652- Fáein orð um flokkana

Mér sýnast vera vaxandi líkur á því að ég muni kjósa Borgarahreyfinguna í næstu kosningum. Sumt af því sem þaðan kemur hugnast mér þó ekki fullkomlega, en enginn gerir svo öllum líki.

Sjálfstæðisflokkur.
Hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og það væri fráleitt að fara að breyta því núna.

Samfylking.
Ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum en finnst hún eða fulltrúar hennar hafa brugðist í landsstjórninni. Þróun í átt til tveggja flokka kerfis er að sumu leyti æskileg við þær aðstæður sem nú ríkja. Innganga Ómars Ragnarssonar í flokkinn dugar mér ekki.

Framsóknarflokkur.
Hann hefur breytt nokkuð um ásjónu og vissulega er þar margt ágætisfólk. Sporin hræða samt og ekki er hægt að treysta því að gamla spillingarliðið sé orðið óskaðlegt.

Vinstri grænir.
Koma vissulega til greina. Eru samt of vinstrisinnaðir. Kannski er ég bara of hægrisinnaður fyrir þá. Þeir eiga alveg eftir að sanna sig við stjórn landsins. Hætt er við að þeim farist það ekki vel.

Frjálslyndir.
Of einstrengingslegir og miklir eins máls menn. Þar að auki er ekki annað að sjá en þeir séu á leiðinni út úr íslenskri pólitík. Rífast of mikið innbyrðis. Rasistastimpillinn er kannski ósanngjarn en hefur áhrif samt.

Lýðræðishreyfingin.
Af ýmsum ástæðum er ég á móti Ástþóri Magnússyni. Finnst hann setja of mikinn svip á framboðið.

Óskastaðan hefði verið að geta kosið sameiginlegt framboð Borgarahreyfingarinnar, Lýðræðishreyfingarinnar og samtaka þeirra sem Ómar Ragnarsson veitti forstöðu.

Auðvitað eru fáir mér sammála í öllum atriðum. Geta þó kannski fallist á einhver þeirra. Svo getur þróunin fram að kosningum breytt bæði mínu áliti og annarra.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með þér!  Setjum X við O!

Malína 13.4.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ætli það verði ekki endirinn.

Sæmundur Bjarnason, 13.4.2009 kl. 04:37

3 identicon

Sammála, gott væri ef það væri hægt að kjósa eitt andspyrnuafl laust við trúðinn Ástþór. Ég er annsi hræddur um að atkvæðin verði að engu ef nýju framboðin eru svona mörg. "[Spúlum] dekkið" (Þorvaldur Gylfason - erindi á borgarafundi 24. nóv)

Jóhann Harðarson 13.4.2009 kl. 11:16

4 identicon

Ekki ertu einn um þennan vanda. Ég sá myndband á netinu frá Borgaraflokknum. Allir sem þar tala segja nákvæmlega það sama og allir íslenskir alþingismenn sögðu þegar þeir buðu sig fram í fyrsta sinn. Svo breytti flokksræðið tungutaki þeirra. Þannig er sagan. Við vitum nokkuð hverju Samfylking og VG standa fyrir. Höfum af þeim reynslu. Vissulega eru þeir afar ófullkomnir og sumt fólk á listum þeirra sem alls ekki ætti að vera í pólitík. En hvað um það. Við höfum tólf daga til að ákveða okkur.

oliagustar 13.4.2009 kl. 11:28

5 identicon

Hvenær hefur verið hægt að stjórna þessu landi svo í því sé búandi án Sjálfstæðisflokksins? Nú er nýr formaður kominn hjá Sjálfstæðisflokknum, dugandi drengur sem ætti að fá að spreyta sig. Með honum eru líka öflugt fólk. Höfðuð þið það slæmt í tíð Davíðs?

Palli 13.4.2009 kl. 14:26

6 identicon

What!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég get ekki séð að þetta sé fýsilegt eftir 18ára spillingarsögu "flokksinns". Ég bara hreinlega skil ekki svona glósur, það er ekki búandi hérna núna og þetta hefur bara farið vesnandi undanfarin ár.

Jóhann Harðarson 13.4.2009 kl. 14:39

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst að þeir sem með landsstjórnina hafa farið þurfi ráðningu. Held að þeir fái hana í næstu kosningum. Kannski verður hún ekki eins mikil og sumir vilja en við því er ekkert að gera.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vandræðum núna og líklega fær hann harðari ráðningu en aðrir. Margt bendir samt til að fjórflokkurinn fari skár útúr komandi kosningum en haldið var.

Sæmundur Bjarnason, 13.4.2009 kl. 16:28

8 identicon

Dugandi drengur segir Palli.  Hann og hin þarna, Þorgerður, eru ótrúverðug og flokkurinn skemmdur.  Ekki vil ég heldur Evrópuflokk.  VG eru líkl. heiðarlegasti flokkurinn. 

EE elle 13.4.2009 kl. 16:46

9 identicon

Já, og Samfylkingin brást okkur með Sjálfstæðisflokknum og hefur þó ekkert játað..  

EE elle 13.4.2009 kl. 18:01

10 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Sæll Sæmundur

Mér finnst að þú ættir að skoða betur málefnaskrá Frjálslynda Flokksinns. Eru XF og VG einu heiðarlegu flokkarnir á núverandi þingi:)

Með kveðju

Sigurður

S. Einar Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 19:38

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, S.E. Mér finnst landið liggja nokkurn vegin eins og ég segi í blogginu. Þetta kann þó að breytast. Næsta skoðanakönnun mun segja margt. Úrslit kosninganna verða líklega ekki fjarri henni.

Sæmundur Bjarnason, 13.4.2009 kl. 20:32

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er að mörgu leyti sammála greiningu þinni Sæmundur.  En held að Palli sé nánast einn í heiminum með sína skoðun, að ekki sé búandi á Íslandi án Sjálfstæðisflokksins.  Ef sá flokkur kemst til valda að loknum kosningum ætla ég að íhuga að gerast pólitískur flóttamaður í orðsins fyllstu merkingu.  

Anna Einarsdóttir, 13.4.2009 kl. 21:12

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já Anna. Það skiptir mjög miklu máli hvaða flokkar mynda stjórn eftir kosningarnar. Þó útlit sé fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapi hvað mest í komandi kosningum er vel hugsanlegt að hann fari í stjórn eftir kosningar. Við kjósendur ráðum litlu um hvernig stjórn verður mynduð og jafnvel minnka áhrif okkar í því efni eftir því sem flokkunum fjölgar.

Sæmundur Bjarnason, 13.4.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband