994 - Skýrslan með stórum staf

Afsakanir þeirra sem í raun styðja aðgerðarleysi gagnvart þeim sem stolið hafa frá okkur eru mun ótrúverðugri eftir útkomu Skýrslunnar. Já, ég hef nafn hennar með stórum staf og held að enginn velkist í vafa um hvaða skýrslu ég á við. Það er samt leiðigjarnt að vera sífellt að klifa á þessu og að hinir og þessir ættu að segja af sér. 

Þeir sem sakna innst inni þess siðferðis sem hér ríkti meðan bankarnir og útrásarvíkingarnir voru að soga til sín eigur okkar fara jafnan að tala um hvað núverandi ríkisstjórn sé ómöguleg ef orði er hallað á þau stjórnvöld sem leyfðu það sem hér tíðkaðist.

Ef litið er á það sem gerst hefur hér á landi eftir hrunið er undarlegast að einhverjir hafi kosið hrunflokkana í síðustu kosningum. Kannski hefur fólk verið of dofið til að skynja ástæður hrunsins. Ætli næstu kosningar verði ekki þær sem straumhvörfum valda í stjórnmálasögu landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rétt fyrir birtingu skýrslunnar, hitti ég unga konu, vel menntaða, sem sagði með stolti;  "Hann er eini maðurinn í ættinni minni sem er ekki Sjálfstæðismaður...... við erum öll Sjálfstæðismenn" !

Ég missti andlitið. 

Það skaðar engann að halda með fótboltaliði en Íslendingar ættu að íhuga þann skaða sem þeir geta valdið öðru fólki, haldi þeir með FLOKKUM...... sama hvað flokkarnir gera - og gera ekki.

Anna Einarsdóttir, 18.4.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Anna.

Já, þetta með trúarbrögðin og flokkana!! Einu sinni var sagt frá konu (Húsmóður úr Vesturbænum) sem var með öllu ópólitísk. Svo ópólitísk að hún kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn.

Sæmundur Bjarnason, 18.4.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband