1712 - Hafísfregn (eða björn) sást á reki

Untitled Scanned 23Gamla myndin.
Áhorfendur.

Viltu ís, Björn?

Nei takk, og ég er meira að segja hættur við að fara norður.

Kannski var þetta ekki ísbjörn, Björn.

Mér er alveg sama.

Ísbirnir eru samt ofsalega krúttlegir.

Það er nú meira.

Þú getur nú kannski farið norður ef þú færð lögreglufylgd.

Sá lögregluþjónn verður þá að vera mjög seinn að hlaupa.

Af hverju?

Svo ísbjörninn nái honum á undan mér.

Já, svoleiðis. Á ég þá að reyna að finna einn slíkan?

Já, reyndu það.

Veistu að þessi björn er sagður vera vopnaður?

Nú.

Já, einhver sagði að hann lemdi menn með prömmum.

Er það haglabyssutegund?

Veit það ekki.

Svo er sagt að hann hafi verið með egg með sér því honum finnst þau svo góð.

Einmitt já.

Og Þyrlufælu.

Nú. Hvernig eru þær?

Það er eitthvað sem blásið er í.

Og fælist þá þyrlan?

Það er víst.

Ég þyrfti að fá mér svoleiðis. Það eru alltaf þyrlur að trufla mig við áríðandi verk.

Áríðandi verk?

Já, eða eitthvað svoleiðis.

Áríðandi verk. Eigum við ekki bara að sleppa á-inu?

Ja, mér er alveg sama. Kannski það sé betra þannig.

Betra? Betra en hvað? Betra en rjómaís kannski?

Ha? Viltu svoleiðis ís, Björn?

IMG 0743Snæfellsjökull séður úr Hvalfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2012 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband