995 - Gos

Ég spögúlera sennilega meira í bloggi og þessháttar en mér er hollt. Finnst meira gaman að spekulera í slíku en gosi. Nema þá helst Pepsi Max - Haha, þessi var þunnur. En hvað um það, nú er ég semsagt að spögúlera í því hvort Grefillinn sjálfur eða Guðbergur Ísleifsson sem bloggar af sem mestum krafti á Moggablogginu sé sami maðurinn og Bergur sá Ísleifsson sem farinn er að blogga á Eyjunni. Hann er þá næstum því eins afkastamikill og Ómar Ragnarsson og er þá langt til jafnað.

Jæja, þá er ég búinn að skrá mig á Facebook. Gerði ekkert meira. Jú, sendi mynd af mér og upplýsingar um fæðingardag og þess háttar. Facebook hélt því reyndar fram að ég væri skráður, en ég bað um nýtt password. Kannski hef ég skráð mig fyrir mörgum árum því nafn mitt var tengt netfanginu mínu. Þegar ég fer inná Fésbókarsíðuna stendur meðal annars hver er vinnuveitandi minn. Það er svosem ekkert leyndarmál en ég man alls ekki eftir að hafa gefið fésbókinni upplýsingar um það. Eftir því að dæma eru keyrðar þarna saman upplýsingar.

Hugleiðingar um gosið og truflanir á flugi sem af því leiða eru að taka við af hrun-hugleiðingum á blogginu. Hvorttvegga er að verða jafnleiðinlegt. Gaman samt að skoða vefmyndavélarnar sem beint er að gosinu. Skoða oft vélarnar þrjár sem mila.is sér um og líka vélarnar tvær hjá vodafone.is. Vodafone vélarnar gefa mjög skýrar og góðar myndir. Verst hvað skyggnið er oft lélegt á þessum slóðum. Einhver sagði að fréttir frá þessu gosi á sjónvarpsstöðvunum væru aðallega myndir af fréttamönnum. Svolítið til í því. Þar er litla fræðslu að fá um gosið sjálft og ekki neina um landafræði svæðisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Spekúlera og afbökunin spökulera er hvort tveggja gefið í íslenskri orðabók, en þó hvort tveggja skrifað með k.

Kannski væri gott að hugleiða það.

Sigurður Hreiðar, 19.4.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður, mér finnst einhvernvegin að stafsetning á slettum skipti minna máli en önnur réttritun. Samt skiptir hún máli. Aðalmálið varðandi texta finnst mér vera að hann sé skýr og skiljanlegur.

Sæmundur Bjarnason, 19.4.2010 kl. 12:45

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það gýs nú líka þegar þú kemst upp í 1000. Ætla að finna þig í fj...ésbók.

Hrannar Baldursson, 19.4.2010 kl. 13:46

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Spakir spökulera af festu
spekingar um ká og gé
Skýra Sæma skiptir mestu
að skiljist það sem ritað sé

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.4.2010 kl. 14:40

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Spökúlera spegingar
og spýta miklu viti.
Þó valinkunnir vitringar
í vísnamálum striti.

Sæmundur Bjarnason, 19.4.2010 kl. 15:58

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En afhverju er þá ekki hægt að finna þig á feisbúkk?

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2010 kl. 18:42

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Búinn að finna þig!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2010 kl. 18:45

8 identicon

... ha ... já, já, nákvæmlega sami maðurinn ... heiti Guðbergur Ísleifsson fullu nafni en hef alltaf verið kallað Bergur af fjölskyldu og vinum. Þess vegna blogga ég undir því nafni á Eyjunni ... þeir eru mun fleiri sem þekkja mig sem Berg en Guðberg.

Hér á mbl.is ákvað ég að vera Grefill, man ekki út af hverju.

Er á Facebook undir bergur isleifsson, en nota þá síðu næstum eingöngu til að dreifa blogggreinum.

Annars nenni ég ekki að vera á Facebook. Hef nefnilega svo gaman af því að blogga!!!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 19.4.2010 kl. 19:48

9 identicon

... og búa til alls konar vitleysu!!!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 19.4.2010 kl. 20:04

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sendi þér vinabeiðni um hæl er mér bárust stórtíðindin :)

Brjánn Guðjónsson, 19.4.2010 kl. 20:32

11 Smámynd: Kama Sutra

Fínt að fá Grefilinn hingað.  Hann lífgar upp á þetta annars steindauða Moggablogg.

Kama Sutra, 19.4.2010 kl. 21:01

12 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sammála síðasta ræðumanni... Grefillinn er húmoristi dagsins... Lífgar uppá tilveruna...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.4.2010 kl. 22:16

13 Smámynd: Kama Sutra

Hérna er t.d. skemmtilegt sýnishorn af blogginu hans Grefils.

Kama Sutra, 19.4.2010 kl. 23:04

14 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Ólafur og þið hin. Alveg sammála um það að Grefillinn lífgar uppá tilveruna. Skemmtilegar hugmyndir hjá honum.

Sæmundur Bjarnason, 20.4.2010 kl. 06:59

15 identicon

Þakka hlý orð í minn garð. Gaman að vita til þess að fleiri hafi gaman af bullinu í mér en ég

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 20.4.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband