1713 - Syfja

Untitled Scanned 24Gamla myndin.
Gamli heiti potturinn, sundlaugin og pallurinn.

Var svo syfjaður við að setja bloggið mitt upp í gærkvöldi að það fór allt í handaskolum. Var búinn að skrifa eitthvert ódauðlegt listaverk en hef líklega gleymt lokahnykknum. Svo fór ég að lesa ísbjarnarfréttir og fékk þá óforvarendis hugmynd að einskonar mini-leikriti og skrifaði það niður. Sá svo að blogginnleggið mitt hafði ekki komist til skila og ég búinn að þurrka það út hjá mér. Ákvað þá setja upp leikritsómyndina í staðinn en þá vildu myndirnar ekki fara með og þar sem ég var búinn að taka svefntöflu dreif ég mig bara í rúmið.

Sé núna að myndirnar hafa samt farið upp. Það sem átti að vera bloggið mitt og ég var búinn að skrifa og lesa eitthvað pínulítið yfir er hinsvegar týnt og tröllum gefið. (Sennilega úti í bloggeternum) Reyni ekki einu sinni að rifja það upp þó eflaust hafi margt verið vel sagt þar.

Enn einu sinni er ég um miðja nótt að fást við að blogga. Þetta er alls ekki nógu gott. Þó er ég í ágætu stuði svona í „náttlausri voraldar veröld“ og það er á margan hátt skemmtilegt að fylgjast með trjánum, já og gróðrinum öllum bíða eftir sólinni með öndina í hálsinum.

Finnst menn láta illa útaf forsetakosningunum. Ólafur vann (en Sigtryggur ekki) og ekkert við því að segja. Það er alveg óþarfi að láta svona. En sumir eru æði tapsárir.

Hvað sem annars er um Hörpuna að segja er þetta fallegt hús. Það verður starfrækt um ókomna tíð og ef það ber sig illa eða allsekki þá verður hlutunum bara hagrætt þannig að hægt sé að halda slíku fram. (Þó það verði kannski gegn betri vitund sumra) Ég er t.d. þegar farinn að gæla við þá hugmynd að deildakeppnin í skák fari þar fram áður en langt um líður.

IMG 0748Í Hvalfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband