1256 - Bloggað með látum

Sumum finnst mikið að blogga daglega. Öðrum finnst það lítið. Kannski ég ætti bara að fara að blogga oft á dag. Ekki nenni ég samt að vera alltaf að linka í fréttir.

Númerin mín hækka þá líka fyrr. Veit ekki hvað ég geri þegar tölustafirnir verða fimm. Byrja kannski á einum aftur.

Mér er svo mikið mál að blogga eftir bloggþurrðina í janúar að ég held að ég láti bara vaða.

Steinitz, Lasker, Alekhine og Fischer eru að mörgu leyti mínir menn meðal heimsmeistara skáklistarinnar. Finnst eins og þeir hafi þegar best lét haft meiri sigurvilja en aðrir slíkir. Ég er ekkert að gera lítið úr öðrum heimsmeisturum en grunar að þeir séu ívið meiri jafntefliskóngar en þeir fyrrnefndu. Fischer hefur lengi verið í miklum metum hjá mér. Viðurkenni samt að í einkalífinu var hann ákaflega misheppnaður maður og hafði þróað með sér skoðanir sem virtust á margan hátt vera til þess ætlaðar að hneyksla og meiða.

Undanfarið hef ég verið að lesa bókina um Önnu á Hesteyri. Það er ágæt bók og heimspeki Önnu er mér miklu meira að skapi en margra annarra. Hún vildi engum mein gera og var dýravinur hinn mesti. Oft var samt eins og hún vildi ganga fram af fólki. Þannig var Gísli á Uppsölum einnig. Held að hann hafi verið alveg normal en séð að öðruvísi en með afkárahætti gæti hann ekki látið neinn taka eftir sér.

IMG 4068Hér gekk mikið á þegar 2010 var kvatt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband