1381 LÍÚ

bangsiGamla myndin
Hér er Bjössi með gríðarstóran bangsa.

Auðvitað eru allir þrælar sem vinna fyrir aðra. Launin eru mishá og kalla má þá mikla þræla sem lægst hafa launin. Þar sem lífskjör eru hvað best eins og hér á Vesturlöndum gera launin langoftast nokkru betur en að duga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Þannig hefur það ekki alltaf verið. Það er ekki þar með sagt að við eigum að sætta okkur við hvað sem er.

Við eigum heldur ekki að láta hræða okkur til að samþykkja allt sem sagt er. En það er einmitt það sem LÍÚ-menn eru að reyna að gera. Það er ekki nóg með að þeir telji fjölda manns trú um að íslenska krónan sé úrvalsgjaldmiðill (þá er nefnilega svo auðvelt að lækka launin) heldur hefur þeim einnig tekist að sannfæra suma um að aðrir kunni ekki að græða á útgerð en þeir sem það hafa gert á umliðnum áratugum. Með skelfilegum afleiðingum satt að segja.

Í tóbaksumræðunni vil ég helst vera hlutlaus. Það er verið að ýta tóbakinu út og það á að gera það að sem mestu leyti æsingalaust, en það gerist ekki sjálfkrafa. Einhverjum mun mislíka allt sem gert er. Það er auðvitað tvískinnungur að leyfa (og jafnvel upphefja) sum eiturlyf en banna og berjast með öllum ráðum gegn öðrum. Menning þjóða ræður hvernig þessum málum er hagað og ólíklegt að allir verði sammála.

IMG 5702Járnarusl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir lengdina :)

Óskar Þorkelsson, 4.6.2011 kl. 12:39

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef svo sem ekkert séð um hvort aðrir útvegsmenn en núverandi geti gert út með hagnaði en þeir sem gera það nú og hafa gert undanfarið. En ég á dálítið bágt með að skilja hvað vinnst með því að gera allt það að engu sem þeir hafa komið upp í þessum efnum og gefa öðrum kost á að koma sambærilegu upp í staðinn, með viðeigandi tilkostnaði.

Ég sé heldur ekki að tóbaki verði „ýtt út“ með þeim tillögum sem fyrir liggja heldur aðeins að það verði sett í neðanjarðarkerfi með viðeigandi hagnaði fyrir þá sem nenna að standa í þannig moldvörpuviðskiptum, og á þeim virðist enginn hörgull. Því síður sem ég sé litlar líkur á að tekið yrði á leynitóbakssölu af neinni hörku því eins og ég sé þetta drepur enginn neinn nema sjálfan sig með tóbaki.

Sigurður Hreiðar, 4.6.2011 kl. 14:59

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jú, Sigurður, óbeinar reykingar fyrirfinnast þó oft sé miklu meira gert úr þeim en ástæða er til.

Í mínum augum er kvótinn ekki heilagri en svo að vel má hugsa sér að breyta því sem þar hefur viðgengist lengi.

Sæmundur Bjarnason, 4.6.2011 kl. 15:13

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kvótinn er ekki heilagari en aðrar reglur en ekki vitlegt að breyta honum bara til að breyta. Að mínu viti ætti breytingin að felast í því sem aflaga kann að hafa farið en öðru ekki, bara til að skemmta einhverri pólitískt þenkjandi línu.

Og:

Veistu um einhvern sem hefur látið lífið af óbeinum reykingum? Ég veit um fólk sem hefur látið lífið af að eiga samskipti við moldvörpur neðanjarðarkerfis sem höndlar með bannvöru.

Sigurður Hreiðar, 4.6.2011 kl. 19:56

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það eru mjög margir á móti kvótanum eins og hann er. Ekki er samt víst að allir séu sammála um hvernig á að breyta honum.

Ég vil helst vera hlutlaus hvað snertir tóbakið. Menn verða gjarnan svo æstir þegar minnst er á hann.

Sæmundur Bjarnason, 4.6.2011 kl. 21:56

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sjálfum er mér skítsama um tóbak. Löngu hættur að nota það og mest hissa að ég skyldi einhvern tíma byrja á því. En menn verða ekkert minna æstir út af kvótanum, heyrist mér, enda afleitt þegar vont kerfi á að bæta með öðru enn verra.

Ögn meira um tóbakið, eða réttara sagt tillöguna sem snýst um það: Sú lausn sem nú er stungið upp á er sambærilega vitlaus við áfengisbannið í Bandaríkjunum forðum sem varð upphafið að bruggárunum þar sem kom fótum undir mafíu- og cosa nostra hópana.

Sigurður Hreiðar, 4.6.2011 kl. 22:43

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Að líkja tóbaksmálum við bannárin í USA er æsingur að mínu viti.

En hvernig veistu að það sem við tæki af núverandi kvótakerfi sé verra en það sem er við lýði. Skyldi pólitík ráða einhverju þar um?

Sæmundur Bjarnason, 4.6.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband