1262 - Bjarni Benediktsson

Jú, umræðan snýst mest um Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana og kannski var það ætlunin. Mér finnst Bjarni loksins hafa tekið á sig rögg og ætli sér að hrifsa völdin af Davíð og þeim sem hann styðja. Ef hann kemur standandi niður úr þessum hildarleik hefur hann alla burði til að verða langlífur sem formaður flokksins. Það er alls ekki ólíklegt að hann hafi það sama í hyggju varðandi ESB og hann er nú búinn að gera varðandi Icesave.

Tenerife ferðin er mér enn ofarlega í sinni. Í Santiago del Teide stoppuðum við í Teide-Masca ferðinni. Þar borðaði ég bæði stóra sneið af svínakjöti og stórt kjúklingalæri (furðustórt eiginlega) fyrir utan allt hitt. Súpuna á undan, salatið, brauðið, spægipylsuna, olívurnar og allt saman. Og allt rauðvínið. Ég er átvagl með ístru. Ekki hugsa ég að ég geri eins og í fyrra að setja allt mitt skrifelsi á bloggið í heildsölu. Reyni kannski að tína það bitastæðasta úr.

Að fara til Masca var heilmikil upplifun. Sama er að segja um fleiri staði og sögurnar sem fararstjórinn sagði okkur eru minnisstæðar þó ég endursegi þær ætla ekki hér.

Vegurinn til Masca er eftirminnilegur. T.d. gekk illa eitt sinn þegar við mættum annarri rútu og þurfti mörgum sinnum að bakka. Stórar rútur fara ekki þarna því þær ná ekki beygjunum. Örugglega er ekki langt þangað til einstefna verður tekin upp þarna og annar vegur lagður. Þetta gengur ekki. Það gekk oft erfiðlega að fá litla bíla sem við mættum nógu langt út í kant. Ágætlega gekk samt að mæta fjórum jeppum sem þar voru á ferð enda voru það engir Hummerar, bara venjulegir Landroverar eða eitthvað þess háttar. Landslagið við Teide var líka mjög sérkennilegt og fallegt. Við stoppuðum við stað þar sem vegurinn endar en hægt er að halda áfram með kláfum. Þeir voru fullbókaðir og ekki tími til að bíða eftir þeim. Skoðuðum bara umhverfið og tókum myndir. Stoppuðum einnig við einhvern stað sem mig minnir að heitið Geraticho eða eitthvað þessháttar. Þar var ýmislegt til sölu t.d. ekta og góður saffran ræktaður á staðnum.

IMG 4173Blóm vaxa auðvitað líka á Tenerife.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Völd eða ítök Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum, er ímyndun í hatursmönnum Davíðs.

".... að hrifsa völdin af Davíð og þeim sem hann styðja.", er eitthvað sem gengur ljúflega ofan í kokið á vinstrimönnum. Engin haldbær rök styðja þessa fullyrðingu vinstrimanna. "Orðin tóm"... eins og flest annað sem frá þeim kemur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:13

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvað sem líður raunverulegum völdum Gunnar þá hefur Bjarni staðið að verulegu leyti í skugga Davíðs. Ákvörðun hans núna snýr þessu við hvort sem það hefur verið ætlun hans eða ekki.

Sæmundur Bjarnason, 6.2.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...þá hefur Bjarni staðið að verulegu leyti í skugga Davíðs."

Já, e.t.v. í "Baugs-fjölmiðlunum", en ekki í praxis. Það er bara einfaldlega ekki þannig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:31

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Davíð var mikill stjórnmálaskörungur og góður foringi, sem var einkar laginn við að greina kjarnann frá hisminu. Beinskeitt gagnrýni hans á vinstrimenn hefur ekki, og mun aldrei verða fyrirgefin.

Vinstrimenn líta á Davíð sem "bully".

  • Bully: A person who is habitually cruel or overbearing, especially to smaller or weaker people.

  •  

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:39

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það ert þú sem kallar Davíð "bully" og það er talsvert réttnefni. Þó þú segir að Bjarni hafi ekki verið að neinu leyti í skugga Davíðs er ekki víst að það sannfæri alla. Davíð getur einfaldlega ekki hafa verið sá stjórnmálaskörungur sem þú segir án þess að einhverjir hafi verið í skugga hans. Víst hefur Davíð haft mikil áhrif bæði á flokksbræður og aðra þó hann sé ekki lengur formaður flokksins.

Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 00:32

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði ekki að Davíð hefði verið "bully" Það er óskhyggja vinstrimanna. Þeir vilja brennimerkja hann með þessum hætti.

"Davíðs-heilkennið", er af svipuðum toga og "Hannesar-heilkennið." , nema "hannesarheilkennið" er ekki sjúkdómur, eins margir virðast halda.

 Hannes Hólmsteinn Gissurarson ....  Það skiptir engu hvað þessir menn segja, heldur verða nöfna þessara einstaklinga sem segja hlutina eins og þeir eru, meitlaðir í stein. Það er sennilega langt í það að einhverjum spakmælum verði haldið á lofti, í stjórnmálabaráttu næstu áratuga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 04:15

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þú verður sífellt óskiljanlegri og óskiljanlegri. "Davíðs-heilkennið" er sjúkdómur en "Hannesar-heilkennið" ekki. Vinsamlega útskýrðu. Var að enda við að lesa bók Jónasar Kristjánssonar fyrrum ritstjóra og les stundum bloggið hans. Þú ert kannski með "Jónasar-heilkennið"? Datt það bara svona í hug.

Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband