708- Icesave og fleira

Svarhalinn við færslu mína númer 704 er orðinn ógnarlangur og lengist enn. Aðallega snýst hann um mögulega aðild að Efnahagsbandalaginu og andstöðu við hana. Ekki er rétt að ég sé að túlka það sem þar stendur. Frekar að benda áhugasömum á að skoða hann.

Vissulega er ég hundfúll yfir þessu Icesave-dæmi eins og flestir aðrir. Einkum finnst mér vextirnir of háir en að öðru leyti eru skilyrðin ekki langt frá því sem alltaf mátti búast við eins og málið er í pottinn búið.

Mér finnst ekki rétt að kalla þetta verðið á aðgöngumiða að ESB eins og Evrópuandstæðingar vilja gera. Samt eru málin tengd og ekki hægt að slá hausnum við stein og neita því með öllu.

Leyndarhjúpurinn sem verið hefur yfir þessu máli um margra mánaða skeið hlýtur að vera horfinn. Marktæk umræða um þetta getur ekki orðið á Alþingi án þess.

Fróðlegt verður að sjá hvað kemur fram í umræðum um þetta mál á Alþingi. Sennilega verður hart sótt að ríkisstjórninni og á margan hátt verður þetta prófsteinn á styrk hennar. ESB frumvörpin koma víst ekki aftur á almenna þingfundi fyrr en um næstu mánaðamót.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona verður lífið hérna í brunarústunum á Klakanum næstu árin.  Viðvarandi ófriður, upphlaup og skærur.  Friðsældin í litla samfélaginu okkar hefur verið rofin og heyrir núna sögunni til.  Því miður.

Malína 7.6.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband