27Gamla myndin.
Við Laugaskarð.

Ögmundur Jónasson fyrrverandi fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu og núverandi innanríkisráðherra heldur áfram að loka augunum og þykjast ekki sjá neitt. Hann lætur sér sæma að koma í sjónvarpið og segja að hann ráði ekki neinu, sé bara réttur og sléttur ráðherraræfill, sem ekkert veit og ekkert getur.

Auðvitað getur hann samt gert eitthvað. T.d. kallað lögreglustjórann fyrir sig og sagt að hann muni sjá til þess að hann verði ekki lengi lögreglustjóri, ef hann hagi sér eins og fífl. Varðandi þetta barnaverndarmál sem allir hafa vit á núna þessa dagana er ég samt ansi hræddur um að danski maðurinn hafi alveg rétt fyrir sér og móðirin sé (með aðstoð DV og nokkurra nytsamra sakleysingja) að brjóta gerða samninga.

Ef það er eina úrræðið, sem lögreglustjórinn kemur auga á til að leysa þetta mál að rífa börnin frá móður sinni, þá er hann heimskari en hann lítur út fyrir að vera. Annars sýnir þetta mál í hnotskurn hve völd fjölmiðla yfir hugsun fólks eru oft undarlega mikil.

Rafbækur og kukl eru mín helstu áhugamál um þessar mundir, fyrir utan fésbókina sem slíka. Kuklið vakti áhuga minn núna vegna þess að ég las greinar um það mál eftir Svan Sigurbjörnsson og Hörpu Hreinsdóttur. Verð að segja að ég er miklu meira sammála Svani þó mér finnist hann stundum fara offari. Hörpu hættir líka til að fara offari að mínu áliti. Hún gengur lengra í stuðningi sínum við kuklið og andstöðu við Svan en mér þykir við hæfi. Viðurkenni fúslega að ég les sjaldnar „Læknablaðið“ en ástæða væri til. Blogg Hörpu les ég þó alltaf og veit ekki betur en hún sé vön að lesa bloggið mitt.

Hver eru helstu metnaðarmál þeirra sem ráða yfir fésbókinni? Ég held að það sé að vera í forystu slíkra samskiptavefja og tryggja sér þar með miklar aulýsingatekjur. Hinsvegar held ég að þeir séu margir sem vilja notfæra sér vinsældir fésbókarinnar til að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Þær skoðanir og hugmyndir geta oft verið hættulegar og vissulega er ástæða til að berjast gegn sumum þeirra.

IMG 0763Girðing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta vera einhver flækjufótur á myndinni sem þú segir að sé af girðingu:)

Áslaug Ben 8.7.2012 kl. 15:20

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég get svosem fallist á að þetta sé fyrrverandi girðing.

Sæmundur Bjarnason, 8.7.2012 kl. 17:50

3 identicon

Mæli hiklaust með læknablaðinu, er eina tímaritið sem ég les reglulega núna :)

Verst að allir þessir kvillar sem talað er um í því virðast alltaf eiga við mann sjálfan.

benni 8.7.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband