1418 - Páll Baldvin kćrđur?

Untitled Scanned 48Gamla myndin.
Ţetta sýnist mér vera minnisvarđinn um Stephan G.

Fjölmiđlar hafa mikiđ yndi af alls konar könnunum og rannsóknum. Sumt er ţar ákaflega óvísindalegt og oft hlćgilegt mjög. T.d. man ég eftir ađ í frétt um nýlega rannsókn sem ég af einhverjum ástćđum las, aldrei slíku vant, kom fram ađ konur tali 28% meira en karlar. Ţetta finnst mér mjög trúlegt. Ţćr hljóta ţá ađ koma frá sér a.m.k. 28% meiri speki en ađrir.

Heldur virđist vera ađ hitna í kolunum varđandi Sögu Akraness. Sagt er ađ bćjarstjórinn á Akranesi ćtli fyrir hönd Gunnlaugs Haraldssonar, höfundar verksins, ađ kćra ritdóm Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum um síđustu helgi. Ég hef bloggađ um ţetta mál nokkrum sinnum og ćtla ekki ađ endurtaka ţađ, sem ég hef áđur sagt. Ég fylgdist vel međ skrifum Hörpu Hreinsdóttur um bókina á sínum tíma, fékk lánađ eintak af öđru bindinu hér á bókasafninu og er af ýmsum ástćđum e.t.v. vilhallur í ţessu máli. Oft hafa menn veriđ ósáttir viđ bókadóma en ekki man ég eftir kćrumálum út af slíku. Páll er vissulega orđhákur hinn mesti, en ég á ekki von á ađ hann verđi í neinum vandrćđum međ ađ verja sig í ţessu máli.

Í Skessuhorni á vefnum er eftirfarandi klausa höfđ eftir bćjarstjóranum á Akranesi:

„Í ţessum skrifum Páls er nefnilega ekki snefill af frćđimennsku en hellingur af fúlmennsku og dágóđur slatti af lítilmennsku líka. Mér sýnist Páll af einhverjum óskýrđum ástćđum hafa ákveđiđ ađ éta gagnrýnislaust upp ţrugliđ sem bloggari einn hér í kaupstađnum hefur stađiđ fyrir linnulítiđ undanfarnar vikur. Ţetta er ţví alls ekki ritdómur heldur skítkast sem lýsir mjög litlum metnađi en allt of mikilli sjálfsánćgju og mjög miklum hroka, yfirlćti og lítilsvirđingu og ekki ađeins gagnvart höfundi sögunnar, ritnefnd og útgefanda, heldur gagnvart öllum Akurnesingum,“

Ţetta finnst mér vera ćrumeiđingar sem Harpa Hreinsdóttir á greinilega ađ taka til sín. Ég get ekki séđ ađ ţessu máli sé lokiđ.

Grunar samt fastlega ađ Páll hafi lesiđ umfjöllun Hörpu Hreinsdóttur um verkiđ og hyggist styđjast viđ margt af ţví sem hún hefur kannađ vandlega. Hversvegna er ekki Harpa kćrđ? Bćjarstjórnin virđist hafa gert ráđ fyrir ađ geta hundsađ blogg, en ekki prentađ mál. Er greinilega haldin sömu fordómum gagnvart bloggi og margir ađrir.

Dómstólar landsins (og dómarar ţar međ) eru greinilega líka fordómafullir mjög. Halda greinilega ađ allt hljóti ađ vera í lagi ef lagatćknin og útúrsnúningarnir eru ţađ. Dćma t.d. Erlu Hlynsdóttur hiklaust í sekt ţó hún hafi einungis sem blađamađur haft orđrétt eftir öđrum. Til hvers eru ritstjórar eiginlega og hvers eiga prentuđ blöđ ađ gjalda ţegar allt virđist vera leyfilegt ef um rafrćna dreifingu er ađ rćđa? Ţetta eru greinilega fordómar hinir verstu ţó hćgt sé líklega ađ vefja um ţá lagarökum.

IMG 6050Héđan koma víst ORA-baunirnar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viđbrögđ bćjarstjórans voru fyrirsjáanleg en um leiđ sérstakleg heimskuleg. Ađ núvirđi hefur bćjarfélafiđ eytt 122 milljónum í veriđ. ţađ er stór biti og erfitt ađ kyngja ţegar ţađ kemur í ljós ađ verkiđ sem ţeir fengu stenst ekki kröfur. Nú er reynt ađ snúa vörn í sókn. Óvenju vönduđ umfjöllun Hörpu hreinsdóttur er kölluđ ţrugl. Ekki er ţetta frćđileg umrćđa um sagnfrćđirit. Páli er hótađ málssókn. Ef til hennar kemur mun koma í ljós ađ bak viđ stór orđ Páls leynist rétt lýsing á verkinu. Bćjarstjórinn reynir fyrir sér í lýđskrumi. Ritdómur Páls er móđgun viđ Akurnesinga alla sem einn!!! Ţađ er fjarri lagi. Ritdómur Páls er áfellisdómur yfir höfundi, ritnefnd og bćjarstjórn.

Hrafn Arnarson 15.7.2011 kl. 07:31

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Kćran er ekki enn komin fram, svo ég viti. Kannski hćttir bćjarstjórnin viđ hana. Eins og dómskerfiđ er má jafnvel búast viđ ađ Páll verđi sakfelldur fyrir eitthvađ. Ritdómur hans var harkalegur en ţöggunartilraunir bćjarstjórnar munu ekki takast. Stórtap verđur á verkinu og áhrif ţessa máls á nćstu bćjarstjórnarkosningar er ekki hćgt ađ sjá fyrir.

Sćmundur Bjarnason, 15.7.2011 kl. 09:52

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég held Sćmundur ađ hér sé ekki beint um ađ rćđa fordóma gegn bloggi og viriđingu fyrir prentuđu máli heldur annars konar og eiginlega enn verri fordóma. Páll Baldvin er nú einu sinni opinber bókagagnrýnandi og mjög ţekktur gagnrýnandi, ekki síst vegna Kiljunnar. Hann er ţví eins konar ''númer'' í bransanum og menn eins og bćjarsstjórinn eru veikir fyrir slíku. Ţeir sjá fyrst og fremst formiđ, stöđu ţess er setur hlutina fram, en meta ekki sjálfstćtt innihald hugsunarinnar. Harpa er hins vegar ekki ţekkt sem bókagagnrýnandi og miklu minna ţekkt almennt en Páll Baldvin. Síđast en ekki síst hefur hún ekki fariđ í felur međ geđrćn veikindi sín. Af öllum ţessum ástćđum strika ţessir kallar bara yfir skrif manneskju eins og Hörpu og tala um ţau af ótrúlega hrokafullri lítilsvirđingu ţó ţau séu vel rökstudd og mun betur en skrif Páls Baldvins. Talandi um ţrugl er leitun af jafn vúlgar og meira vanstilltara ţrugli en lesa má í ţessum orđum bćjarstjórans sem ţú tilgreinir.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 15.7.2011 kl. 12:41

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, Sigurđur sennilega er ţetta alveg rétt hjá ţér. Mér hćttir til ađ álíta alla fordóma svipađa. Reiđi bćjarstjórans stafar e.t.v. mest af ţví ađ hann óttast ađ fleiri taki marka á Páli en Hörpu. Seinna atriđiđ sem ég minnist á og fjallar um DV er samt greinilega vegna ţess ađ dómarar vilja láta gömul lög gilda ţó ţar sé gerđur greinarmunur á prentuđi máli og öđru. Semsagt lagatćkni umfram sanngirni.

Sćmundur Bjarnason, 15.7.2011 kl. 13:51

5 identicon

Eg hef skrifad Arna Mula bref og farid fram a ad hann dragi ummaeli sin um mig til baka og bidji mig afsokunar i naesta Skessuhorni. Fylgi thessu mali betur eftir thegar eg kem heim. Og eg fretti ad Pall Baldvin hefdi komist ad thessari nidurstodu ohad minu bloggi og er thvi vaentanlega med onnur atridi i huga, sem eg er ekkert viss um ad Arni Muli verdi gladur yfir ad komi fram. Eg thekki Pal Baldvin ekki neitt.

Harpa Hreinsdottir 15.7.2011 kl. 15:01

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, ég held ađ bćjarstjórinn sé alls ekki búinn ađ bíta úr nálinni međ ţetta mál. Ég mun halda áfram ađ fylgjast međ ţví.

Sćmundur Bjarnason, 15.7.2011 kl. 16:23

7 identicon

"Mér hćttir einnig til ađ álíta ALLA fordóma svipađa"

Ólafur Sveinsson 15.7.2011 kl. 17:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband