1268 - Ha, erum við ekki á leiðinni til Tyrklands?

Í flugvélinni til Tenerife átti eftirfarandi samtal sér stað:

Maður: (Nývaknaður og dálítið útúr veröldinni).

Kona: (Sem hefur mikla ánægju af að ræða við alla sem hún sér) Jæja, og hvert ert þú að fara? (átti sjálfsagt við hvort hann væri að fara til Tenerife eða Gran Canarie)

Maður: (Sá líklega í hendi sér hvernig málið var vaxið og gat ekki stillt sig um að stríða henni svolítið.) Ha, erum við ekki á leiðinni til Tyrklands?

Hann fór svo auðvitað að hlægja þegar hann sá að konan tók það alvarlega sem hann sagði.

Svipað kom fyrir mig á hótelinu okkar þegar ég heyrði til fjölskyldu sem talaði sín á milli á íslensku:

Ég: Eruð þið frá Íslandi?

Maðurinn: Nei, við eru hérna skal ég segja þér frá....

Hann komst ekki lengra því ég sá hvað spuringin var asnaleg og fór að tala um eitthvað annað.

Sem betur fer kemur eitthvað skrýtið og skemmtilegt fyrir mann öðru hvoru. Ekki er hægt að vera í vondu skapi alla tíð. Geðvonska er hættulegasti sjúkdómur í heimi og sá sem leiðir flesta til dauða. Allir eru nefnilega geðvondir einhverntíma og lenda að lokum í gröfinni.

Mikið er fjallað um dóminn um fjármál Eiðs Smára. Mál af þessu tagi eru alltaf vandmeðfarin. Sagt hefur verið að með þessu verði allir útrásarvíkingarnir verndaðir fyrir umfjöllum um peningamál. Það er augljós oftúlkun. Hinsvegar er í mínum huga ekki sjálfgefið að fréttastjóri eða blaðamaður eigi að hafa meiri rétt til að ákveða hvað birta skuli en dómari sem væntanlega stendur ábyrgur gerða sinn og verður að rökstyðja þær.

Spurningar um hvað megi birta, hvar, hvenær og hvernig halda alltaf áfram að vera til. Þessi mál er ekki hægt að leysa í eitt skipti fyrir öll. Líka er óleyst með öllu hvað er fjölmiðill og hvað ekki. Hvernig ber að haga sér á netinu verður alltaf álitamál ekki síður en hvernig á að haga sér utan þess.

Helvítis hundseyrun. Ég er slæmur með það að setja hundseyru á bækur sem ég er að lesa ef ég þarf af einhverjum ástæðum að leggja þær frá mér. Sem betur fer er ég oftast að lesa bókasafnsbækur og ég er með öllu hættur að vorkenna þeim. Hundseyrað má svo auðvitað taka af aftur en bókin líður fyrir þetta. Líka fara bækur gjarnan illa á því að vera lagðar á grúfu. Já, það er margt að varast.

IMG 4240Klettar í Teide-þjóðgarðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband