1608 - Norðdahl

Untitled Scanned 041Gamla myndin.
Ruslahaugur niðri í sveit. Líklega hjá Völlum. Einu sinni var farið með allt rusl sem féll til í Hveragerði þangað. Elstu ruslahaugarnir sem ég kannast við voru reyndar neðst í Kömbunum.

Eiríkur Örn Norðdahl segist vera hættur á fésbók og gerir grein fyrir því á http://blogg.smugan.is/kolbrunarskald/2012/02/09/sjotiuogtveir-rum-til-ad-hugsa/ Þó hann sé orðmargur er margt athyglisvert í því sem hann segir. Ekki er ég skáld og ekki get ég skrifað jafnlengi og hann um sama efni. Þó er ég töluvert sammála honum. Hann skrifaði líka um daginn um hvernig hann gat nálgast heitu konuna hans Hallgríms Helgasonar án þess að borga uppsett verð fyrir bókina og lýsti því nákvæmlega hvernig hann gerði það. Hann virðist hafa mikinn áhuga á rafrænni útgáfu bóka og þar er ég honum sammála. Skiljanlega vill hann samt hafa tekjur af skrifelsinu og það vildi ég líka. Sætti mig samt alveg við að hafa það ekki.

Þetta skrifa ég í mitt blogg-wordskjal og vel getur verið að ég birti það ekki. Fésbókin má aldrei vera að því að bíða eftir neinu þess háttar. Áreiðanlega birti ég það ekki fyrr en eftir einhverja klukkutíma og kannski verður það orðið úrelt þá.

Leiðist flokkspólitískur stjórnmálaáróður ákaflega mikið. Finnst flokkspólitískt fólk líka oft afar fljótt að taka ákvarðanir. Samtök og einstakt fólk fær ekkert tækifæri til að sanna sig. Ef það hefur einhverntíma gert eitthvað sem ekki hefur fallið flokkspólitíska fólkinu í geð er það brennimerkt um aldur og æfi. Nú virðist samkvæmt Smugunni alls ekki sama hver þjónustar þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Óþarfi er að hugsa nokkuð um rök. Óhætt að hjóla strax í þá sem þetta eiga að gera því þau tilheyra vitlausum flokki.

Íþróttagreinin samkvæmisdans hefur hingað til verðið blessunarlega laus við rifrildi það og skítkast sem aðrar greinar íþrótta hafa flestar búið við lengi. Nú er ekki annað að sjá en tekist hafi að koma upp nokkrum keppninsbönnum þar með aðsoð útlendinga. Eins og venjulega eru það einkum iðkendur íþróttarinnar sem tapa á þessu. Hvers vegna í ósköpunum eru stjórnendurnir að þessu? Þeir virðast ekki græða neitt á því. Eina skýringin sem mér dettur í hug er sú að meðan hægt sé að láta líta svo út að íslensk danslist sé í hávegum höfð erlendis sé hægt að komast í fjölmiðla hérlendis. Þar er ekki auðvelt að komast að fyrir þeim sem á fleti eru fyrir.

IMG 7874Snjórinn kemur sér þar fyrir sem hægt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband