1537 - Skák

Scan72 (2)Gamla myndin.
Síamsköttur.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar í vefritiđ Pressuna um bók sína um kommúnista á Íslandi og viđtökur viđ henni. Ekki minnist hann samt neitt á Eyvindarmisskilninginn sem Jens Guđ gerđi ađ umtalsefni á bloggi sínu nýlega undir nafninu „Hvor lýgur“. Svarhalinn viđ ţá fćrslu er sérlega athyglisverđur og ef ske kynni ađ einhver sem ţessar línur les sé ađdáandi Jens Guđs eđa Hannesar Hólmsteins ćtti sá svarhali endilega ađ lesast ásamt greininni ađ sjálfsögđu.

Minntist um daginn á millisvćđamótiđ í skák sem haldiđ var í Gautaborg áriđ 1955. Á ţessum tíma voru einhver frćgustu skákmótin haldin um hver áramótin í bćnum Hastings á suđurströnd Englands. Um áramótin 1955/1956 var hiđ 31. slíkra móta haldiđ. Ţar tóku til dćmis ţátt tveir ţekktir stórmeistar frá Sovétríkjunum ţeir Kortsnoj og Taimanov. Stórmeistarar í skák voru ekki nándar nćrri eins margir ţá og ţeir eru nú. Stórmeistarinn Ivkov frá Júgóslavíu tók einnig ţátt í ţessu móti, svo og ţýski meistarinn Darga og Spánarmeistarinn del Corral. Allir bestu skákmenn Bretlands tóku einnig ţátt s.s. Golombek, Penrose og Fuller. Alls voru ţátttakendur tíu.

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţeir Kortsnoj og Friđrik Ólafsson urđu efstir og jafnir og segja má ađ í skákheiminum hafi nafniđ Friđrik Ólafsson veriđ ţekkt síđan. Áriđ 1972 var einvígiđ frćga milli Spasskys og Fischers haldiđ hér á Íslandi og jók ţađ stórlega áhuga fyrir skák á landinu. Međ frammistöđu Hjörvars Steins Grétarssonar á Evrópumóti landsliđa í Grikklandi sem lauk nýlega er e.t.v. hćgt ađ vonast eftir ţví ađ skákáhugi vaxi aftur hér á landi. Kannski eru Íslengingar betri í skák en fjármálum. Fjármálamiđstöđin Ísland virđist a.m.k. fyrir bí í bili.

„Djúpir eru Íslands álar, ţó munu ţeir vćđir vera“, sagđi tröllskessan og öslađi út í sjó frá Noregsströndum áleiđis til Íslands. Sagt er ađ hún hafi drukknađ á leiđinni og er ţađ trúlegt. Veit ekki af hverju mér datt ţessi gamla ţjóđsaga í hug einmitt núna. Lćt hana samt flakka ţví hún er góđ.

Ţórunn Valdimarsdóttir hefur margar bćkurnar skrifađ. Fyrir nokkrum árum tók hún uppá ţví ađ skrifa sig ţannig: Ţórunn Erlu-Valdimarsdóttir. Ég hef alltaf tekiđ ţađ ţannig ađ móđir hennar heiti eđa hafi heitiđ Erla. Nýlega sá ég samt skrifađ um nýjustu bók hennar og ţar var hún hiklaust kölluđ Ţórunn Erla Valdimarsdóttir. Ţađ er hún einnig kölluđ á Youtube sýnist mér.

IMG 7126Gífurleg ađsókn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţetta "statement", ađ kenna sig viđ móđur sína, virđist vera hálfgert tískufyrirbrigđi hin síđari ár. Einhvern veginn finnst mér ţađ ógeđfelt, eins og viđkomandi sé ađ afneita föđur sínum. Ţađ geta auđvitađ veriđ góđar og gildar ástćđur fyrir ţví, en međ yfirlýsingunni er veriđ ađ ađ segja frá ţví opinberlega.

Svo eru sumir sem kenna sig viđ báđa foreldra sína en ţađ hljómar eins og viđkomandi sé ađ segja öllum ađ hann hafi kynjajafnrétti í hávegum. Svo mikiđ í hávegum raunar, ađ honum finnst hann knúinn til ađ segja öllum frá ţví. Ţađ finnst mér tilgerđ. Er ég kannski íhaldsmađur dauđans?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 10:23

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já Gunnar, ţetta er merkilegt mál en mér finnst ađ viđkomandi eigi ađ ráđa sjálfir bćđi nafni og kenningarnafni. Auđvitađ eiga ţeir svo sjálfir ađ hafa eftirlit međ ţví ađ hugmyndum ţeirra sé fylgt. Ađ ţví leyti er ţađ íhaldssemi ađ vera eindregiđ á móti ţessu "statementi"

Sćmundur Bjarnason, 19.11.2011 kl. 11:12

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála ţví ađ fólk eigi ađ ráđa sínum kenninöfnum ,...og Mannanafnanefnd á ađ leggja niđur. Ein fáránlegasta nefnd allra tíma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 15:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband