1522 - Málshöfðanir í úrvali

Scan470Gamla myndin.
Mótmæli og fullt af ónotuðum tunnum.

WikiLeaks á í stríði við kortafyrirtækin Visa og Mastercard. Sáttafundur verður í næstu viku á vegum íslenska sendiráðsins í London eftir því sem sagt er í Fréttatímanum. WikiLeaks hefur kært málið til Evrópusambandsins og vonir þeirra um að ná sér niðri á stórfyrirtækjunum eru þónokkrar. Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli.

Dómsmál eru alltaf fróðleg. Niðurstaðan allavega. Bíð t.d. eftir niðurstöðu í dómsmáli því sem Gunnlaugur Sigmundsson höfðaði á hendur Teiti Atlasyni. Ekki held ég samt að úrslit í því máli verði alveg á næstunni.

Páll Baldvin Baldvinsson og Árni Múli Jónasson sögðust fyrir nokkru ætla að kæra hvorn annan útaf umfjöllun um Sögu Akraness. Líklega verður samt ekkert úr því.

Það er þungur kross að þurfa að fylgjast með starfsfólki öllu í apótekum landsins. Samkvæmt nýjustu fréttum er það samt nauðsynlegt. Sjálfur þarf ég að nota lyf við of háum blóðþrýstingi og eins gott er að fylgjast með að rétt sé afgreitt. Ekki dugir annað en fylgjast líka vel með hvort viðkomandi lyf er 5 eða 10 milligrömm o.s.frv. og vei þér ef þú veist ekki að Metoprolol er það sama og Seloken eða að Daren heitir öðru nafni Enalapril. Aukið öryggi er svo auðvitað að vera með góðan blóðþrýstingsmæli sjálfur og fylgjast vel með því sem hann sýnir.

IMG 7004Í Hafnarfjarðarhrauni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Sæmundur
Já það er eins gott að velja sér gott apótek til að skipta við því þar getur maður átt á ýmsu von eins og dæmin sanna

Jóhannes F Skaftason 5.11.2011 kl. 12:03

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, það er satt. Ég var ekkert sérlega sleginn yfir því að röng lyf séu afgreidd þar eins og kom fram í fréttum nýlega. Auðvitað eru gerð mistök í apótekum eins og annars staðar.

Sæmundur Bjarnason, 5.11.2011 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband