707- Jón Frímann og ritskoðunartilburðir Morgunblaðsins

Fjúkk. Ég er búinn að missa alla stjórn á kommentakerfinu mínu við færslu númer 704 en það er í lagi. Allir mega kommenta og ég hef ekki í hyggju að setja nein takmörk á það. Svarhalinn þarna lifir sínu eigin lífi og er orðinn óhæfilega langur. 

Jón Frímann sem iðinn hefur verið hér við komment um ESB-málið sýnist mér hafa lent í ritskoðunarhremmingum á Moggablogginu um síðustu áramót. Það gerði ég líka en var endurreistur. Með því að minnast hér á ritskoðun Moggabloggsins er ég kannski að kalla yfir mig annan eins svarhala og um daginn. Icesave-málið gæti þó bjargað mér frá því.

Þó ég vilji helst ekki blogga mikið um stjórnmál því það er svo margt skemmtilegra en þau þá sýnist mér Icesave-málið ætla að verða núverandi ríkisstjórn mjög erfitt og reynir nú verulega á stjórnarsamstarfið.

Einu sinni fór ég í gönguferð með Bjössa og Lísu frá Selvogi til Þorlákshafnar. Á miðri leið rákumst við á bílhræ sem virtist hafa dottið af himnum ofan. Það var úti í miðju hrauni og enginn vegur lá þangað. Meira að segja hundurinn hans Bjössa var steinhissa á þessu.

Sögumenn og skrásetjarar segja ekki alltaf endilega sannleikann. Þeir segja bara frá einhverjum aðburðum eins og þeir koma þeim fyrir sjónir. Sú sýn getur hæglega byggst á einhverjum misskilningi og hinn sagnfræðilegi sannleikur verið talsvert frábrugðinn. Samt er sjálfsagt að reyna að hafa fremur það sem sannara reynist eins og Ari fróði sagði forðum.

Það er engin sérstök ástæða fyrir að ég segi þetta. ESB-svarhalinn langi gefur mér þó tilefni til að halda að fjarri sé því að menn sjái sömu atburði eða sömu skjöl alltaf í sama ljósi. Sú aðferð að láta dómstóla skera úr um ágreining manna er góð og svipuð aðferð þyrfti að vera til varðandi ágreining þjóða.

En nú er ég farinn að nálgast hugleiðingar um Icesave, ESB og allt sem því tengist svo best er að hætta.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvað ertu lengi að rölta frá Selvogi til Þorlákshafnar?  Fjóra klukkutíma eða svo?

Axel Þór Kolbeinsson, 6.6.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Jack Daniel's

Held Sæmi minn, að Jón Frímann hafi nú ekki farið með mesta bullið þarna í umræðunni.  Hann hefur veriið iðinn við að benda á staðreyndir og vísa í vefsíður máli sínu til stuðnings meðan Jón Valur og hans hyski hefur hreinlega bullað út um rassgatið á sér.

Hins vegar hef ég nú búið í ESB landi í hátt í 2 ár og það er margt sem er gott við það en það eru líka slæmir hlutir innan um.
Sem dæmi er í allri atvinnustarfsemi í dag gífurlegt skrifræði sem var ekki fyrir inngöngu Dana í ESB.  Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa þurft að bæta við sig gífurlegum tíma í skýrsluútfyllinar og geri þeir einhverjar breytingar á vinnufyrirkomulagi eða starfsmannahaldi kostar það margra tíma vinnu við skrifræði.  Skipti starfsmaður um banka eða útibú er það kapítuli út af fyrir sig.

Danir eiga nú í vök að verjast vegna innflutnings á svínakjöti og kjúklingum frá öðrum löndum og hefur innlend framleiðsla dregist saman um nærri 15% síðastliðið eitt og hálft ár og fjöldi fólks misst vinnuna þess vegna.  Neysla Dana á þessum kjötvörum hefur hins vegar nánast ekkert minnkað á sama tíma.

Fleira mætti sjálfsagt nefna til af neikvæðum þáttum en ég ætla ekki að gera það hér og nú.

Jack Daniel's, 6.6.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo ímynda sumir sér, að svínakjöts- og kjúklingaframeiðsla hér á landi yrði ekki rúíneruð við það að innlima landið í Evrópubandalagið! – og gleymum ekki eggjunum.

Hrafnkell Jack er kannski að reyna að sýna einhver sérstök stílbrögð hér, þegar hann minnist á mig og fleiri fullveldissinna. I'm not particularly impressed.

Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Axel Þór: Ég man ekki hvað ég var lengi þarna á milli en þetta er ágæt aðferð ef maður er í smáhóp sem hefur yfir tveimur bílum að ráða. Sé maður einn þarf maður helst að fara í hringi eða láta sækja sig. Fór eitt sinn einsamall yfir Leggjabrjót milli Hvalfjarðarbotns og Þingvalla. Það var eftirminnilegt.

Sæmundur Bjarnason, 6.6.2009 kl. 15:56

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hætti því miður öllu rölti eftir að ég flutti á flatlendið hér á suðurlandi, en hafði gaman af því austur á fjörðum að skrölta upp og niður fjöllin á milli fjarðanna.

Eitt sumarið rölti ég nokkrum sinnum í viku hverri upp á fjall til þess að ná í hellusteina.  Sjálfsagt hef ég borið hátt í tonn þaðan niður.

Maður verður að fara að gefa sér tíma til að fara í göngur aftur.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.6.2009 kl. 16:15

6 Smámynd: Jack Daniel's

Jón Valur.  Eg dró þig inn í þetta þar sem þú hefur ekki komið með skítti máli þínu til stuðnings ólíkt því sem Jón gerir í sínum málflutningi.  Hef ekkert álit á þér sem pistlahöfundi og bullið sem kemur frá þér oft á tíðum er með ólíkindum.  Ritskoðun þín og bannfæring á þeim sem fylgja þér ekki að máli er margsönnuð og mín sannfæring er sú eins og allra sem ritskoða með  þeim formerkjum sem þú gerir, er að þú getur ekki svarað þeim.  Aumingjaskapur að mínu mati og ekkert annað.

Jack Daniel's, 6.6.2009 kl. 17:47

7 identicon

Er annar langur svarhali í uppsiglingu hérna?!

Malína 6.6.2009 kl. 20:02

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hrafnkell Jack Daníelsson, alias Jack Daniel's, ekki er þetta nú stórmannlegt innlegg af þinni hálfu, og orðfæri þitt virðist ekki á neinum batavegi. T.d. er ég ekki viss um, að málfræðingar meti mikils nýyrði þitt "skítti", og ekki fær það fagurfræðiverðlaun ársins, svo mikið er víst.

"Ritskoðun" talarðu um hjá mér, en marga bloggara gæti ég talið upp sem setja á vefsíðum sínum skilyrði um háttvísi í innleggjum manna, og það er alls ekki óalgengt, að þeim skilyrðum sé fylgt eftir í verki. Að ég bæti við banni á guðlasti á síðum mínum (bæði lesenda minna og eigin guðrækni vegna) fer auðvitað í taugarnar á þeim, sem hafa djúpstæða þrá til slíks, hvað þá heldur á þeim sem vegna ítrekaðar ófyrirleitni af þessu tagi hafa lent í banni á síðu minni – og ekki sízt af því að ég vil hlífa lesendum mínum við frekari óþverrasendingum af því tagi hvenær sem er sólarhrings á vefslóðum mínum.

Enginn ritstjóri með sjálfsvirðingu tekur til birtingar hvaða óþverra sem er, en þeir verða ekki þess vegna kallaðir "ritskoðarar" í niðrandi merkingu.

Svo er þessi fullyrðing þín, að ég geti ekki svarað mínum andmælendum og að það sé "aumingjaskapur" í fari mínu, harla léttvæg orð tapsárs manns, orð sem afsannazt hafa rækilega á vefsíðum mínum, enda veit ég um fáa sem hafa skylmzt jafnmikið í orðum og rökfærslum við bæði eiginleg mótrök og slappar rökleysur á Moggablogginu eins og undirritaðan.

Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér lýgur Jón Frímann enn einu sinni og það með miklu stórkarlalegri hætti en að það fari þessum unga manni vel: "Jón Valur, ritskoðunartilhneiging þín er svo mikil að þú hefur eingöngu opið fyrir athugasemdir þegar þú ert vakandi." – Þetta eru raknar lygar, eins og allir geta sannfært sig um af staðreyndum mála. Það sama á við um þessa fullyrðingu hans: " skoðanaskipti við þig eru ómöguleg á þínum eigin bloggvef," – þetta vita gestir vefsíðu minnar bezt, að er af sama lygataginu.

Jón Valur Jensson, 6.6.2009 kl. 23:04

10 identicon

"I'll defend to the death your right to say it."

Getur verið að manni leyfist að láta allt flakka?

EE elle 7.6.2009 kl. 00:47

11 Smámynd: Jack Daniel's

Jón Valur!  Skítti er gamallt gilt íslendskt orð sem hefur að mestu leyti fallið í gleymsku og þýðir í raun að um einskisverðan hlut sé að ræða eða algera markleysu í máli manna, sem sé rakalaust bull.
Þú mátt mín vegna kalla skrif mín marklaust bull en það hefur æ ofan í æ verið rekið öfugt ofan í þig þessi svokölluðu rök þín og hefur Jón Frímann verið duglegur við það enda kynnt sér málin gaumgæfilega og aflað sér upplýsinga á vefnum þess efnis, annað en þú sem vitnar nánast eingöngu í skrif annara ESB andstæðinga í stað þess að kynna þér málin af eigin raun.

Ég bý sjálfur í ESB landi og verð að segja að það eru mikið fleiri kostir við ESB en ókostir.  Gangi ísland ekki í evrópusambandið verður það fljótlega einnangrað félagslega, efnahagslega og allur innflutningur á neysluvörum á eftir að rjúka upp í verði auk þess sem allur útflutningur kemur til með að verða ofurtollaður.

En það er svo spurning hvort ísland sé ekki hreinlega betur sett með því að selja sig Bandaríkjamönnum og gangast undir fána þess og stjórnarskrá og verða eitt af fylkjum þess eins og manni sýnist vera heitasta ósk sumra sjálfstæðismanna og ESB andstæðinga.

Það er staðreynd sem verður ekki haggað, að ísland getur aldrei staðið eitt og óstutt í gegnum þær hremmingar sem það hefur orðið fyrir á undanförnum misserum og í raun bara tímaspursmál hvenær fólk hættir að hugsa í þessum málum eins og ómerkilegan fótboltaleik sé að ræða þar sem það í ótrúlegri heimsku sinni fylgir sínu liðið í gegnum lygar, blekkingar og tóman fávitagang og skoðar óhlutdrægt kosti þá og galla sem fylgja sambandsaðild.

Meðan fólk getur ekki hugsað sjálfstætt í þessum málum og heldur að þetta sé einhver knattspyrnuleikur, er það í raun algerlega ómarktækt í umræðunni.

Jack Daniel's, 7.6.2009 kl. 09:45

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frekleg alhæfingar-fullyrðing Jóns Frímanns: "þú hefur eingöngu opið fyrir athugasemdir þegar þú ert vakandi," sannast ekki með einu dæmi. Ég hef skrifað hundruð vefgreina á Moggabloggið og kannski lokað á umræðu yfir nótt í fimm til tíu tilvikum, vart nema í 1% tilfella og þá einungis þegar afar hart hefur verið að mér sótt af andstæðingum lífsréttar hinna ófæddu eða í öðrum heitum málum, þar sem mjög kjaftforir menn hafa vomað yfir mér, en samt opnað aftur á þær umræður að morgni. Mjög langt er nú síðan ég lokai þannig á umræðu yfir nótt, það hefur sennilega ekki átt sér stað á þessu ári.

Að endingu: Alhæfingu "sannar" JFr ekki með fáeinum dæmum, þá er eitthvað verulega brogað við sjálfshælni hans um meinta rökhyggju sína.

Ég hef ekki tíma til að lesa einu sinni þetta frá Jack þessum, nema hvað ég sé, að hann undir sér þar vel í þeirri ósjálfstæðishugsun, sem var ekki hugsun okkar Íslendinga í margfalt meiri fátækt árið 1918 (eða: í fátækt, en nú erum við vellrík), og væri nær, að menn reyni að standa í lappirnar sem menn.

Jón Valur Jensson, 7.6.2009 kl. 14:11

13 identicon

Jón F, ég hef lesið andstyggileg ´comment´ þín gegn Lofti Altice í bloggsíðu hans oft og þar sem þú talar við manninn, hálærðan, sem vitleysing.  Og er ekki hissa þó hann hafi kannski loks lokað á þig.  Það er mikill munur á að vera andstyggilegur og vera ósammála fólki.   Og það var þess vegna sem ég spurði hvort manni leyfðist að láta allt flakka.

EE elle 7.6.2009 kl. 15:31

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er enginn sannleikur, bara mismunandi upplifun og skoðanir.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.6.2009 kl. 15:54

15 identicon

Og mismunandi skoðanir gefa engum leyfi fyrir andstyggilegri persónuárás.

EE elle 7.6.2009 kl. 17:56

16 identicon

Haltu persónulegu spurningunum.  Hitt skaltu vita, að ég ver hvern sem er þegar ég horfi á fólk verða fyrir andstyggilegum persónuárásum og ranglæti.  Og vísa í pistil Sæmundar no. 704.

EE elle 7.6.2009 kl. 18:09

17 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

EE elle: Með öðrum orðum ég var semsagt með andstyggilegar persónuárásir og ranglæti í pistli mínum nr. 704.

Sæmundur Bjarnason, 7.6.2009 kl. 19:19

18 identicon

Fólk sem heldur að Jón Valur sé sjálfur saklaus af andstyggilegum persónuárásum og eineltistilburðum hefur ekki mikið fylgst með málflutningi hans í gegnum árin.  Enda lái ég svosem engum sem ekki nennir að fylgjast með því - eins og allur hans málflutningur er þreytandi og hundleiðinlegur.

Ég tek það fram hérna til öryggis - núna er ég ekki að gagnrýna persónu Jóns Vals heldur málflutning hans.

Malína 7.6.2009 kl. 19:29

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er upptekinn; svara síðar.

Jón Valur Jensson, 7.6.2009 kl. 19:33

20 identicon

Sæmundur, nei, ég var ekki að meina alla sem skrifuðu þar. 

EE elle 7.6.2009 kl. 19:37

21 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

EE elle: Ég skrifaði pistil númer 704. Það voru margir sem skrifuðu athugasemdir við hann. Í mínum huga er pistillinn sjálfur eitt og athugasemdir við hann allt annað. Ef þú áttir ekki við mig, hvern þá eða hverja?

Sæmundur Bjarnason, 7.6.2009 kl. 20:09

22 identicon

Nei, ég meinti ekki pistilinn sjálfan.  Heldur nokkra sem skrifuðu þar sem ég kýs ekki að nefna núna.   En nokkrir gengu of langt og það fannst Svani líka. 

EE elle 7.6.2009 kl. 20:47

23 identicon

Mikið finnst mér þeir þreytandi þessir sjálfskipuðu ritskoðarar hérna á netinu.  Netlöggurnar.

Malína 7.6.2009 kl. 20:58

24 identicon

"Enda lái ég svosem engum sem ekki nennir að fylgjast með því - eins og allur hans málflutningur er þreytandi og hundleiðinlegur."

Hver sagði þetta að ofan?  Mikið finnst mér þreytandi hæðnin þín og ruddaskapur.  Og ritskoðunin þín ósjaldan um hver sé leiðinlegur og hver ekki.   Hver ert þú að dæma fólk?  Kemur úr hörðustu átt.

Benjamín 7.6.2009 kl. 21:09

25 identicon

Ég hef alveg leyfi til að hafa mínar skoðanir á því hvers málflutningur mér finnst þreytandi og leiðinlegur.  Fólk hefur líka hér með fullt leyfi til að finnast ég vera leiðinleg.

Það hvarflar ekki að mér að reyna að ritskoða það.

Malína 7.6.2009 kl. 21:20

26 identicon

Fólki getur ofboðið og ekki heitir það ritskoðun? 

Benjamín 7.6.2009 kl. 21:36

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér og á annarri vefslóð Sæmundar hafa þungar sakir verið á mig bornar. Sá, sem í hlut á umfram aðra, er Jón þessi Frímann, sem beitir lygum fyrir sig og neitar jafnan að taka þær til baka þrátt fyrir að hann hafi verið leiðréttur (nýjasta dæmið þar um er hér ofar, þegar hann svarar leiðréttandi innleggi mínu kl. 14:11 með alls óverðugum og lítilsvirðandi hætti kl. 15:50, með röksemdalausum fullyrðingum um "væl" af minni hálfu, eins og slíkur stráksháttur dugi til svars eða komi í staðinn fyrir afsökunarbeiðni!).

En þrátt fyrir ýmis ósannindi JFr munu þetta vera hans grófustu ásakanir gegn mér, kl. 19:20 í gær: "EE elle, hvað finnst þér um úthúðun Jóns Vals á samkynheigðum og konum sem kjósa að láta eyða fóstrum ? Svara núna!"

Það er engin furða, að einhver kona, sem þekkir sennilega ekkert til mín (EE elle, jafn-göfugmannlega og hún hefur þó reynzt mér hér með svörum sínum), verði klumsa og svari þessu ekki, enda hefur henni kannski sézt yfir það, að þessi gefna fullyrðing Jóns Frímanns er gersamlega órökstudd – það er ekkert dæmi nefnt þar úr skrifum mínum til marks um, að það sé rétt, að ég hafi "úthúðað" samkynhneigðum og "konum sem kjósa að láta eyða fóstrum."

Það hafa fleiri en Jón Frímann, t.d. Margrét St. Hafsteinsdóttir Moggabloggari, reynt að halda þessu fram um meinta "úthúðun" mína á samkynhneigðum, en farið halloka og gefizt upp við að reyna að rökstyðja slíkar ásakanir, þegar ég krafði þau um að reyna að sanna sitt mál. Ítrekað hélt ég áfram að skora á Margréti að færa rök fyrir fullyrðingu sinni, en það mistókst henni gersamlega. Svo mun einnig fara fyrir Jóni Frímanni, ef hann hyggst reyna að standa fastur á þessari staðhæfingu, eins og honum væri þó líkt. Rakaleysið skiptir hann sennilega engu í því sambandi, enda er hann einkar illviljaður í minn garð og hefur sýnt það víðar.

Það er eins með konur, sem farið hafa í fósturdeyðingu, að ég "úthúða" þeim ekki, það er ekki minn vilji, stíll né aðferð til að ræða þau mál. Hefði ég einhvern tímann gert það í öðrum hvorum eða báðum þessum málaflokkum, hefði ég sennilega verið lögsóttur, en það hefur aldrei viljað til.

PS. Ásökun hinnar nánast nafnlausu Malínu (engin vefsíða er á bak við nafnið) í gær kl. 19:29, í 1. setningu hennar þar, er af sama ókræsilega taginu og umrætt innlegg JFr kl. 19:20 í gær. Það, sem sameinar þau er 1) hatrið (sýnist mér) á persónu minni, 2) afar harðvítugar ásakanir og fullyrðingar um skrif mín sem og 3) alger skortur á því að nefna til nokkurt einasta dæmi til sönnunar þeim fullyrðingum þeirra!

Fólk af þessu tagi ætti að láta það ógert að skrifa hér á netið.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 13:05

28 identicon

MBL bannaði mig vegna þrýstings frá trúarnöttum eins og JVJ... JVJ vill ekki nafnleysingja og þá alveg sérstaklega þá sem trúa ekki á guðinn hans.*
MBL styður ritskoðun, ég er skráður hjá mbl með nafni og kennitölu, þeir hafa enga ástæðu til að banna mig... þeir ættu kannski að banna JVJ.. nei annars JVJ er helsti bandamðaur minn í því að segja fólki hvað kristni er... algert BS, lygasaga fáránlinga frá fornöld.
AAuðvitað hatar JVJ konur, biblían segir að konur séu bara ~50% af verðgildi karla í þrælasölu... sem og að konur séu ker karla og eigi bara að halda kjafti

DoctorE 8.6.2009 kl. 13:58

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takið eftir þessari lokaklausu Jóns Frímanns kl. 13.41. Hann er ekki maður til að færa rök fyrir fullyrðingu sinni. Hann hefur áður vísað lögfræðingnum Völu Andrésdítur á ALLAN VEF Evrópubandalagsins um rök fyrir fullyrigum hans, og hér ætlar hann lesendum að fara inn á allan vef minn til að þeir finni einhvern flugufót fyrir grófri og mannorðsmeiðandi fullyrðingu hans sjálfs um hluti, sem hann hefur ekki og getur ekki tilfært neina sönnun fyrir!

Þar á undan vitnar hann til ummæla minna í sambandi við samkynhneigð og tvíkynhneigð og breytingar til og frá kynhneigð. Hvergi úthúða ég þar samkynhneigðum. Þannig er þetta orðinn svolítill vitnisburður hans sjálfs um það, að honum er röksemda vant til að reka einhverjar stoðir undir þessa freklega ásökun sína.

En um fyrsta atriðið er það að segja, að vissulega bauð ég á þeirri sérstöku vefsíðu (þeirri vefgrein, ekki öllum vef mínum!!!) upp á, að kristnir menn fengju einir að ræða þar mál, sem rætt var út frá kristnum forsendum, sem aðrir en kristnir meðtaka ekki (og þeim er það frjálst annars staðar eins og þeim sýnist), og það var gert í þeim tilgangi 1) að hlífa vissum eldri manni, kristnum Mbl.greinarhöfundi, Ársæli, við árásum á persónu sína á vefsíðu minni – og 2) til að rökræða út frá hans gefnu kristnu forsendum fengi að þróast þar án árása trúlausra á kristna menn og trú þeirra, en slíkar árásir hefðu truflað þær rökræður og hefðu getað verið í sama árásarstílnum á trú og kristindóm, sem þá hafði þá alllengi verið uppi á mörgum vefsíðum og Jóni Frímanni ætti að vera vel kunnugur.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 14:20

30 identicon

"EE elle, hvað finnst þér um úthúðun Jóns Vals á samkynheigðum og konum sem kjósa að láta eyða fóstrum ?

Svara núna!"   

Ég vildi ekki svara honum.  Hann skipar ekkert fólki að svara einu eða neinu.  Og já, hann er mannorðsmeiðandi.

EE elle 8.6.2009 kl. 14:30

31 identicon

JVJ er óvinur mannréttinda.. hann þolir ekki að fólk geti orðið ástfangið af fólki af sama kyni.
Reyndar veit ég hvað býr að baki hjá JVJ.. hann er skíthræddur um að guðinn hans, guðinn sem er master of the universe og þolir ekki karlsrassa... að hann drepi alla eins og í grínsögunni um Örkina hans Nóa...
Sem sagt JVJ og aðrir kristnir sem hafna mannréttindum vegna bókarinnar... eru að hafna þessu vegna þess að þeir eru hræddir um að guddi sendi þá saklausa til helvítis, guðinn er jú þekktur fyrir að drepa saklausa, og þá sérstaklega börn.
Já JVJ dýrkar mesta fjöldamorðingja skáldsögunnar, bara vegna þess að það er búið að múta honum með extra lífi. eða´hóta eilífum pyntingum
Er JVJ ekki frábær sjálfselsku gaur :)

DoctorE 8.6.2009 kl. 14:39

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég myndi í þínum sporum, Sæmundur, þurrka út þetta ómerkings-innlegg og utan við efnið frá "DoctorE" (sem er hvorki læknir né doktor). Það er vefsíðu þinni ekki til sóma, ef þú tekur á þig þá ábyrgð að leyfa slíku guðlasti og það frá nafnleysingja að standa hér áfram.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 17:24

33 identicon

Ég tek undir eftirfarandi af fullum hug:
"Ásökun hinnar nánast nafnlausu Malínu (engin vefsíða er á bak við nafnið) í gær kl. 19:29, í 1. setningu hennar þar, er af sama ókræsilega taginu og umrætt innlegg JFr kl. 19:20 í gær. Það, sem sameinar þau er 1) hatrið (sýnist mér) á persónu minni, 2) afar harðvítugar ásakanir og fullyrðingar um skrif mín sem og 3) alger skortur á því að nefna til nokkurt einasta dæmi til sönnunar þeim fullyrðingum þeirra!

Fólk af þessu tagi ætti að láta það ógert að skrifa hér á netið."


Benjamín 8.6.2009 kl. 18:55

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var á hraðferð hér í dag (á leið á mótmælafundinn á Austurvelli) og tók þá ekki eftir fyrra innleggi "DoctorsE" hér (kl. 13.58, var ekki komið, þegar ég hóf að skrifa svar mitt sem birtist 14.20), og mér sást líka yfir það þegar ég svaraði aftur kl. 17.24. En sannarlega er þetta óhroða-innlegg frá gervidoktor þessum, ætlar mér það að "hata konur"!! – fyrir utan að ábyrgðina á því, að Mbl.is setur nafnlausum bloggurum stólinn fyrir dyrnar, leggur hann á mínar herðar, eins og ég hafi nokkru ráðið um það! Gervidoktor þessi er hins vegar alræmdur guðlastari og fær því ekki að skrifa á mínar vefsíður, skv. mjög augljósum skilmálum, sem sjást þar á hverri einustu síðu minni: "Guðlasti verður útrýmt."

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 21:09

35 identicon

Sko JVJ kominn í kaþólska ritskoðunargírinn, farin að skipa öðrum bloggurum að loka á menn... hann hefur gert þetta mjög oft þegar ég set inn athugasemdir, samt aðallega á trúarbloggum.
JVJ telur sig vera einskonar páfa, hann veit allt betur en aðrir, gerir allt betur en aðrir.. samt dýrkar hann uppskáldaðan fjöldamorðingja... vegna sjálfselsku.

Fyrir þá óupplýstu þá er bloggurum erlendis ráðlagt að nota ekki nafn, sérstaklega ef talað er gegn trúmálum... trúaðir telja sig vera að vinna fyrir guð og hika ekki við að myrða fyrir hann

DoctorE 8.6.2009 kl. 21:19

36 identicon

Ef JVJ trúir biblíu... þá hatar hann konur, það er alveg ljóst.
Eitt furðulegasta mál sem til er, eru trúaðar konur, guð hreinlega hatar þær, lesið bara biblíu ef þið trúið mér ekki.

Og plís ekki koma með "Sá yðar sem syndlaus er"... sú saga kom í biblíu hundruðum ára síðar, skálduð upp af kaþólsku kirkjunni,

DoctorE 8.6.2009 kl. 21:21

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ofurmæli þessa manns eru með eindæmum. En sefur Sæmundur?

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 21:22

38 identicon

Comon JVJ, kaþólska kirkjan hafnar konum en faðmar karla sem eru barnaníðingar.
Þeir sem vígja konur sem prest verða reknir úr kirkjunni samstundis.
Aðein fá ár eru síðan ríkiskirkjan leyfði kvenpresta.....
Biblían mælir með því að hermenn hennar taki barnungar stúlkur óvinarins sem eru hreinar meyja og nauðgi þeim.... konur eru taldar upp í boðorðunum í sömu hendingu og talað er um þræla og búpening... konur eru eign karla. 
kaþólska kirkjan ritskoðaði allt um aldir... JVJ er alveg eins, hann hatar málfrelsi, sérstaklega ef talað er gegn ímyndaða vini hans.

DoctorE 8.6.2009 kl. 21:33

39 identicon

Sjáum hvað Sæmundur gerir... mun hann hlýða ofurmenninu og súperséníunu(Samkvæmt sjálfum sér) honum JVJ

DoctorE 8.6.2009 kl. 21:34

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nógu erfitt er að glíma við Jón Frímann vegna ofurmæla hans og ályga.

Ég tek ekki að mér að reyna að ræða við nafnausan gervidoktor þennan sem hér er farinn að tala fyrir utan efnið til að þjóna þar lund sinni. En Sæmundur, skráður bloggvinur minn, hvar ertu? Tekurðu ábyrgð á innleggjum manns þessa?

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 21:52

41 identicon

Takið eftir hvernig JVJ talar niður til mín, samkvæmt boðorðunum þá á hann að elska mig eins og sjálfan sig... og hann virðist ýja að því að Sæmi verði ekki bloggvinur hans ef hann gerir ekki eins og JVJ vill.

Kannski það merkilegasta sé að JVJ trúir biblíu eins og nýju neti, samt er hún skrifuð af nafnleysingjum 100% :)

DoctorE 8.6.2009 kl. 21:56

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... talar niður til mín ..." – haha, er nú mannorðsníðingurinn orðinn viðkvæmur?!

Biblían "skrifuð af nafnleysingjum 100%"?! – Þvílík vanþekking! Og forsendur þessa manns í trúarefnum, varðandi kristna trú og heilaga ritningu, eru allar byggðar á sama feykna vanþekkingargrunninum.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 23:25

43 identicon

JVJ hafnar þeim sannleika að enginn veit nákvæmlega hver skrifaði hvað... bókin er það fáránlega vitlaus að það eru til þúsundir söfnuða sem skilja hana á mismunandi máta...
Ég get bara ráðlagt JVJ að kynna sér þessi mál betur, að taka biblíu frá augunum og skoða staðreyndir í staðin fyrir að velta sér upp úr ruglinu...
Myndi JVJ trúa biblíu ef hún segði  að hann fengi EKKI extra líf fyrir það, að hann yrði EKKI pyntaður að eilífu; nei það myndi hann ekki gera, hann myndi segja að þetta væri mesta vitleysa sem hann hefur lesið EVAR.
Trúaðir trúa ekki á guð, þeir trúa á verðlaunin fyrir að vera góðir jarmandi sauðir, faktískt hefur JVJ aldrei upplifað sjálfa sig, hann er biblíuróbot sem er stýrt af bronsaldar villimönnum.

Ég skora á JVJ að kynna sér þá staðreynd að ENGINN veit hver skrifaði hvað í biblíu.. að biblían vitnar endalaust í nafnlaust fólk sem ENGINN veit hver er.
Það hlýtur að teljast mesta guðlast ever að segja að einhver guddi hafi skrifað þá vitleysu sem biblía og kóran eru.

DoctorE 8.6.2009 kl. 23:41

44 Smámynd: Kommentarinn

Auðvitað er biblían skrifuð nafnlaus. Þetta eru ótal höfundar sem dóu fyrir þúsundum ára og við vitum sáralítið um. Ef það jafngildir ekki nafnleysi þá veit ég ekki hvað. Höfundarnir gætu allt eins heitið Malína, Doctor E eða JVJ,,,

Kommentarinn, 8.6.2009 kl. 23:56

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er guðfræðilærður og veit, um hvað ég er að tala, en ætla ekki að taka það mér hér að kenna þessum manni neitt í Biblíufræðum.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 23:56

46 identicon

Allavega vil ég þakka Jóni Val fyrir hlý orð að ofan.  Og er nokkuð viss um að orð hans hefður verið kaldari og ljótari þar ef hann hataði konur. 

EE elle 9.6.2009 kl. 00:19

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega áttirðu það skilið, EE elle, að fá hér þakkir mínar, þótt í fátæklegum orðum væru fram settar. Og þér þakka þér enn og aftur af heilum hug. Og ekki gleymi ég Benjamín þeim, sem átti hér þakkarvert innlegg kl. 18:55 á þessum nýliðna degi og annað kl. 21.09 kvöldið áður. Guð laun', eins og þeir gömu sögðu.

Jón Valur Jensson, 9.6.2009 kl. 02:03

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Klisjur, klisjur ... Sumir sætta sig við að vera sterkastir á svellinu í þeim!

Og takið eftir, að hann getur ekkert afsannað af gagnsvörum mínum.

Jón Valur Jensson, 9.6.2009 kl. 02:20

49 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Merkilegt hvað þú telur þig vita mikið um hvað þú talar JVJ, og ekki síður í málefnum sem þú ert ekki menntaður í. Hvet þig hér með til að halda þig við guð- og ættfræðiblogg og minnka hrokafullan ofsann í málefnum þar sem þú hefur ekki menntun til að bera.

Páll Geir Bjarnason, 9.6.2009 kl. 02:36

50 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skemmtilegt líka hvernig nafnlausar athugasemdir, eins og frá EE Elle eru kærkomnar og ekki rifnar niður í hrokafullu háði þegar þær mæra þig JVJ. Það vantar ekki tvískinnunginn.

Páll Geir Bjarnason, 9.6.2009 kl. 02:42

51 identicon

JVJ það er alkunna að biblían er ekki skrifuð af þeim sem þú telur að hafa skrifað hana, auðvitað lærir þú ekki sannleikann í guðfræði... fagið hefur líka rangt nafn, ætti að heita: Biblíusögufræði....

Bart Erham sem er einn helst fræðingur í þessum málum segir td að 19 bækur biblíu séu algert fals....engin upprisa hafi átt sér stað, zombíar ekki risið upp úr kirkjugörðum og gengið um götur og torg, hvaða heilvita maður sem er getur sagt sjálfum sér að þetta séu lygar frá a-ö
Jesú karlinn var í besta falli handbrúða kaþólsku kirkjunnar... en bara sem skáldsagnapersóna...

DoctorE 9.6.2009 kl. 07:34

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktorinn er illa upplýstur og grípur hér til öfgafulls rithöfundar í samtímanum, á yzta kanti meints frjálslyndis, en gegn honum er heill her miklu upplýstari Biblíufræðinga. Maður hlýtur raunar að aumka þann mann, sem skrifar af þvílíkri vanþekkingu eins og þessi piltur gerir hér um Jesúm frá Nazaret. En ekki tek ég að mér að fræða hann um eitt né neitt hér og nú, hef miklu betri hlutum að sinna en að meðtaka endalaus skattyrði frá tapsárum og hefnigjörnum mönnum.

Jón Valur Jensson, 9.6.2009 kl. 10:48

53 identicon

Já JVJ hver er tapsár, þú hefur ekkert vinur minn.
Bart Erham er ekki öfgafullur, einu sinni var hann trúarnötti dauðans... hann stefndi á að fara langt í trúmálum... svo las hann biblíu og sá að þar stóð ekki steinn yfir steini, sögum bar ekki saman, þversagnir eru mál málanna í biblíu.
Þegar skríbentar kórans voru að byggja kóran upp með biblíu sem viðmið, þá sáu þeir allt ruglið og því tekur kóran það fram að ef þversagnir finnast að þá gildi nýrra vers :)

Alveg frábært að maður sem er ofurseldur því að fá extra líf segi aðra aumkunarverða, að maður í kaþólsku kirkjunni sé ekki búinn að fatta svindlið kominn á efri ár og alles... varla er mikið spunnið í slíkan mann, getur slíkur maður talist vitrænn?

Þú getur ekki frætt mig um neitt JVJ, ég gæti afturámóti frætt þig rosalega mikið.

Hvar færðu út að ég sé tapsár... ég veit ekki betur en að kristni sé á hröðu undanhaldi í hinum siðmenntaða heimi... það eru aðeins vanþróðuð lönd sem falla fyrir ruglinu, það hefur kosta þær þjóðir ómældar hörmungar.... sem JVJ neitar að sjá vegna þess að hann óttast að missa þykjustu miðann til himnaríkis.

DoctorE 9.6.2009 kl. 11:15

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt sæg hefði ég af svörum, hætti ég hér með að svara gervidoktornum á þræðinum, hef brýnni verkum að sinna. En ég ítreka spurningu mína frá í gærkvöldi til Sæmundar: Tekurðu ábyrgð á innleggjum manns þessa, guðlasti hanns og mannorðsmeiðingum?

Jón Valur Jensson, 9.6.2009 kl. 12:12

55 identicon

Typical hjá JVJ þegar hann getur ekki svarað... ég hef öll svör en ég hef brýnni verkefnum að sinna.

Ég tek ábyrgð á mínum orðum JVJ, hættu svo að ógna honum Sæmundi... endilega kærðu mig, ég er vel undirbúinn til þess að leggja út í slíkt, það er gæða tækifæri á að kynna fólki fyrir þeim hörmungum sem biblía boðar.
Það er hreint fáránlegt að lög séu hér á landi sem verja ímyndaða vini sumra... mörg lönd hafa einmitt tekið guðlasts ruglið út hjá sér.
Þeir sem berjast hvað harðast gegn málfrelsi eru múslímar... og kristnir, enda hafa þeir sama guð, guð sem getur ekki varið sig sjálfur þó hann eigi að vera master of the universe.

það verður glæsilegt að fá tækifæri á að sýna fólki að kóran og biblía eru keimlíkar bækur sem boða sömu glæpi gegn mannkyni og frelsi manna.

DoctorE 9.6.2009 kl. 12:29

56 identicon

Eitt um nafnleysi Páll, ég skrifa nafnið mitt bara svona.  Enda hef ég alltaf sagt, það snýst ekki um nafnið/hver skrifar, heldur innihaldið.  Og líka skrifar fólk í öðrum löndum að staðaldri undir dulnefni í svona blogg.  Vegna öryggis.  Líka hef ég aldrei farið gegn DoctorE og skil vel hvað honum mislíkar við Gamlatestamentið.  Það getur þó ekki verið að maður hati konur bara af því hann er Guðfræði-lærður og trúir á Guð.

EE elle 9.6.2009 kl. 12:51

57 identicon

Sko ef menn trúa á guð og boðskap biblíu þá gengur ekki að velja sér eitthvað sætt og gleyma hinu.
Enda gerir JVJ það ekki... reyndar smá, hann dissar margt í biblíu sem er honum ekki að skapi, svo frekjast hann afram með að hommar og lessur fái ekki að gifta sig... að barnið þoli ekki að eiga 2 pabba blah
Halló... samkvæmt biblíu þá var það einmitt sem gerðist fyrir Jesú, hann átti 2 pabba og hreina mey sem mömmu

DoctorE 9.6.2009 kl. 13:59

58 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hér faa fram miklar umræður um trúspekileg efni sé ég (en ýmislegt annað blandast þar inní vissulega eins og gengur)

Dr.E: "og hreina mey sem mömmu"

Tja, það er nú umdeilt.  Td. vilja Gyðingar meina að þetta hafi upphaflega verið byggt á miskilningi.  Nokkuð flókið mál eins og gjarna er, en í mjög stuttu máli snýst það um hebreska orðið "almah" sem þýtt var á grísku sem "parthenos" sem síðan var svo almennt  túlkað sem virgin en þýðir í rauninni "ung kona"  Hebreska orðið yfir virgin væri "bethulah"

Þetta er langt mál en hægt að byrja hér og lesa sig áfram:

http://en.wikipedia.org/wiki/Isaiah_7:14

Þetta er nokkuð sannfærandi hjá gyðingunum finnst mér.  (samt ekki alveg afgerandi enda verið tilefni deilna nokkuð lengi)

(Þess má geta að orðið "almah" ung kona, er þá merkingunni í þessu tilfelli: Ung kona á giftingaraldri sem væri þá líklega að þeirra tíma sið á þessum stað um 12-15 ára.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2009 kl. 14:52

59 identicon

Ég veit vel að þýðing á þessu orði er umdeild... en þetta er það sem er boðað.
Gyðingar samþykkja ekki Sússa sem messíasinn, reyndar má líka lesa úr biblíu að Sússi sé alls ekki messíasinn

DoctorE 9.6.2009 kl. 15:21

60 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

EE Elle, þú mátt vera eins nafnlaus og þú vilt á blogginu mín vegna. Ég er fylgjandi nafnleynd og málfrelsi.

Páll Geir Bjarnason, 9.6.2009 kl. 18:36

61 identicon

Finnst vanta tilfinnanlega nafnið á hundinum hans Bjössa.

Jóhann 9.6.2009 kl. 20:52

62 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhann, einhvernvegin fæ ég á tilfinninguna að þig langi til að lengja þennan þráð. Svo getur líka verið að þú þurfir nauðsynlega að vita nafnið á hundinum. Ég man það ekki í bili en gæti trúlega komist að því fyrir þig. Hafðu endilega samband.

Sæmundur Bjarnason, 9.6.2009 kl. 21:07

63 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón Frímann er einn af fáum aðilum (fyrir utan Ástþór náttúrulega, það þýðir ekkert annað en blokkera hann ) sem ég hef hugleitt að blokkera í mínu kommentakerfi. Það voru einhver yfirmáta ruddaleg komment sem fengu mig til að hugleiða það.

Við eigum að krefjast kurteisi af fólki.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.6.2009 kl. 23:26

64 identicon

Ég er stoltur yfir því að hafa aldrei tekið út athugasemd nema þegar mbl hefur hótað að loka blogginu mínu vegna þeirra, þá geri ég það, en líkar mjög illa.
Ég hef aldrei hafnað bloggvináttu eða neitt slíkt.

Ömurlegasta af öllu ömurlegu er þegar fólk ritskoðar athugasemdir.. það er hreinn og beinn aumingjaskapur af verstu gerð

DoctorE 9.6.2009 kl. 23:39

65 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er raunar ekkert umdeilt um hvað almah þýðir og í öllu nýja testamentinu er það þýtt sem ung kona nema á tveimur stöðum í Mattheusi og Lúkasi frekar en Markúsi og lúkasi. Á þeirri þýðingarvillu er öll meyfæðingarfabúlan byggð. Ekki rétt JVJ. Ekki neinn annar minnist orði á að María hafi verið mey. Þetta er því spin kaþólskunnar. Pathenos í grískunni þýðir vissulega mey, en dæmi eru um að önnur meining sé lagt í orðið eftir samhengi. Ung kona, stúlka.  En það er jú grísk þýðing.  En svona til að hnykkja á, þé kemur þetta aðeins fyrir á einum stað í tveim guðspjöllum en allstaðar annarstaðar, sem orðið kemur fyrir, er það þýtt rétt.

Þar fór nú grunnur Kaþólskrar kenningar fyrir lítið.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 00:28

66 identicon

Ég veit ekki um aðra en ég flokka þetta ekki sem kurteisi:

http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/891633/

Malína 10.6.2009 kl. 00:30

67 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Frimann uppsker bara eins og hann sáir. Ég er á því að fólk megi vera eins dónalegt og orðljótt og það vill. Sumir kunna bara ekki að setja skítkastið sitt undir rós, eins og t.d. JVJ er listamaður í.

Fólk dæmist af orðum sínum og aldrei hef ég bannað eða strikað út neinn.  Mér finnst sjálfsagt að gera fólki þann ógreiða aðláta orðhægðir þeirra stand þeim til vitnisburðar og vegsauka.

Verði fólk persónulegt eð snerti viðkvæma persónulega hluti í tilveru bloggaranseða hans nánustu, þá er sjálfsagt að henda honum út. Raunar er slíkt brottrekstrarsök. Þá er ég að tala um hluti eins og drykkju, geðsjúkdóma gömul afbrot eða ydirsjónir, ætttengsl við vafasamar persónur, börnn eða foreldra viðkomandi ofl. Ég lít ekki á trúar eða stjórnmálaskoðanir, sem prívatmál ef fólk viðrar skoðanir sínar á þeim að fyrra bragi. Þá væri hreinlega ekkert blogg til.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 00:38

68 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Valur bannaði mig ekki fyrir dónaskap, heldur einfaldlega fyrir að vera trúleysingi og hafa aðrar skoðanir en hann á trúmálum. Ég spurði hann kannski nærgöngulla spurninga um þá hluti og velti upp rökleysum hans og forpokun. Ég var að ræða trúmál og mína sýn á það sem ég tel fabúlu og þykistuleik, sem er bara að leiða illt af sér, eins og fordæmingu samkynhneigðra ofstæki í málefnum er varða fóstureyðingar og vonlausa rökleiðslu gegn notkun á smokkum og illunni, sem er að gera út af við heila heimsálfu. 

Ég get og hef verið hjartanlega sammála honum um evrópumálin og framgöngu stjórnvalda nú og deili með honum djúpri fyrirlitningu á Samfylkingunni og öllu sem þeir standa fyrir.  Vil jafnvel taka heldur dýpra í árinni en hann og sakna þess stundum að geta ekki tekið undir með honum þar. En ekki sel ég sannfæringu mína um trúmál fyrir þann munað. Þá væri ég orðinn eins og samfylkingin og vinstrihægri grænbláir.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 00:49

69 identicon

JVJ hefði orðið fyrirmyndar páfi þegar þeir voru sem verstir.

Hver hefur ekki séð JVJ blessa og þakka nafnleysingja fyrir athugasemdir á blogginu sínu ef þeir eru á hallelújalínunni, gaurinn er alls ekki samkvæmur sjálfum sér... hræsnin er óendanleg.

DoctorE 10.6.2009 kl. 07:26

70 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er fjörið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 23:20

71 identicon

He, he.

EE elle 11.6.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband