1257 - Listin að blogga

Listin við að blogga er að forðast málalengingar. Skrifa það í fáum orðum sem flestir segja í löngu máli og ítarlegu. 

Nú er ég kominn til baka frá Kanaríeyjum og ætlast til að teljarinn hjá mér komist fljólega yfir hundraðið aftur. Er búinn að vera í fríi á Tenerife í sólskini og blíðu meðan skammdegið hefur vonandi verið alla að drepa hér heima á Fróni. Snjór og kuldi þekkist ekki þar. Þó var hálfkalt þegar við fórum upp í þjóðgarðinn við Teide-fjall einn daginn.

Já, ég er orðinn gamall en ekki alvitlaus. Fýldur að sjá oftast nær en ekki endilega í vondu skapi þó ég líti út fyrir það.

Von mín er sú að sá hópur fólks sem kosinn hefur verið eða kosinn verður á svonefnt stjórlagaþing standi alþingismönnum okkar langtum framar að flestu leyti. Þar ættu langflestir að vera yfir sérhagsmunina og flokksþarfirnar hafnir. Flokkarnir þykjast auðvitað eiga suma og sá áróður að þeir sem heima sátu í fyrstu kosningunum hafi með því verið að láta ýmislegt í ljós er alls ekki sannfærandi.

Þeir sem ekki kusu ákváðu að láta þá sem kusu ráða þessu. Þannig er það ávallt í kosningum og hefur alltaf verið. Bollaleggingar um annað eru marklausar og að engu hafandi.

Úrskurður hæstaréttar um þetta mál er fremur óvandaður. Líklega verður hann kærður til yfirþjóðlegs dómstóls og má búast við að málsmeðferð þar taki langan tíma. Þannig má búast við að tilraunin sem gera átti til þess að smíða nýja stjórnarskrá sé eyðilögð nema Alþingi geri aftur tilraun til að halda kosningar til stjórnlagaþings.

IMG 4071Og enn safna strákar rakettuprikum. Þessi mynd er tekin á Nýársdag síðastliðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli minn

Ég er assgoti hræddur um

að moggabloggið

sé ekki lengur

svipur hjá sjón.

Óli minn, 4.2.2011 kl. 01:36

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Svipur hjá sjón eða ekki svipur hjá sjón. Mér er sama. Ef litið er á bloggstarfsemi mína sem einhvern sérstakan stuðning við Morgunblaðið eða Davíð Oddsson verður að hafa það. Ég geri það ekki.

Sæmundur Bjarnason, 4.2.2011 kl. 08:54

3 identicon

Velkomin aftur í bloggheima, Sæmundur! Ég er búin að sakna þín.

Harpa Hreinsdóttir 4.2.2011 kl. 09:17

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Harpa. Þetta er allt að koma hjá mér. Eitt blogg á dag virðist varla duga mér lengur.

Sæmundur Bjarnason, 4.2.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband