1870 - Birgitta Bergþórudóttir

Ef álitið er að Icesave dómurinn hafi ráðið miklu varðandi skoðanakannanir þær sem sagt var frá fyrir helgi mætti halda að þar hafi tekist á Steingrímur og Jóhanna (eða ríkisstjórnin öll) annars vegar og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hinsvegar. Svo var þó alls ekki. Fyrir kosningar gæti þetta alltsaman breyst tilbaka og svo gætu litlu flokkarnir (eða einhverjir þeirra) átt eftir að bæta sig verulega. T.d. gæti píratapartíið hennar Birgittu skörungs stolið senunni. Bjarta framtíðin hans Guðmundar Steingrímssonar (sem reynt er að stimpla sem útibú frá samfylkingunni – af því að þar er talsvert af stuðningsmönnum ESB-aðildar) gæti líka dalað aftur. Annars býst ég við að margt furðulegt eigi eftir að gerast í íslenskri pólitík á næstu vikum. Sennilega er best að reyna að koma sér í skjól og vera ekki með neina spádóma.

Furðulegt þó hve skoðanakannanir eru misvísandi þó þær séu gerðar (eða a.m.k. birtar) á sama tíma. Þegar á það er litið hve langt er til kosninga, (en stutt samt) er vitað mál að úrslitin verða ekki á  þann veg sem skoðanakannanir benda til. Niðurstöður skoðanakannana sem gerðar eru nú geta samt hæglega haft áhrif á baráttuaðferðir framboðanna og fjölda þeirra. Gerjunin er mikil. Sennilega afla þeir best sem fiska í sem gruggugustu vatni.

Aðalspurningin sem maður stendur frammi fyrir varðandi bækur á kyndlinum er hvort maður eigi að henda þeim bókum í burtu sem maður er búinn að lesa. Hingað til hef ég ekki gert það. Með tímanum gætu þær samt farið að flækjast fyrir. Eftir að ljósmyndun með digital tækninni varð svo einföld og ódýr sem raun ber vitni er það sömuleiðis orðið aðalspurning varðandi þær hverjum á að henda. Spurningarnar og vafamálin breytast sífellt í samræmi við tæknina. Úthverfamenningin varðandi húsnæði er t.d. líka víða á undanhaldi.

Tegundir eineltis geta verið margar. Það er ekki alltaf verið að berja og misþyrma þeim sem fyrir því verða. Jón Gnarr og Vigdís Hauksdóttir segjast haf orðið fyrir einelti. Kannski er það alveg rétt skilgreining hjá þeim. Tíma-Tóti (Þórarinn Þórarinsson) var t.d. alltaf teiknaður með kopp sér við hlið í skrípamyndum. Sennilega er það einhvers konar einelti.

Alltaf er verið að kvarta yfir gjaldeyrishöftunum. Mín vegna mega þau vera næstu hundrað árin. Heyrist formaður Sjálfstæðisflokksins (eða Fjórflokksins – geri ekki mikinn greinarmun þar á) væla einna mest yfir þeim. Einhver hvíslaði að mér að það vanti erlenda fjárfestingu í landið og erlendir fjárfestar vilji ekki senda peningana sína hingað vegna gjaldeyrishaftanna. En eiga ekki lífeyrissjóðirnir nóga peninga? Þeir vilja bara verðtryggingu sem sumir vilja ekki. Efnahagsráðin fara alltaf í hringi og bíta í skottið á sjálfum sér. Væri ekki ráð að hafa bara einræðisherra? Sting uppá Ögmundi Jónassyni og Davíð Oddssyni. Steingrímur Jóhann og Ólafur Ragnar mundu sjálfsagt vilja vera með. Jafnvel fleiri eins og t.d. Árni Páll. Það mætti hafa tvöfalda símakosningu milli þeirra eins og var í Söngvakeppninni.

IMG 2457Bíll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband