1521 - Davíð Þór og María Lilja

Scan453Gamla myndin.
Hasar við höfnina.

Ég er sífellt að hampa og hrósa blogginu (einkum Moggablogginu) en hallmæla sem mest fésbókinni. Ber það kannski vott um menntasnobb mitt og fordóma? Sumum gæti virst það. Ég viðurkenni fúslega að bloggið hefur ýmsa galla. T.d. þann að athugasemdir koma oft það seint að flestir missa af þeim.

Ég skrifaði um daginn blogg um Davíð Þór og Maríu Lilju meðal annars. Athugasemdir nokkrar komu við þá færslu en fremur seint. Það mál virðist mér nú hafa tekið nýja stefnu og finnst mér í framhaldi af því að nú ætti fremur að ræða aðferðir „stóru systur“ en kynhneigðir Davíðs Þórs.

Annars eru kynhneigðir mikið áhugamál bloggara og athugasemdara um þessar mundir því enn og aftur er umræðan ljóta um Guðrúnu Ebbu komin upp á yfirborðið. Mér finnst sú umræða vera meira eins og keppni í dónaskap en skynsamlegar rökræður. Mér finnst menn geta alveg verið vantrúarhundar án þess að gera ráð fyrir því að allir prestar hljóti að vera varmenni. Ekki get ég heldur séð neitt athugavert við að ræða mál Guðrúnar Ebbu. Í mínum augum er það ekki útrætt.

Ég er nokkuð viss um að Hanna Birna mun sigra Bjarna Benediktsson auðveldlega í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hvort það verður flokknum til góðs er ég alls ekki viss um. Vel getur verið að hún brenni sig á því sama og Ingibjörg Sólrún gerði. Sveitarstjórnarmál eru nefnilega allt annað en landsmál.

Samfylkingin sýpur nú seyðið af því að hafa lyft Ingibjörgu Sólrúnu í formannsstól. Um það var hún greinilega ekki fær. Hvort arftaki hennar finnst fljótlega getur skipt sköpum fyrir flokkinn í framtíðinni. Jóhanna er ekki sá forystumaður sem flokkurinn getur unnið sigur útá.

IMG 7003Vífilsstaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í næstu kosningum geta Sjallar notað samfó-greinarnar allar frá því í síðustu kosningum og þurrkað bara út Jó.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.11.2011 kl. 02:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ef þeir verða þá ekki búnir að týna þeim!!

Sæmundur Bjarnason, 4.11.2011 kl. 09:33

3 identicon

Vefurinn er að taka á sig mynd:

www.rafbokavefur.is

Óli Gneisti 4.11.2011 kl. 19:05

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Líst ágætlega á rafbókavefinn. Ætla að athuga hann betur og læt þig svo vita.

Sæmundur Bjarnason, 4.11.2011 kl. 21:58

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sýnist samt vanta alveg ennþá leiðbeiningar á vefinn um hvernig opna skuli bækurnar til að geta notið þeirra. E.t.v. þyrftu þær leiðbeiningar að vera bæði stuttaralegar (fyrir þá lengra komnu) og svo mjög ítarlegar.

Sæmundur Bjarnason, 4.11.2011 kl. 22:06

6 identicon

Já, þetta er allt mjög takmarkað núna, ég hef aðallega verið að pota þessu að fólki sem ég veit að þekkir til.

Óli Gneisti 4.11.2011 kl. 22:23

7 identicon

Áfram halda ég verð þá
eftir vegatröðum,
í braginn kveða bændur þrjá
sem búa í Kópavogsstöðum.

Ólafur Sveinsson 5.11.2011 kl. 01:10

8 identicon

Hanna Birna stóð fyrir byggingu HÖRPUNNAR, ásamt Katrínu?  Græðir hún á því eða tapar?

Ólafur Sveinsson 5.11.2011 kl. 01:16

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hugsa að hún græði frekar á því núna. Síðar kann svo að fara að bruðlið birtist á annan hátt.

Sæmundur Bjarnason, 5.11.2011 kl. 08:40

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bjarni verður áfram formaður. Fær ca 65% fylgi

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband