650. - Gæsalappablogg og svo pínulítið um peninga

„Hvað finnst þér athyglisverðast þegar þú lest blogg annarra?"

„Hvað allir eru rosalega gáfaðir og vel að sér. Einkum ef þeir skrifa um fjármál og þessháttar."

„Ert þú ekki ofsagáfaður líka?"

„Jú, það finnst mér en kannski ekki öllum. Fínustu blæbrigðin í bankahrunsmálum standa þó svolítið í mér."

„Þú ert óttalegur besservisser og viðurkennir helst aldrei að hafa á röngu að standa."

„Nú. Er það virkilega? Ekki vissi ég það."

„Jú, þú ert það. Kannski hentar það besservisserum ágætlega að blogga. Þá getur enginn tekið af þeim orðið."

„Svo þarf maður helst að eiga síðasta orðið í athugasemdunum líka."

„Já, einmitt. Það lýsir þér vel."

„En það er nú ekkert skemmtilegt þegar athugasemdirnar verða svo margar að maður getur ekki fylgst með þeim."

„Þá er að halda þeim fáum."

„Og hvernig gerir maður það?"

„Svara aldrei kommentum."

„Hvernig veistu það?"

„Mér var bara sagt það."

„Af hverju veist þú allt um blogg?"

„Ég er besservisser líka."

„En bloggar samt ekki?"

„Nei."

„Þá er kominn tími til að byrja."

„Ég kann það ekki."

„Ég skal kenna þér það. Taktu bara það sem þú ert búinn að skrifa og settu það á klippiborðið (upplýsa með shift og ör og síðan ctrl-c). Farðu svo á Moggabloggið sem þú ert búinn að stofna og segðu að þú ætlir að setja inn nýja færslu, skrifaðu rammandi fyrirsögn, settu cursorinn í auða dálkinn og segðu að þú ætlir að skeyta úr Word. Vista og birta og allt búið."

„Er þetta allt og sumt?"

„Já, ekki meiri vandi en að fá sér vatn að drekka."

„Kannski ég prófi."

„Endilega. Margir hafa samt aldrei komist lengra en að stofna bloggið. Skrifa aldrei neitt. En ef þú ert alvöru besservisser ætti þér ekki að verða skotaskuld úr að skrifa eitthvað."

„Nei."

„Byrjaðu þá."

„Láttu mig í friði. Ég vil gera þetta sjálfur."

„En ég er alveg rosaflinkur í þessu."

„Og ég verð það kannski á endanum líka."

Gæsalappaæfingu lokið. Moggabloggið er ekkert gefið fyrir þær og aflagar slíkar lappir systematískt. Hjá mér voru íslenskar og eðlilegar gæsalappir (99 og 66 niðri og uppi) í Wordinu.

Allt er á öðrum endanum útaf einhverjum milljónum. Þegar loksins er farið að ræða um upphæðir sem fólk skilur þá er voðinn vís. Mér finnst að allir stjórnmálaflokkar ættu að skila þeim peningunum sem þeir hafa fengið umfram það sem eðlilegt er og sanngjarnt. Og auðvitað beint til mín.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Gæsalappirnar eru á sínum stað.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.4.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já þær eru á sínum stað en ég er ekki viss um að þær séu nákvæmlega eins og gæsalappasinnað fólk vill að þær séu.

Sæmundur Bjarnason, 11.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband