1261 - Sjálfumsnúinn og hálffreðinn

Tuttugu og sjö ummæli við status hjá mér á fésbókinni er sennilega met. Þar var stjórnlagaþingið til umræðu. Líklegast þykir mér að í því máli gerist ekki margt annað en að fólk deili um þetta fram og aftur. Stjórnmálamennirnir og flokkaræflarnir halda líklega áfram að halda öllu í sömu skorðum og verið hefur. Íhaldssemi getur verið ágæt en athuga þarf að ótti við breytingar getur hindrað allar framfarir. 

Ragnhildur, mér sýnist að fólk trúi þessu ekki frekar en öðru á Íslandi. Sæmundur Bjarnason, sem hefur bloggað 1133 sinnum á sinn landsþekkta, hálffreðna og sjálfumsnúna hátt, vill helst að þetta sér grín: http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/1092706/"

Þetta sagði Villi í Köben einu sinni um mig í athugasemd. Hef ekki minnst á þetta á blogginu fyrr enda uppgötvaði ég þetta ekki fyrr en nýlega. „Hálffreðna og sjálfumsnúna hátt" er orðalag sem ég skil ekki almennilega en þetta sannfærir mig um að einhverjir lesa bloggið mitt og meta það einhvers þó ekki sé það á þann hátt sem ég helst vildi.

Man allt í einu núna eftir óvenjulegu atviki úr flugferðinni til Tenerife. Ég sá út um gluggann þotu sem við mættum í háloftunum. Hún var talsvert frá og fyrir neðan okkur og ég hefði ekki tekið eftir henni nema vegna svarta reyksins sem hún spúði aftur úr sér.

Já, við mennirnir erum önnum kafnir við að menga heiminn. Eins og Sagan (ég á við Carl Sagan, en ekki söguna þó merkileg sé) segir.

Við lifum í lokuðu kerfi. Ekkert kemur inn nema sólarljósið. Að öðru leyti lifum við hvert á öðru. Það jafnvægi sem komist hefur á í þessu tilliti á milljónum ára erum við mennirnir e.t.v. að trufla á fáeinum áratugum og fáum kannski ekki að vita það fyrr en of seint.

Af hverju segi ég þetta? Það er alls ekki víst að maður hafi áhrif á nokkurn mann. Þó er það möguleiki. Minnist þess ekki að hafa áður séð flugvél sem mætt er í háloftunum. Kannski hefur maður áhyggjur af röngum hlutum. Það sem er virkilega ískyggilegt kemur venjulega á óvart.

IMG 4165Pálmanna strönd þegar merlar máni.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góðann daginn Sæmi, hann Villi karlinn er snúið skinn..

Óskar Þorkelsson, 6.2.2011 kl. 05:45

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Óskar mér finnst alltaf gaman að Vilhjálmi en sumir eiga bágt með að þola hann.

Sæmundur Bjarnason, 6.2.2011 kl. 06:09

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann lokaði á mig hér um árið en er duglegur við að setja inn athugasemdir ef ég nenni að blogga..

Óskar Þorkelsson, 6.2.2011 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband