1018 - Níu-menningarnir

Það er svo margt í sálarlífinu sem birtist í því hvernig maður speglast í áliti annarra. Fésbókin er auðvitað þannig spegill. Meira að segja sérsniðinn að því að henta sem flestum. Mér hentar hann hinsvegar ekki. Það að vera að skrifa einhvern skollan á veggi sem sumir lesa og sumir mæla með, en fæstir hafa verulegan áhuga á, þykir mér ekki áhugavert. Þá er bloggið betra. Þar skrifar maður það sem manni dettur í hug og þeir sem áhuga hafa kíkja þar inn. Aðrir ekki. 

Hætt er við að mál níu-menninganna sem kærðir hafa verið fyrir árás á Alþingi geti orðið mál sem mikið brýtur á. Forseti Alþingis vill fría sig allri ábyrgð á málinu. Það gengur ekki. Skrifstofustjórinn þar er henni ekki æðri. Vissulega er ekki þörf á að æsa sig óhóflega útaf þessu máli áður en dómur fellur. Hæstiréttur gæti síðan snúið þeim dómi við þó sá sem ákveðið hefur að einungis tuttugu og einn að nímenningunum meðtöldum fái að fylgjast með réttarhaldinu dæmi þeim ákærðu í óhag.

Varðandi mikinn fjölda starfa sem skapist við starfrækslu gagnavers á Reykjanesi minnist ég annars vegar að þegar fyrsta álverið tók til starfa hér á landi reiknuðu margir með að í skjóli þess mundi mikill fjörkippur koma í allan iðnað á landinu. Svo fór ekki. Einnig reiknuðu menn með mikilli vinnu Íslendinga við Kárhnjúkavirkjum þegar hún var í undirbúningi. Það brást. Auðvitað er ekki víst að eins fari á Reykjanesi en líklegt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert annað en það að Jóhanna Sigurðardóttir og hennar ESB slekt er að fara að fyrirmælum Mafíunnar í Brussel.Hún þarf að sanna það fyrir ESB mafíunni að hún hafi tök á þjóðarskrílnum sínum,það má einnig sjá í niðurskurði sem framundan er,en þar kemur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til,lítum til Grikklands.Mafían í Brussel handstýrir þessari ríkisstjórn með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Númi 12.5.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

"Mafían í Brussel" hefur líklega nóg að gera. Þó hún hefði lítið að gera og vildi fara að stýra ríkisstjórn Íslands er ekki víst að hún mundi leita til IMF með aðstoð.

Sæmundur Bjarnason, 12.5.2010 kl. 11:48

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef sagt það áður og get endurtekið það, að fésbókin er ekki samskiptamáti fyrir fullorðna karlmenn. Kannski fyrir krakka og kerlingar og samkynhneigt fólk en alvöru karlmenn hljóta að sniðganga þá árás á einkalífið sem facebókin er. Varðandi þetta fyrirhugaða gagnaver Verne Holding er það með ólíkindum að Ríkið skuli ætla sér að gera fjárfestingarsamning vegna þeirra framkvæmda. Ég get ekki séð að þetta fyrirtæki muni skila miklum gjaldeyri í ríkiskassann. Tekjurnar verða eftir í móðurfélaginu og mér er til efs að þessir kónar muni borga hátt raforkuverð, allavega ekki miðað við hvernig þetta verkefni er lagt upp.  Menn verða bara að spyrna við fótum og fara að kostnaðargreina. Það gengur ekki að ríkið sé að búa til störf sem kosta hundruðir milljóna hvert.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.5.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Kama Sutra

"... Kannski fyrir krakka og kerlingar og samkynhneigt fólk..."

Það er mér ákveðin opinberun að sjá hvernig "alvöru" karlmenn tjá sig.

Kama Sutra, 12.5.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband