1536 - Jóhannes úr Kötlum

Scan675Gamla myndin.
Brugðið á leik.
Þetta er Bjarni Sæmundsson.

Fór á bókasafnið í gær. Fékk þar t.d að láni tíunda heftið af Árnesingi. Þar er m.a. grein eftir Svan Jóhannesson sem fluttist til Hveragerðis 1940 þá 11 ára gamall. Hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum og ég man ekki eftir honum. Hins vegar man ég vel eftir Ingu Dóru systur hans og svo auðvitað Jóhannesi sjálfum.

Það Hveragerði sem hann lýsir í greininni er dálítið frábrugðið því Hveragerði sem ég þekki best. Á margan hátt má segja að ég sé af næstu kynslóð á eftir honum. Um 1947 hættir hann að mestu að vera Hvergerðingur. Heldur að vísu áfram að koma í heimsóknir til foreldra sinna og er nú fluttur aftur til Hveragerðis skilst mér.

Um það leyti sem hann fer þaðan byrja ég að muna eftir mér. Man ekkert um veru hersins í Hveragerði. Þó kann það að hafa verið rétt eftir að stríðinu lauk sem Sigrún systir mín hræddi mig með því að Hitler væri sennilega í flugvél sem við vorum að virða fyrir okkur og hann ætlaði áreiðanlega að skjóta mig.

Síðastliðið sumar sagði Siggi í Fagrahvammi mér að verið væri að skrifa sögu Hveragerðis og þar kæmi fram að Muggur hans Stebba hreppstjóra væri talinn elsti núlifandi innfæddi Hvergerðingurinn. Minnir að ég hafi verið búinn að skrifa um þetta en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Nú man ég allt í einu að ég veit ekki einu sinni hvaða bók þetta er. Er forvitinn um það.

Nú er landsfundur sjálfstæðismanna hafinn og mikið fussað meðal íhaldsandstæðinga. Formannskjörið er að verða eins og vinsælasta veðhlaup. Flest annað fellur í skuggann. Mér er slétt sama hvort þeirra vinnur. Leiðist bara pólitík og finnst margt sem þar fer fram afar grunnhyggið. Get þó ekki varist því að bollaleggja með sjálfum mér um málin.

IMG 7116Tveir steinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til prenrtunar

Atli Stefánsson 18.11.2011 kl. 13:45

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er þetta með myndir í athugasemdum. Ég sé ekkert nema rauðan kross hér fyrir ofan. Þannig var það líka um daginn að Ólafur Gíslasona, minnir mig að hafi verið að gera einhverja athugasemd og ég sá bara rauðan kross. DoctorE minnir mig að kunni alveg að setja myndir í athugasemdir og ég kunni það alveg einu sinni en ég held að það sé gert öðru vísi en að setja myndir í blogg. Kannski er ég bar svona vitlaus og aðrir sjá eitthvað annað hér fyrir ofan. Atli, sendu mér þetta bara í pósti.

Sæmundur Bjarnason, 18.11.2011 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband