515. - Samið við Breta og andi minn glímdi við Guð

Jú, jú. Þau þykjast svosem vera búin að semja eins og allir vissu en allt er þetta leyndó ennþá. Fljótlega verður þó að segja Alþingismönnum frá þessu trúi ég og þar með vita það allir. Mín skoðun er sú að samningurinn sé bara nokkuð góður. EU vill líklega fá okkur um borð. Þá hætta stjórnvöld hér á ísa köldu landi að geta hagað sér eins og fífl í efnahagsmálum. EU fær með samningnum einnig sinn skilning viðurkenndan á því sem deilt var um. Það er ekki lítils virði.

Í sambandi við tuðið um Guð í stuði og allt það þá dettur mér í hug kvæði eftir Jónas sem svaf í ár og er einhvern vegin svona:

Andi minn glímdi við Guð.
Og það var gasalegt puð.
En eftir dúk og disk
dró ég úr honum fisk.

Minnið hef ég misst
mælti Drottinn sem var að pissa
Hvernig höfum við hist?
Hvenær var það fyrst?
Mikið er ég hissa.

Ég strauk hendinni um hnakkann
og hneppti frá mér frakkann.
Það var helvíti heitt.
Og hjartað var farið úr skorðum.
Það hneig niður himinbrattann
og hikstaði framan í skrattann
þessum þrettán orðum.

Þyrstur af trega ég teyga.
Tæmi flöskur og fleyga.
Friðlausa guðaveiga.

Birt án ábyrgðar. Eitthvað kann að hafa skolast til í minninu en þetta var einhvern vegin svona. Jónas Svafár var mikið skáld en hrikalega misskilinn og dó í mikilli fátækt eins og sönnu skáldi sæmir.

Ekki man ég hvert Gurrí kattakona á Skaganum fór þegar hún hætti sem Moggabloggari. Vona bara að hún hafi getað herjað einhverja peninga útá flutninginn. Mér er hún alveg týnd og eflaust fleirum. Svo var henni líka sparkað úr útsvarsliðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blogg Gurríar:

http://www.dv.is/blogg/gurri/ 

Máni Atlason 17.11.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jónas Svafár dó fátækur vegna alkóhólisma en ekki skáldskapar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband