733 - Besti bloggarinn

Mér finnst ég í alvöru vera einn af bestu bloggurum landsins. Verst ađ öđrum skuli ekki finnast ţađ líka. Blogg-greinar mínar eru alltaf mátulega langar. Ég fréttablogga aldrei. Minnist alltaf á hćfilega mörg atriđi í mínum bloggum og tengi atriđin vel saman. Blogga daglega. Aldrei samt oft á dag. Númera bloggin mín.

Vanda skrifin alveg helling. Er nánast laus viđ prentvillur og málvillur. Segi bara ţađ sem ég get stađiđ viđ. Er á móti Icesave. Hvađ viljiđ ţiđ eiginlega hafa ţađ betra? Meira ađ segja Mogginn sjálfur er búinn ađ uppgötva hvílíkur snillingur ég er. Ég hef nú reyndar skrifađ betri frásagnir en músasöguna.

Prýđilegur íslenskumađur og tek mig öđru hvoru til og gagnrýni málfar annarra. Ekki mitt eigiđ. Ađrir verđa ađ sjá um ţađ. Svo er ég líka fyndinn stundum. Svei mér ţá.

Er fjölhćfur međ afbrigđum. Skákmađur góđur. Vísnasmiđur. Fjallgöngumađur. Útivistarséní. Og svo framvegis.

Ţađ er enginn leikur ađ blogga á hverjum degi. Og ţađ án ţess ađ segja nokkuđ merkilegt. Upplifi yfirleitt fátt í mínu daglega lífi. Menn treysta sér ekki einu sinni til ađ gagnrýna mig í kommentum. Sem sýnir bara hve snjall ég er.

Og myndirnar mínar. Ekki eru ţćr lakari. Hreinasta list. Passa mig á ađ fćkka pixlunum nógu mikiđ til ađ ekki taki ţví ađ stela ţeim. Kroppa ţćr svolítiđ og átokorrekta stundum en ekkert annađ. Stórfínar myndir.

Meira ađ segja naflaskođunarstíl eins og ţennan gćti ég tileinkađ mér.

Eiđur Guđnason fékk ţađ óţvegiđ ţegar hann ruglađi saman Einari Má og Einari Kárasyni. Aldrei hefđi ţađ hent mig. Ég ţekki ţá í sundur. Átti samt í ćsku í vandrćđum međ ađ átta mig á muninum á „innfćddur" og „einfćttur".

Dagný sú sem Guđni Ágústsson kallađi eitt sinn „framsóknargimbur" talađi um ađ vera í rétta liđinu (útrásarliđinu). Nú eru menn líklega ýmist í Icesave-liđinu eđa hinu. Annars á ég erfitt međ ađ skilja hugsunarhátt framsóknarmanna eftir ađ ţeir endurfćddust og kusu Sigmund Davíđ yfir sig.

Eitt sinn kom ég á hestamannamót á Hvítárbökkum skammt frá Ferjukoti. Ţegar ég kom ţangađ voru allir ađ pissa útum allt. Eftir stellingunum ađ dćma voru ţađ ađallega kallar. Man ekki eftir svona miklu pisseríi frá öđrum hestamannamótum.

Ingólf á Flesjustöđum hitti ég ţarna. Hann var međ tvo til reiđar og vildi endilega ađ ég riđi öđrum klárnum. Ég hafđi nú ekki oft komiđ á bak og var svolítiđ óklár á stýrigrćjunum. Ingólfur taldi ţetta lítiđ mál og sýndi mér hvernig stýra ćtti tryllitćkinu. Svo riđum viđ góđa stund fram og aftur um mótssvćđiđ. Ingólfur var svolítiđ í glasi og ţurfti nauđsynlega ađ versla í sjoppu sem ţarna var. Til ţess fór hann af baki en ég var kyrr á mínum reiđskjóta ţví ég var ekki viss um ađ ég kćmist á bak aftur ef ég hćtti mér niđur.

Ţegar Ingólfur var búinn ađ versla kom hann til baka og ćtlađi á bak hesti sínum í einu stökki án ţess ađ styđja sig viđ neitt. Hestinum brá viđ öskriđ, sem hann rak upp um leiđ og hann stökk, og flutti sig svolítiđ til hliđar, rétt nćgilega mikiđ til ţess ađ Ingólfur lenti í forarpolli viđ hliđ hestsins en ekki á baki hans.

Viđ ţetta reiddist Ingólfur og tók óţyrmilega í taum hestsins, dró hann ađ sér, steig í annađ ístađiđ og sveiflađi sér á bak međ látum. Ţá vildi ekki betur til en svo ađ sveiflan var einum of öflug svo hann fór yfir hestinn. Ţetta hefđi ég viljađ eiga á myndbandi.

Og svo fáeinar myndir:

IMG 3179Hús í Kópavogi. Sólsetriđ speglast í rúđunum.

IMG 3184Kattarhryggur á Holtavörđuheiđi. (eđa var ţađ í Norđurárdalnum?) Ţarna lá vegurinn í eina tíđ.

IMG 3185Ólafslundur skammt frá Blönduósi.

IMG 3190Ég sjálfur.

IMG 3196Hringleikahúsiđ mikla á Akureyri.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

takk fyrir mig :)

Óskar Ţorkelsson, 4.7.2009 kl. 00:41

2 identicon

Flottur, alveg eins og ég er ég.. ţá ert ţú ţú, án hvors annars erum "viđ" bara ÉG...og leiđinlegar myndir af... well...

DoctorE 4.7.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Svavar Alfređ Jónsson

Ţú ert langbestur. Takk!

Svavar Alfređ Jónsson, 4.7.2009 kl. 01:03

4 identicon

"Meira ađ segja Mogginn sjálfur er búinn ađ uppgötva hvílíkur snillingur ég er. Ég hef nú reyndar skrifađ betri frásagnir en músasöguna."

Ég er forvitin - ég missti af ţessu.  Hvar get ég séđ músasöguna?

Hestasagan er góđ!

Fyrrverandi Malína 4.7.2009 kl. 01:08

5 identicon

Ţú gleymdir a.m.k. einu í listanum yfir kostina.

Ţú ert öllum öđrum hógvćrari!

baldur mcqueen 4.7.2009 kl. 01:22

6 Smámynd: Eygló

Auđmjúkur, hógvćr og lítillátur.  Ţetta veit ég og ţess vegna ert ţú efstur á bloggvinalistanum mínum :)

Eygló, 4.7.2009 kl. 02:36

7 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Sko, Mogginn liggur á ţví lúalagi ađ nota blogg eđa brot úr ţeim til uppfyllingar. Fyrir einhverja tilviljun sá ég um daginn ađ brot úr bloggi frá mér (nr. 729 - Trúarjátning Skugga-Sveins) var birt í Mogganum. Ţar segir frá fagureygđri mús í Ólagslundi nćrri Blönduósi.

Sćmundur Bjarnason, 4.7.2009 kl. 03:21

8 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk öll. Mikiđ hef ég bloggađ undanfariđ. Ţađ sá ég áđan. Ţví meira sem ég skrifa ţví meira á ég óskrifađ. Eđa ţannig.

Sćmundur Bjarnason, 4.7.2009 kl. 05:19

9 Smámynd: Elle_

Nature Smilies

Elle_, 4.7.2009 kl. 07:39

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ţú ert frábćr bloggari. Ekki gleyma ađ ţú hefur í dágóđan tíma tölusett allar greinarnar ţínar. Ţađ er snilld í sjálfu sér. Ég hef reynt ţađ sjálfur, en yfirleitt gleymt mér eftir 2-3 greinar.

Hrannar Baldursson, 4.7.2009 kl. 10:12

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiđdal

Ég var ađ lesa blogg ţitt í fyrsta sinn. Stórgott og skemmtilegt, hógvćrđ og lítillćti skín í gegn.

Myndirnar skemmtilegar. Ég gerđi eitt sinn heimildamynd um sögu bílsins á Íslandi og náđi viđtölum viđ 20 gamla bílstjóra. Ţeir töluđu margir um Kattarhrygginn sem eftirminnlegan hluta leiđarinnar. Pabbi minn sagđi mér líka frá sinni reynslu. Vegurinn yfir hrygginn var svo mjór ađ ekkert mátti út af bregđa. Og ekki var hćgt ađ stíga út úr bílnum - ţá blasti bara áin viđ.

Hjálmtýr V Heiđdal, 4.7.2009 kl. 11:34

12 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, ég hef engan umbođsmann svo ég verđ bara ađ hrósa mér sjálfur. Vonandi samt ekki svo mikiđ ađ ég fćli ađra frá blogginu mínu. Mér finnst ótrúlegt hve margir rekast hingađ inn.

Takk fyrir athugasemdirnar. Hrannar: Bíđ eftir ađ ţú skrifir meira frá Noregi.
Hjálmtýr: Man ekki eftir ađ hafa fariđ sjálfur um Kattarhrygginn en ólíkt betra er ađ ferđast um vegina nútildags en áđur var.
Hilmar: Ekki hćđast ađ mér. Broskallinn bjargar samt.

Takk öll enn og aftur.

Sćmundur Bjarnason, 4.7.2009 kl. 13:54

13 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

auđmýkt, lítillćti og hógvćrđ

Brjánn Guđjónsson, 4.7.2009 kl. 20:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband