1710 - Úrslitin

Untitled Scanned 21Gamla myndin.
Áhorfendur.

Mér finnst óþarfi að taka kjöri Ólafs illa. Efast ekkert um að hann muni reyna að vera góður forseti sem flestra Íslendinga. Og það er margt sem bendir til þess að hann verði það. Ólafur var aldrei í neinni hættu með að tapa þessum kosningum. Það er mun merkilegra að velta fyrir sér hvað Þóra muni fara að gera. Ari Trausti gaf í skyn að hann væri e.t.v. ekki alveg fráhverfur stjórnmálunum. Efast ekki um að mörgum fyndist akkur í að fá hann þangað.

Fylgdist dálítið með kosningasjónvarpinu á RUV og kom á óvart hve menn eiga erfitt með að telja orðið. Það er greinilega meiriháttar mál að leggja saman tölur á blaði. Í gamla daga lærði maður það í fyrstu bekkjum barnaskólans. Nú finnst fólki að tölvur eigi að sjá um svona lagað en átta sig ekki á því að ef rugl er sett inn kemur a.m.k. jafnmikið rugl út.

Næstu kosningar sem fram eiga að fara munu verða í haust og munu líklega snúast um það hvort nota eigi frumvarpið sem kom frá stjórnlagaráðinu sem grunninn að nýrri stjórnarskrá landsins. Gamla skráin er bara alls ekki nógu góð lengur.

Gera má ráð fyrir að drög þau sem lögð hafa verið fram verði samþykkt með miklum meirihluta. Nokkur atriði hafa verið tekin útfyrir sviga og verður kosið um þau sérstaklega.

Erfitt er að sjá hvernig Ólafur Ragnar getur brugðið færi fyrir þessa áætlun en hann mun þó reyna.

Reyndar er augljóst að þingmönnum kemur minna við en flestum öðrum hvernig stjórnarskráin lítur út. Samt er það svo að ekki verður nýrri komið á án þeirra samþykkis. Það er ein fegursta þversögn íslenskrar stjórnskipunar.

IMG 0942Kóngulóarvefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband