747 - Reiðin

Margir merkir biskupar hafa setið í Skálholti. Meðal þeirra er Jón Þorkelsson Vídalín (1666 -1720). Hann er frægastur fyrir postillu sína eða húslestrarbók sem út kom að honum látnum. Hann varð biskup árið 1697. 

Vídalínspostilla er með merkustu ritum sem skrifuð hafa verið á íslensku. Hún var mikið lesin í næstum tvær aldir og endurprentuð hvað eftir annað. Áhrif hennar á íslenska menningu eru mikil.

Einn frægasti lesturinn í Vídalínspostillu er reiðilesturinn. Hann skal lesa á sunnudegi þeim sem lendir á milli Nýjársdags og Þrettándans.

Ég hef heyrt þennan lestur og hann er óhemjukröftugur. Þar líkir Jón reiðinni við spilverk djöfulsins. Hún gerir menn sturlaða. Reiður maður er vitlaus. Án alls vits. Hún nagar menn innan og eyðileggur þá. Gerir þá hamstola og vitfirrta.

Því minnist ég á þetta að reiði og sárindi sitja svo í mönnum eftir bankahrunið hér á landi á síðasta ári að sálarlífi þeirra er hætta búin. Ekki er þó auðvelt að fyrirgefa þeim sem hruninu ollu en nauðsynlegt samt.

Á margan hátt getum við sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Afar fáir leituðu gegn straumnum. Ríkisvaldið sjálft brást þó það ætti að vera okkar öruggasta haldreipi. Einstaklingsfrelsið, gróðinn  og skemmtunin voru allsráðandi. Samhyggja, meðlíðan og hugsjónir voru hlægilega gamaldags.

Hið nýja Ísland verður því aðeins skapað að allt verði hugsað uppá nýtt og áhersla lögð á það sem sameinar en ekki það sem sundrar.  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hinn uppstökki Andrés önd á sér ekki viðreisnar von. Réttlát reiði knýr hann áfram og blossar upp við minnsta tilefni. Við hin, sem fylgjumst með, erum hins vegar þakklát fyrir að hann hefur aldrei verið sendur á reiðistjórnunarnámskeið.

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: nicejerk

Flott innlegg

nicejerk, 19.7.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Steini og nicejerk.
Teiknimyndafígúrur sýna oft viðbrögð sem menn þekkja. Fleiri verða reiðir en við Íslendingar. Ég er nú meira að tala um reiði margra útaf því sama. Áhrifin á heildina geta orðið slæm þó hver einstakur finni ekki mikið fyrir því. Á endanum getur þetta allt saman samt orðið til góðs. 

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Elle_

Nei, ríkisvaldið var ekkert haldreipi og bara ekkert reipi yfirleitt.  Og ég vil ekki fyrirgefa. -_-  Og ég er sammála að við erum reið, -_-

Elle_, 19.7.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reiði Íslendinga getur aldrei orðið mikil vegna þess að við erum svo fáir.

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 22:22

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini, hvernig er mikil reiði mæld? - Bara að fíflast

EE elle: Við þurfum eitthvert haldreipi.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2009 kl. 22:56

7 Smámynd: Elle_

Ha, ha, ha. -_-  Við erum líka svo fá að skuldir okkar geta aldrei orðið miklar. 

Elle_, 19.7.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Elle_

Sæmundur, svarið þitt kom eftir að ég póstaði mitt síðasta.  Já, ég veit.  En hvar er þetta blessaðað reipi?  Enn er vaðið yfir fólkið.

Elle_, 19.7.2009 kl. 23:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver og einn getur orðið reiður upp að ákveðnu marki, sem er þá 100% reiði. Þannig geta Íslendingar, hver og einn, ekki orðið reiðari en til dæmis Hollendingar og Bretar, sem eru mun fleiri en Íslendingar.

Reiði allra Íslendinga til samans er því mun minni en reiði allra Hollendinga og Breta, jafnvel þótt allir Íslendingar séu 100% reiðir en Bretar og Hollendingar að meðaltali einungis 25% reiðir.

Það segir sig sjálft.

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 23:14

10 identicon

"Hið nýja Ísland verður því aðeins skapað að allt verði hugsað uppá nýtt og áhersla lögð á það sem sameinar en ekki það sem sundrar.  "

...og að útrásarvíkingarnir verði hengdir á Austurvelli og fjölskyldum þeirra gert að horfa á og klappa.

Ar 19.7.2009 kl. 23:45

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll!
Þetta er að verða svolítið fyndið. Þetta með reiði Hollendinga og Breta er merkilegt. Hvað ef þeir eru bara að meðaltali 1% reiðir. Ég held að þetta sé ekki eingöngu reikningsdæmi.
Ar - hve margir eru útrásarvíkingarnir og komast þeir örugglega fyrir á Austurvelli? (með áhorfendum auðvitað)

Sæmundur Bjarnason, 20.7.2009 kl. 00:03

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Reiðikenning þín Steini minnir mig á myrkurkenninguna. Sé ljós aukið upp úr öllu valdi (100%) verður það að myrkri. Síðan má auðvitað kveikja ljós í myrkrinu!!

Sæmundur Bjarnason, 20.7.2009 kl. 00:21

13 Smámynd: Kama Sutra

Hér er stuðið - og allir í reiðum fíling.  

Kama Sutra, 20.7.2009 kl. 01:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef 100% reiði er á við ljós frá 100 kertum er 100% reiði allra Íslendinga á við 30 milljónir kerta, en einungis 1% reiði allra Breta gæfi frá sér tvöfalt meira ljósmagn, 60 milljónir kerta.

Hins vegar eru Bretar mun reiðari en svo að meðaltali að þeir haldi bara á einu kerti hver og einn og því eru þeir alltaf mun reiðari en Íslendingar þegar á heildina er litið.

Þannig er það nú í pottinn búið.

Þorsteinn Briem, 20.7.2009 kl. 04:00

15 Smámynd: Kama Sutra

Til að ná upp reiðikvótanum verðum við Íslendingar aldeilis að fara að herða okkur og halda á minnst 20 kertum í hvorri hendi...

 

Kama Sutra, 20.7.2009 kl. 04:26

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kama Sutra:

Hér er ekkert öryggi,
lengi verið
rafmagnslaust,
og kviknar ekki
á perunni,
enda þótt
ég hamist
í slökkvaranum,
en ég get boðið
þér kertaljós.

Þorsteinn Briem, 20.7.2009 kl. 13:27

17 Smámynd: Kama Sutra

  Þetta fer að verða rómantískt hérna.  Allt baðað í kertaljósi, huggulegheitum og svona...

Og skemmtilegir strákar! 

Kama Sutra, 20.7.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband