646. - Mínu málþófi er lokið

Málþóf er alltaf málþóf. Alveg sama þó reynt sé að gera það eðlilegt og neita harðlega að um málþóf sé að ræða. Sjálfstæðismenn hafa í raun tekið Alþingi í gíslingu. Við því er lítið að segja. Það er þeirra réttur.

Fjórflokkurinn (sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, kommar og kratar) er allur á móti því að halda stjórnlagaþing. Með því minnka völd þingmanna hans (fjórflokksins). Núverandi stjórnarflokkar og stuðningsflokkur þeirra hafa samt komist að þeirri niðurstöðu að líklegt sé til vinsælda að þykjast styðja stjórnlagaþing.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hið eina rétta í stöðunni er að refsa fjórflokknum í komandi kosningum og kjósa Borgarahreyfinguna.  Það mun ég að öllum líkindum gera.  Punktur.

Malína 7.4.2009 kl. 02:08

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Gaman að líta við hjá þér Sæmundur,sem fyrr, en ég er að hugsa hvort þetta séu ekki tóm myrkraverk hjá þér,oftast skrifað eftir miðnætti?

Yngvi Högnason, 7.4.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er eitthvert stysta málþóf sem ég man eftir!

Sigurður Hreiðar, 7.4.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Malína: Já, Borgarahreyfingin kemur til greina. Hún á bara eftir að sanna sig.

Yngvi: Myrkraverk eða ekki myrkraverk. Bráðum er vetrarmyrkrinu lokið. Oft er ég búinn að leggja drög að blogginu áður en ég hendi því upp. Svo er ég næturvörður og oft hentar vel að setja það upp á þessum tíma.

Sigurður: Áttu við málþófið mitt? Þá skil ég þig. Málþóf á þingi er ekki bara mælt í klukkustundum heldur ýmsu öðru.

Sæmundur Bjarnason, 7.4.2009 kl. 14:40

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Sæll aftur, þetta var nú bara góðlátlegt,ég veit um allt hitt.

Yngvi Högnason, 7.4.2009 kl. 16:35

6 identicon

Ég er nú á því að fjórflokkurinn sem slíkur, sé að breytast í þrír +einn flokkinn. Ég átta mig ekki á því, af hverju Framsókn, VG og Samfylkingin ættu að vera að  þykjast  vera hlynntir Stjórnlagaþingi. Það gagnast ekki til fylgisaukningar, eða hvað?  B.G.

Baldur Guðmundsson 9.4.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband