1607 - Lífeyrissjóðirnir

Untitled Scanned 32Gamla myndin.
Nýju búningsklefarnir í Laugaskarði. Einhvern tíma voru þeir a.m.k. nýir. Ég man reyndar mun betur eftir þeim sem voru á undan þessum. Hér stendur greinilega eitthvað til þó ekki sé margmennt.

Þetta með lífeyrissjóðina er alls ekki eins og fjölmiðlarnir vilja láta það líta út akkúrat núna. Stóri munurinn á því máli og hruninu sjálfu er að allt er og hefur löngum verið uppi á borðinu varðandi lífeyrissjóðina. Vissulega er það rétt að launþegar ættu að ráða mun meiru þar en þeir gera. Þetta eru þeirra peningar. Atvinnurekendur ættu ekki að hafa þau áhrif á lífeyrissjóðakerfið sem þeir hafa. Krukk ríkisstjórna á hverjum tíma í kerfið er miklu meira ákvarðandi um eðli þess en nokkuð annað.

Lífeyrissjóðakerfið og hið opinbera tryggingakerfi spila á margan hátt saman og segja má að ríkið hafi á ýmsan hátt yfirtekið sjóðina eða stolið þeim á undanförnum áratugum. Þessi tvö kerfi eru orðin alltof flókin og vissulega er þörf á að einfalda hlutina þar. Ekki er þar með sagt að okkur Íslendingum henti best söfnunarkerfi á þann hátt sem tíðkast í Bandaríkjunum. Mun nærtækara væri fyrir okkur að hafa lífeyriskerfi á líkan hátt og tíðkast á Norðurlöndunum.

Það var eitt af einkennum allrar stjórnunar í aðdraganda hrunsins að líkja sem mest eftir USA en Norðurlöndin eru okkur á margan hátt skyldari.

Horfði á Helga Seljan rífast við Ögmund ráðherra um lífeyrismál og fannst þeir báðir standa sig nokkuð vel. Er talsvert sammála Ömma um þetta mál en gjörsamlega ósammála honum um Haarde-málið. Um heiðarleika hans og hreinskilni efast ég samt ekki. Þar sem ég er búsettur í Kópavogi eins og sumir vita getur verið að ég fái áður en langt um líður tækifæri til að sýna álit mitt á Ögmundi Jónassyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í prófkjöri.

Mikið er nú rætt hvort hætta skuli við að mæta á Evrópusöngvakeppnina. Palli Magg er beggja blands og þorir hvorki að segja já eða nei. Tilefnið er e.t.v. illa valið en tilgangurinn góður. Fyrir suma væri það mikil fórn en lítil fyrir aðra. Það er helsti gallinn. Aldrei væri samt hægt að velja rétt tilefni til mótmæla sem allir væru sammála um. Ætli við fylgjum ekki meirihlutanum í þessu eins og við erum vön. Ekki verða Bandríkjamenn samt til þess að leiðbeina okkur í málinu. Stjórnmálaskoðanir ráðamanna munu sennilega ráða mestu að lokum.

Alveg er það stórskrýtið þetta Nubo-mál. Nú vill hreppsnefndin kaupa Grímsstaði og leigja kínverjanum. Þessi jörð hefur lengi verið notuð til landbúnaðar. Ef taka á svona stóra jörð og nota hana til einhvers annars finnst mér það koma ríkinu við. Annars er þetta mál allt saman svo skrýtið og óljóst að mér finnst að það þurfi að stórvara sig á því.

IMG 7868Trén fá sinn skammt af snjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmi.

Það var að bögglast í kollinum á mér vísubrot sem ég heyrði einhverntíman.

Ca. svona:
Yfir kaldan eyðisand
átján rellur flugu.
Er þær komu í norðurland
allar ???

Ef að þú eða lesendur þínir hafa heyrt þessa útgáfu þá væri gaman að heyra endirinnn.
Bloggið þitt er til fyrirmyndar.

Kveðja,

Guðmundur H Bjarnason 10.2.2012 kl. 01:31

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Guðmundur, sjálfsagt eru til margar afbakanir á Eyðisandsvísunni enda er hún svo vel þekkt. Í svipinn man ég bara eftir þessari:

Yfir kaldan eyðisand
átján mellur gengu.
Er þær komu á Norðurland
allar drátt þær fengu.

Þetta er fremur léleg vísa. T.d. hefur stuðlunin farið forgörðum í seinni hlutanum.

Sæmundur Bjarnason, 10.2.2012 kl. 10:33

3 identicon

Ömmi stóð sig ekki vel, Helgi stóð sig illa.

Ef ég talaði eins og Ömmi, þá væri ég að reka meðferðarstofnun gegn fíknisjúkdómum á daginn, en seldi svo eiturlyf á kvöldin... (Sem SÁÁ gerir reyndar, í formi spilakassa)

DoctorE 10.2.2012 kl. 10:59

4 identicon

"Lífeyrissjóðakerfið og hið opinbera tryggingakerfi spila á margan hátt saman og segja má að ríkið hafi á ýmsan hátt yfirtekið sjóðina eða stolið þeim á undanförnum áratugum."
Stjórnvöld hafa stolið þeim með þeim hætti, að hækka þröskuld TR, árum saman.
Mér fynnst þú bara vera í góðu lagi, sem fyrr Sæmundur.

Ólafur Sveinsson 10.2.2012 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband