1800 - Kvenvargar

Nei, ég er ekki hættur að blogga. Það er bara eins og það sé ekkert pláss fyrir mig. Ég er ekki nærri nógu heiftúðugur og hef t.d. lagt mig fram um að vera ekki orðljótari en nauðsynlegt er.

Hef þó ekki komist hjá því að lesa eitt og annað eftir og um kvenvargana Evu Hauksdóttur, Hildi Lilliendal og Hörpu Hreinsdóttur. Þar hefur mér fundist mest fara fyrir umræðum um fésbókina. Facebook þetta og Facebook hitt, er langmikilvægasta umræðuefnið. Mér finnst fésbókin með eindæmum ómerkilegt umræðuefni og bið nefnda kvenvarga velvirðingar á því. En ég vil endilega taka umræðuna útfyrir fésbókarómyndina. Það er líf fyrir utan hana. Það hef ég sannreynt sjálfur, þó Internetið sé vissulega mikilvægt. Næstum því eins mikilvægt og rafurmagnið.

Það mætti kannski minnast á feminismann sjálfan. Verst er að feminismi getur verið hvað sem er. Aðallega jafnrétti þó. Erfitt er að afneita því. Jafnvel er hægt að halda því fram að kvenfólk hafi engan einkarétt á feminisma. Svo eru líka margir maskúlínistar sem sjá rautt þegar minnst er á feminisma og ákalla jafnvel Gilzenegger sjálfan.

Annars virðist mér sem ég hafi brotið mörg lögmál pólitískrar rétthugsunar (sem ég er orðlagður fyrir) með þessu bloggi mínu. Auðvitað er það útúr öllu korti að kalla t.d. Hörpu Hreins kvenvarg og ég held að hún sé ekkert fyrir pólitíska rétthugsun heldur.

Aðalatriðið er að hafa bloggin stutt og hnitmiðuð, ekki löng og ómarkviss, munið það.

IMG 1768Örkin hans Nóa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvenvargur! Ekki nema það þó ... hvað er að orðinu skörungur? ;)

Harpa Hreinsdóttir 8.11.2012 kl. 06:42

2 identicon

kvenvargur á betur við þegar fýkur í konuna þegar henni er misboðið."Kvenvargur! Ekki nema það þó ..".En að sjálfsögðu er hún líka skörungur.Það eru allar konur sem ég þekki.

josef asmundsson 8.11.2012 kl. 09:28

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Allir sem skrifa vargalega eru að mínum dómi vargar. Skiptir þá engur máli hvort um er að ræða kvenvarga eða karlvarga.

Orðhengilsháttur stendur allri umræðu fyrir þrifum.

Sæmundur Bjarnason, 8.11.2012 kl. 11:16

4 identicon

Fyrirgefðu ... ég kannaðist bara ekki við orðið kvenvargur. (Mundi í svipinn einungis eftir henni Völu konu Óla skans sem var voðalegur vargur en stuðlasetning kann að hafa spilað þar inn í.) En nú er ég búin að fletta þessu orði upp og sé að það hefur meira að segja verið notað til að þýða orðið "súffragetta".

Á hinn bóginn kannast ég ekki við að skrifa vargalega ... og get ekki einu sinni flett upp því eina dæmi sem Orðabók Háskólans finnur um þetta atviksorð :) Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að líkja stíl okkar Fr. Lilliendahl saman?

Harpa Hreinsdóttir 8.11.2012 kl. 15:00

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þegar vífin vargaleg

virðist þrotinn kraftur

er sú gjörðin gagnaleg

að ganga bara aftur.

Sæmundur Bjarnason, 8.11.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband