1017 - Gos og kosningar

Verður gosið í Eyjafjallajökli nú til þess að líkur á Kötlugosi aukast? Þetta er sú spurning sem margir spyrja sig. Ríkisstjórnin fleygir peningum í ferðamannaiðnaðinn í þeirri von að fjölga megi ferðamönnum. Kannski fjölgar þeim sjálfkrafa og engin þörf á þessum milljónum til kynningar. Það sem allt veltur á þessa dagana er hver verður framvinda gosmála. Líka er sjálfsagt að hjálpa þeim bændum sem enn þrauka á öskufallssvæðum og til þess mætti nota það fjármagn sem ákveðið hefur verið að henda í ferðamenn.

Kannski er besta megrunarráðið að kaupa sér föt í þrengra lagi. Keypti mér buxur um daginn sem voru einginlega fullþröngar. Nú smellpassa þær. Kannast þó ekki við að hafa staðið í neinum megrunaraðgerðum!!

Skítt með alla skynsemi. Gáfur eru gull. Þetta er glósa sem ég lærði endur fyrir löngu og hef alltaf efast um hversu gáfuleg er. Hver er annars munurinn á skynsemi og gáfum? Það mætti ef til vill bæta greind í púkkið. Besta skilgreiningin á því hvað grein sé sem ég hef heyrt er að hún sé eitthvað sem greindarpróf mæli. Lýsir henni fremur lítið og á sama hátt held ég að snúið sé að lýsa gáfum og skynsemi.

Nú er sjónvarpið byrjað að kynna kosningarnar sem standa fyrir dyrum. Birti myndir af Hveragerði í tilefni kosninganna á Selfossi. Það mest spennandi við komandi kosningar er hvernig Jóni Gnarr reiðir af. Jú, hrunflokkarnir munu fá fyrir ferðina einu sinni enn, en samt ekki svo afgerandi að þeir muni breytast. Áfram verður vælt og skælt um það að ekki megi persónugera ósköpin eða dæma menn nema með illa skipuðum dómstólum. Auðvitað vilja hrunvaldarnir eiga fleiri líf eins og söngvarinn Arnalds sem nú er orðinn endurreistur og fínn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband