746- Nú er ESB að baki. Næst þarf að losna við Icesave

Því skyldi ég vera að fjargviðrast útaf smámálum eins og ESB og Icesave á mínu bloggi. Margt annað er miklu skemmtilegra. 

Að það skuli vera sjónvarpsfrétt að steypa sé keyrð í hjólbörum finnst mér fyndið. Steypuhrærivél sem knúin var fótafli (ekki handafli) manna sá ég eitt sinn í fullri fúnksjón við Mývatn og þótti merkileg. Svo merkileg að ég tók mynd af henni en get því miður ekki fundið myndina núna. Steypuhrærivélar knúnar hestafli voru ekki sérlega merkilegar áður fyrr.

Ef ekki var verið að steypa þeim mun meira var steypa oftast hrærð í höndunum áður fyrr. Oft hef ég unnið við slíkt.

Ég hef sjaldan orðið jafn undrandi og síðastliðið miðvikudagskvöld. Þá horfði ég á sjónvarpsviðtal við Þór Saari þar sem hann sagði blygðunarlaust að atkvæði þeirra þremenninga hjá Borgarahreyfingunni væru til sölu og þau væru tilleiðanleg til að hætta við að svíkja áður gefin heit ef þeim væri borgað nógu mikið fyrir. Þarna var hann væntanlega að tala fyrir hönd þeirra Margrétar Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur auk sín. Það er alveg öruggt að ég kýs ekki Þór Saari oftar til að fara með mín mál á Alþingi og mun reyna að forða þjóðinni frá frekari afskiptum hans af stjórnmálum.

Hrossakaup og allskyns óáran hefur lengi viðgengist í íslenskum stjórnmálum en að þingmaður auglýsi í sjónvarpinu atkvæði sitt til sölu er nýjung sem ég kann ekki að meta.

Ég er ekkert dagblað og þarf því ekki að segja skoðun mína á gærdeginum (fimmtudeginum 16. júlí ) Ánægjulegt er þó deilunum um umsókn að ESB skuli vera lokið í bili. Nú fyrst geta raunverulegar deilur um þetta mál hafist. Hingað til hafa menn einkum verið að deila um formsatriði. Andstæðingar ESB-aðildar segjast vissir um að mikill meirihluti landsmanna sé á móti ESB-aðild. Ég er ekki viss um að svo sé. Skoðanakannanir hafa hingað til einkum snúist um framkvæmd málsins en ekki eðli þess. Allmargir hafa myndað sér skoðun á málinu sem vel gæti þó orðið önnur ef niðurstaða viðræðna gefur tilefni til þess.

Þegar að því kemur að greiða atkvæði um samning sem ESB og samninganefnd Íslands væntanlega leggja fyrir þjóðina getur vel komið til greina fyrir andstæðinga aðildar að veifa landráðaspjaldinu sem þeir hafa reyndar ofnotað undanfarið.

Og nokkrar myndir:

IMG 3489Sólblóm.

IMG 3490Sól og blíða í grasagarðinum.

IMG 3500Blóm eitt fagurt.

IMG 3511Íslensk blóm og íslenskir steinar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk...sammála!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Anna.
Sammála um hvað, annars?

Sæmundur Bjarnason, 18.7.2009 kl. 01:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er líka sammála.

Flottar myndir hjá þér að vanda.

Þorsteinn Briem, 18.7.2009 kl. 10:53

4 Smámynd: Kama Sutra

Sammála hérna líka. 

Kama Sutra, 18.7.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Elle_

Ég er sammála að þú sért ekkert dagblað og líka að steypa sé keyrð í hjólbörum.

Elle_, 18.7.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hmm.
Þessar athugasemdir eru að verða svolítið kryptískar. Takk samt.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2009 kl. 00:02

7 Smámynd: Elle_

Og þó í alvöru þurfum við að losna við Icesave.  Nú þarf að fara með þann ógeðslega reikning í stefnu heim til Björgólfanna.

Elle_, 19.7.2009 kl. 00:02

8 Smámynd: Kama Sutra

Sorrý Sæmundur.  Það er engin sérstök meining á bak við mína athugasemd - annað en fíflaskapur á laugardagskvöldi...

Kama Sutra, 19.7.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband