358. - Ekkert um Baug né Árna Matt. Hvað er þá hægt að skrifa um?

Ég veit svosem ekki hvað það ætti að vera. Til að byrja með eru hér þrjár myndir sem ég tók í gær. Þær eru allar úr Fossvoginum og sú fyrsta þeirra sýnir einskonar graffiti-vegg sem komið hefur verið fyrir í Kópavoginum. Því miður vita fáir af honum og það er fullmikil fyrirhöfn fyrir verðandi graffara að komast í tæri við hann.

1Næsta mynd sýnir einhverja súlu sem líka er að finna í Fossvoginum. Sennilega er henni ætlað að koma í veg fyrir að eitthvað óhreint komist í land.

3Þriðja myndin er svo bara af útsýninu út á vog. Ég veit ekkert hvernig til tekst með birtingu þessara mynda, það verður bara að ráðast.

4Bloggið mitt er nú farið að verða eins og alvörublogg með athugasemdum, myndum og alles. Guð láti gott á vita, þó ég trúi takmarkað á hann. Nú er bara að halda dampi.

Eitthvað var ég að blogga um bókasöfn um daginn. Sem dæmi um undarlegar bækur, sem ég tek stundum að láni, get eg nefnt bók sem ég fékk á Bókasafni Kópavogs um daginn. Hún heitir "Gamlar götur og goðavald" (Um fornar leiðir og völd Oddaverja í Rangárþingi) Bók þessi er eftir Helga Þorláksson og er gefin út árið 1989 af Sagnfræðistofnum Háskóla Íslands.

Þetta er á margan hátt hin merkasta bók, en ég gafst samt upp á henni. Til að hafa full not af henni hefði ég þurft að þekkja miklu betur til á svæðinu. Áhugann á efni sem tengist þjóðveldinu og Sturlungaöld vantaði ekki, auk þess sem einn af alfrægustu nöfnum mínum kemur við sögu í þessari bók.

Ég tek oft að láni bækur sem við nánari athugun höfða ekki til mín eða höfða til mín á rangan hátt. Einnig veldur tímaskortur því oft að ég get ekki lesið þær bækur sem ég þó fæ að láni og vildi gjarnan lesa.

Hvers leita menn í bloggum sem þeir lesa? Mér finnst ekki áhugavert að bjóða lesendum fréttaskýringar. Þær geta þó átt rétt á sér stundum. Oft veit maður meira um tiltekin mál en sagt er í fjölmiðlum og vel má láta lesendur vita af því. Að linka í fréttir bara til að toppa næsta mann í hneykslun eða reiði finnst mér vera misnotkun á blogginu.

Nú eru menn farnir að stela notaðri steikingarfeiti. Jú, svei mér þá. Úr þessu má víst gera ágætis eldsneyti og spara sér bensínkostnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur þessi graffiti-veggur.

asben 6.6.2008 kl. 14:28

2 identicon

,,Ekkert um Baug né Árna Matt

er nú hægt að skrif’um.''

Samt er okkar geðið glatt.

Í glaumnum stöðugt lifum.

Benedikt 6.6.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Yrkir Benni eðalfínt.

Ei er þörf að kvarta.

Honum er um sinnið sýnt

og svæfir geðið svarta.

Sæmundur Bjarnason, 6.6.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband