342. - Vinsældablogg og kostir vinsældaleysis

Af hverju er maður að eyða tíma í þetta bloggstand? Jú, annað hvort vandar maður sig svolíðið við það sem maður lætur frá sér fara, eða maður lætur það ekki fara frá sér. Sem verður svo til þess að maður eyðir óhóflegum tíma í þetta stúss.

Ég blogga aldrei nema einu sinni á dag. Finnst það kappnóg. Á móti kemur að ég er ansi langorður og þarf yfirleitt að minnast á margt í hverju bloggi. Stundum er mér svo mikið niðri fyrir að ég er ekki fyrr búinn að senda eitt blogg frá mér, en ég er byrjaður á því næsta. En er það ekki tóm vitleysa að vera að skrifa um hitt og þetta? Væri ekki nær að einbeita sér að einhverju ákveðnu og reyna að gera það almennilega?

Friðrik Þór hamast nú við að skrifa sig til vinsælda. Mér finnst það hið besta mál. Pistlar hans eru stundum áhugaverðir. Upprifjun hans á atburðunum 1984 var fróðleg. Ég man að um þetta leyti átti ég heima í Borgarnesi og óneitanlega fann maður fyrir því hvað fjölmiðlarnir eru mikilvægir og áhrifamiklir. Ekkert var bloggið. Kjaftasögur og símafréttir var það eina sem maður hafði. Ekki heyrðist í Hannesi uppí Borgarnes. Og ekki voru útlendu stöðvarnar að mata mann á heimsfréttunum. Svo fór Bjarni Harðarson, sem þá var á Tímanum, að gefa út fréttablað með félögum sínum. Ég sá um dreifingu á því í Borgarnesi, eða réttara sagt Hafdís dóttir mín, ef ég man rétt.

Sigurður Þór Guðjónsson, sem einbeitir sér um þessar mundir að veðurbloggi kommentar á gamla færslu hjá mér og segir þar meðal annars: "Það er mín skoðun að vinsælustu bloggararnir, með fáum undantekningum, séu þeir allra leiðinlegustu á Moggablogginu."

Það er líklega nokkuð til í þessu hjá honum og samkvæmt því má ég þakka fyrir að hafa aldrei komist á bloggtoppinn sjálfan. Aðeins séð móta fyrir honum í fjarska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert flottur!!!! Mér finnst ekki að þú ættir að einbeita þér að neitt einu sérstöku, blogga um hitt og þetta. Mér finnst það áhugaverðast.

Góða nótt.

alva 22.5.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég ætlaði að lesa þessa færslu Sigurðar en fann hana ekki.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nú. Hún var við færslu nr. 338. "Um aðferðir við að Moggabloggast og svolítið um skrif í lausu máli og föstu. " Þar var hún síðust af 12 stykkjum, sem er hvað mig snertir frekar langur svarhali.

Sæmundur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 01:41

4 identicon

Já,

Hafdís Rósa 22.5.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sæmundur; ég hætti fyrir einhverjum dögum þeirri tilraunastarfsemi að blogga mig upp vinsældarlistann. Skrifa nú bara eftir atvikum. Fer brátt að hrynja niður listann. Þú verður að vera "up to date"; þetta kom skýrt fram. Að öðru leyti þakka ég fyrir pælingar þínar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.5.2008 kl. 12:26

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvað segirðu? Er ég svona vinsæll? Ekki vissi ég það. Annars er það Friðrik Þór Guðmundsson sem hefur gefið hvað bestar upplýsingar um það hvernig á að ná hátt á vinsældalistanum og rannsakað það mál allt vel og vandlega. Mér var nú bara lyft sisvona á forsíðulistann og það tryggir einhverjar vinsældir. Þar fyrir utan er gott til vinsælda að blogga oft og linka alltaf í vinsælar fréttir á mbl.is. Skilst mér.

Sæmundur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband