742- Gamli skátaskálinn í Reykjadal

hv30
hv31

Ţessar myndir eru af skálanum sem eitt sinn stóđ í Klambragili innst í Reykjadal og eru teknar skömmu eftir 1970 af Sigurbirni Bjarnasyni í Hveragerđi.

Fyrri myndin er innan úr Klambragilinu og öllu skýrari. Sú mynd er tekin nokkurn vegin af ţeim stađ ţar sem hverinn var sem notađur var til ađ hita skálann upp. Venjulega ţurfti ađ byrja á ţví ađ koma hitanum í gagniđ ţegar komiđ var í skálann og gekk ţađ misjafnlega.

Seinni myndin er tekin úr norđurátt og er eins og skálinn blasti yfirleitt viđ okkur ţegar viđ komum uppeftir úr Hveragerđi. Dyrnar inn í skálann eru semsagt í norđausturhorni hans. Birtan sýnir ađ báđar myndirnar eru teknar fyrri hluta dags.

Skálinn mun hafa veriđ reistur um 1950 af Ungmennafélagi Ölfusinga sem ţá starfađi í Hveragerđi og nágrenni. Efniđ í skálann var flutt međ bílum ađ sunnanverđu fram á brúnina innst í Klambragilinu og boriđ ţađan á byggingarstađ en ekki flutt upp Reykjadalinn eins og sumum kynni ađ finnast eđlilegast. Bílar hafa aldrei í Reykjadalinn komiđ mér vitanlega. Skátarnir í Hveragerđi notuđu ţennan skála talsvert međ leyfi Ungmennafélagsins.

Skálinn fauk og eyđilagđist einhverntíma fyrir 1990. Ţá hafđi hann veriđ í nokkurri niđurníđslu um tíma og í raun var aldrei ađ fullu lokiđ viđ hann. Nokkru fyrir áriđ 2000 höfđu björgunarsveitirnar í Hveragerđi og Vestmannaeyjum ákveđiđ ađ reisa nýjan og veglegan skála skammt frá ţeim stađ sem ţessi stóđ á. Nokkurt efni var flutt á stađinn og reknar niđur undirstöđur fyrir skálann.

Ekki varđ ţó úr framkvćmdum og fauk efniđ og flćktist um víđan völl. Nokkrum árum seinna vildi svo Orkuveita Reykjavíkur reisa skála í dalnum en Ölfushreppur vildi ekki leyfa ađ nema einn skáli vćri í ţar. Í samningaviđrćđum viđ áđurnefndar björgunarsveitir fékk Orkuveitan leyfi til ađ byggja skála gegn ţví ađ ţrífa til í dalnum. Sá skáli var talsvert uppi í hlíđinni í nokkurri fjarlćgđ frá heita lćknum og brann til kaldra kola fyrir skömmu.

Skátafélag Hveragerđis starfađi af nokkrum krafti um 1950. Félagsforingi var Guđmundur Ingvarsson. Ég tók ţátt í starfi félagsins og minnist ţess ađ í byrjun var ég í skátaflokki sem Grétar Unnsteinsson síđar skólastjóri Garđyrkjuskólans ađ Reykjum í Ölfusi stjórnađi. Fundir voru vikulega og Grétar las á hverjum fundi framhaldssöguna um frumskógadrenginn Rútsí. Um ţađ leyti sem ég hćtti í skátafélaginu var ég orđinn sveitarforingi ásamt ţeim Jóa á Grund og Atla Stefáns, en ţađ er önnur saga.

Útilegur voru talsvert stundađar af félaginu og gjarnan fariđ í skálann í Reykjadal. Vinsćlar voru nokkurra daga útilegur og ţá var legiđ viđ í skálanum og fariđ í gönguferđir um nágrenniđ. Í eitt skipti vorum viđ ţar um páskaleytiđ og fórum gangandi alla leiđ í einn eđa fleiri af skálum Reykjavíkurskáta viđ Skarđsmýrarfjall. Víđa var fariđ um nágrenniđ eins og til dćmis á Hrómundartind, Súlufell og ađ Kattartjörnum og Djáknapolli. Hengillinn var ekki fyrir alla en ég man eftir ađ hafa gengiđ á Skeggjann ásamt ţeim Skaftasonum Jósef og Jóhannesi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband