1715 - Þjóðremban þjóðhættulega

Untitled Scanned 001Sigrún systir.

Ég er eiginlega að komast í hálfgerð vandræði með gömlu myndirnar. Hér koma samt nokkrar gamlar myndir frá Hveragerði. Sennilega eru þær allar teknar árið 1958. Sumar þeirra hef ég áreiðanlega birt áður, en við því er ekkert að gera. Nenni ekki að athuga það varðandi hverja mynd fyrir sig.

„Auglýsingar eru lífsnauðsynleg tekjulind fyrir fjölmiðla. Þær eru eina tekjulind margra fjölmiðla. Viðskiptaaðgerðir sem beinast markvisst að því að refsa fyrir gagnrýna umfjöllun móta fjölmiðlana og samfélagið allt.“

Þessi klausa er af dv.is. Sennilega er þetta úr forystugrein. DV hefur sinnt gagnrýni á kerfið betur en aðrir fjölmiðlar. Alls ekki er það samt gallalaust. Gerir oft miklu meira úr hlutunum en ástæða er til. Sjálfsánægja ritstjóra þar og blaðamanna er samt mikil. Sennilega gera allir nema þeir sjálfir sér grein fyrir því.

Í þessari klausu segir að „auglýsingar séu lífsnauðsynleg tekjulind fyrir fjölmiðla.“ Þessu er ég alls ekki sammála. Fjölmiðlaeigendur hafa bara talið sér trú um að svo sé. Með sannfæringu sinni um þetta hafa þeir gengið græðginni á hönd og með öllu er óþarfi að vorkenna þeim markaðsvistina. Þar vilja þeir vera og þar líður þeim vel.

Fjölmiðlun er ekki samkeppni um það að hafa sem hæst, heldur snýst það um að láta ekki aðra ráða yfir sér. Með auglýsingalífsnauðsyninni er verið að afhenda markaðnum stjórnina á viðkomandi fjölmiðli. Ef ekki er hægt að fá peninga öðruvísi er til lítils barist og best að hætta.

Kannski eru gallaðir fjölmiðlar og ótrúleg þjóðremba að gera út af við okkur Íslendinga. Sennilega erum við í þann veginn að missa sjálfstæði okkar. Ekki samt vegna útlendingadekurs eins og sumir virðast halda heldur vegna óhóflegrar þjóðrembu. Okkur vegnar alltaf betur ef samkomulag okkar við nágrannaþjóðirnar er sæmilegt. Einangrun skaðar okkur. Það hefur reynslan sýnt.

IMG 0790Hvalasafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband