1295 - Ávísanir og krítarkort

Ég er á móti bændasamtökum Íslands. Sá áðan blogg frá Jóni Frímanni. Þar tilkynnti hann að hann væri á móti bændasamtökum Íslands. Þar er ég honum sammála. Ef það er fyrsta og mikilvægasta fréttin hjá Mogganum og fleiri fjölmiðlum dögum og vikum saman að bændasamtök Íslands séu á móti ESB þá finnst mér ekki nema sanngjarnt að örlítil fréttalykt fái að vera af því að ég sé á móti bændasamtökum Íslands.

Annars veit ég ekki hversvegna ESB hvílir svona þungt á bændasamtökunum. Ég hélt að mál málanna væri hvort flytja mætti inn norskt nautasæði. Um það hafa hingað til verið afar skiptar skoðanir.

Einu sinni var ég áskrifandi að Lögbirtingablaðinu. Það minnir mig að hafi verið vegna þess hve ódýrt það var. Myndir af vörumerkjum voru líka oft fróðlegar. Svo fylgdist ég vel með reglulegum tilkynningum frá Seðlabankanum um seðlamagn í umferð. Þar var samviskusamlega tíundað hve margir fimmkallar og tíkallar ásamt öðrum seðlum væru í umferð.

Man að ég velti því fyrir mér hvaða máli þetta skipti. Þá ekki síður en nú voru seðlar að miklu leyti óþarfir. Flestallir gáfu út ávísanir villt og galið. Jafnvel ávísanakeðjur sumir hverjir. Ávísanaeyðublöð voru líka hundódýr. Svo hækkuðu þau í verði. Krítarkortin komu til sögunnar. Hægt og bítandi fyrst en að lokum fór jafnvel Bónus sjálfur að taka við slíku og þá var ekki að sökum að spyrja. Á flestum heimilum eru nú til fleiri krítarkort en myndavélar.

En ég var víst að tala um seðlamagn í umferð. Finnst endilega að peningamagnið í umferð hljóti að aukast í réttu hlutfalli við krítarkortanotkunina og fari eftir háttalagi banka og allskyns peningastofnana. Líklega er ég bara svona vitlaus og langmestu máli skiptir ábyggilega hve þúsundkallarnir undir koddanum eru margir.

IMG 4809Hvað heitir þetta apparat aftur á íslensku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Umboðsaðilinn kallar þetta Segway létthjól.  Vinsælasta útgáfan er kölluð Sprettur.  Ég hef líka séð þetta kallað skutlur.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.3.2011 kl. 12:25

2 identicon

Þekki bara aðeins þýsk orð yfir þetta fyrirbæri.  Ég ætla ekki að segja það hér því þá væri ég landráðamaður;)

Stefán Júlíusson 11.3.2011 kl. 14:07

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Í minni orðabók eru skutlur allt önnur fyrirbrigði en þetta. Sprettur er skárra.

Sæmundur Bjarnason, 11.3.2011 kl. 22:00

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Pant vera landráðamaður.

Sæmundur Bjarnason, 11.3.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband