901 - Einu sinni átti ég hest

Og ţađ var sko enginn venjulegur hestur heldur hjólhestur. Og ekki einu sinni neinn venjulegur hjólhestur heldur hét hann Royal og var ţess vegna konunglegur eins og búđingurinn frćgi.

Jćja, ekki er ađ orđlengja ţađ ađ hjólhesturinn minn var svartur. Hrafnsvartur meira ađ segja. Ţetta var ekki nein Möve-drusla eins og Atli hreppstjóra átti. Dekkjastćrđin var hvorki meira né minna en tuttugu og átta sinnum einn og hálfur. Ekki neitt tuttugu og sex sinnum einn og ţrír fjórđu eđa eitthvađ svoleiđis.

Man ađ hjólhesturinn minn kom úr bćnum ađ kvöldi dags sextánda júní. Af hverju man ég ţađ svona vel? Nú vegna ţess ađ sautjándi júni var daginn eftir. En viđ komum nánar ađ ţví bráđum.

Annađ hvort kom hjólhesturinn minn međ Gardínu-Palla eđa Stjána í Saurbć. Pabbi hafđi keypt ţennan dýrgrip handa mér í Fálkanum (eđa var ţađ í Erninum) daginn áđur og ég gat smávegis prófađ hann kvöldiđ sem hann komst í mínar hendur.

Auđvitađ kunni ég ađ hjóla, ţví ađ öll höfđum viđ systkinin lćrt ađ hjóla á hjólinu hennar Sigrúnar. Ţađ kom sér vel ađ ţađ var kvenhjól ţví annars hefđum viđ ţurft ađ hjóla „undir stöng" sem var ekki einfalt fyrir óinnvígđa.

Jćja, ţarna var ég semsagt međ minn splukunýja hjólhest ađ kvöldi til hinn sextánda júní einhvern tíma nálćgt miđri tuttugustu öldinni.

Nú var illt í efni. Ég hafđi nefnilega nokkru áđur látiđ fallerast og fariđ í skátana eins og nú er sagt. Ţađ er ekki alveg ţađ sama og ađ fara í hundana en í ţessu tilfelli svipađ.

Svo mikill hörgull var á strákum í mínu númeri í Skátafélagi Hveragerđis á ţessum tíma ađ ég hafđi veriđ dubbađur upp í ađ vera fánaberi í skrúđgöngunni á sautjánda júní. Til ađ geta sinnt ţví embćtti ţurfti ég ađ mćta snemma og ţramma fram og aftur án ţess ađ geta hjólađ nokkuđ. Ţađ var erfitt en hafđist ţó.

Ég man auđvitađ ekkert eftir skrúđgöngunni eđa skemmtiatriđunum á sautjánda júní skemmtuninni ađ ţessu sinni. Kannski var skemmtunin haldin uppi í Laugaskarđi eins og seinna tíđkađist og ţar var vinsćlt ađ slást međ koddum eđa einhverju ţessháttar á tréspýtu sem sett var ţvert yfir laugina.

Kannski var skemmtunin á barnaskólatúninu eđa á hótelinu ég veit ţađ bara ekki. Líka tíđkađist víst á sautjándanum ađ giftir og ógiftir kepptu í fótbolta. Ţar keppti ég einhverntíma međ ógiftum en aldrei međ giftum.

Loksins lauk ţó sautjandajúni skemmtuninni ađ ţessu sinni og ég komst á hjólhestinn minn fína og svarta og hjólađi af hjartans lyst um allt. Sjálfsagt var ţađ ekki í ţetta sinn, en á ţessum hjólhesti tókst mér einu sinni ađ hjóla án ţess ađ snerta stýriđ međ höndunum nćstum eftir endilangri Heiđmörkinni, eđa allt frá bakaríinu og niđurundir Árnýjarhús. Svona var ég flinkur ţá.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki man ég eftir Royal hjólum. Hinsvegar átti ég Raleigh hjól sem fékkst í Fálkanum. Mörgum árum seinna keypti ég mér DBS hjól í Noregi, ţađ var međ 3 gírum og ţótti bera af öđrum merkjum. Núna eru allir á ţessum fjallahjólum sem eru allt öđru vísi hönnuđ, henta ekki til ađ hjóla sér til skemmtunar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.12.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Kama Sutra

Fyrst veriđ er ađ minnast á karl- og kvenhjól hérna - hver var/er tilgangurinn međ stönginni á karlhjólunum?  Ađ hengja karldjásnin á?...

Ég hef aldrei skiliđ ţörfina fyrir ţennan mun á hjólunum.

Kama Sutra, 20.12.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Kama Sutra, ég hef alltaf taliđ ađ ţetta međ stöngina hefđi međ pils ađ gera án ţess ţó ađ ég hafi velt ţví sérstaklega fyrir mér. Ţetta međ "karldjásnin" hjá ţér held ég ađ sé örugglega ekki rétt.

Sćmundur Bjarnason, 20.12.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Stoltur á hjóli međ stöng,
stuttur en Heiđmörkin löng,
í jóreyk á sautjánda júní,
og jafnvćgi göngunni bún'í.

Ţorsteinn Briem, 20.12.2009 kl. 09:03

5 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, stoltur var ţá strákurinn
og stöngin oft til reiđu.
Ef menn vildu átök stinn
yfir strćtin breiđu.

Sćmundur Bjarnason, 20.12.2009 kl. 14:13

6 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 20.12.2009 kl. 17:11

7 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Svona upprifjanir eru mér ađ geđi. Var einmitt í kvöld -- í samtali manna á milli -- ađ rifja upp frumraunir mínar á reiđhjóli sem er önnur saga og kannski blogga ég hana einhvern tíma.

En -- ţetta međ stöngina -- var hún ekki til ađ reiđa á? Ţađ voru vandrćđi međ kvenhjólin -- sem ég ţekkti mćtavel enda yngstur í systkinahópnum og hiđ eina međ karldjásn -- ađ ţađ var ómögulegt ađ reiđa á ţeim. Nema á bögglaberanum sem var hreint ekki eins ţćgilegt fyrir ţann sem hjólađi. En ég uppgötvarđi snemma ađ stöngin var ágćt til ađ reiđa á mjólkurbrúsa og man eftir ađ komin voru för í stöngina á tveimur stöđum ţar sem brúsabrúnirnar mćddu á henni.

Ég átti aldrei nýtt hjól sem strákur. Alltaf eitthvađ sem ég hafđi veriđ arfleiddur ađ, stundum gott verkfćri, stundum lakara. Oft litu ţau druslulega út hjá mér og vantađi ýmislegt á ţau sosum bretti og ţess háttar, en lengst af mátti dugast viđ ţau til brúks og leiks.

Ţađ var ekki fyrr en fyrir sosum tíu árum ađ ég eignađist nýtt hjól. Tegundina veit ég ekki en Atlantis stendur fagurlega letrađ á ţađ á einum eđa tveimur stöđum og ţađ en međ sjö gíra innbyggđa. Góđur gripur en satt ađ segja ekkert rosalega mikiđ notađur. Og stöngin alveg ómarin.

Sigurđur Hreiđar, 20.12.2009 kl. 22:19

8 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Sigurđur, ég held ađ stöngin hafi ađallega haft tvennan tilgang. Upplagt ađ reiđa á henni. Óstöđugleiki farartćkisins jókst mikiđ ef reitt var á bögglabera. Líklega var "stelliđ" líka sterkara međ ţessu móti. Kvenhjólin held á ađ hafi ađallega veriđ höfđ stangarlaus til ađ hćgt vćri ađ hjóla í pilsi og svo var náttúrulega miklu betra ađ lćra á ţeim.

Sćmundur Bjarnason, 20.12.2009 kl. 23:19

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eftir túrinn yfirleitt
af ánćgju hún hló og söng
Ég hef hundrađ sinnum reitt
ţá hringaná á minni stöng

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.12.2009 kl. 23:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband