1220 - Efst í huga - WikiLeaks

Hvað er mönnum efst í huga um þessar mundir? Nú, auðvitað ástandið í pólitíkinni og komandi stjórnlagaþing. Samkomulag ríkisstjórnarinnar við lífeyrissjóðina og fleiri svo og skuldasúpa heimilanna. Er ég þá ekki kominn með lista yfir það sem ég ætti að forðast að skrifa um? Jú, eiginlega. Verð samt að skrifa um eitthvað af þessu. Reyni bara að hafa það stutt. Allt fyrir lesendurna. 

Kosningakerfið sem notað var við stjórnlagaþingskosningarnar um daginn flækist enn fyrir fólki. Aðferðin sem oft hefur verið notuð í prófkjörum virðist mörgum eðlilegri. Þar er venjan sú að lögð eru saman atkvæði þau sem viðkomandi fá í ákveðin sæti og þar fyrir ofan. Munurinn er sá að þar hefur hver kjósandi mörg atkvæði og sum þeirra (jafnvel flest) nýtast afar illa. Oftast eru líka fáir í framboði. Af því að fremur fáir kjósa fáa menn á flokkslista hefur fólk komist uppá lag með að misnota aðferðina. Við stjórnlagaþingskosningarnar hefði það verið nánast útilokað.

Fólk er vanast því að krossa bara við nöfn eða skrifa tölur við þau. Svo hefði þurft að vera að þessu sinni. Listi með yfir 500 nöfnum hefði vissulega verið langur en óþarfi var að flækja málin til þess eins að auðvelda talninguna og spara prentun. Það var líka óþarfi að hafa pláss á kjörseðlinum fyrir jafnmarga og kjósa átti úr því að venjulega prófkjörsaðferðin var ekki notuð.

Kynning á frambjóðendum var ómarkviss og fjölmiðlar sinntu henni lítt. Þeim var kannski vorkunn því margt var óvenjulegt við þessar kosningar og mun meiri tíma hefði þurft einmitt þess vegna.

Þó mér finnist klausurnar hér að ofan um mismunandi kosningakerfi afar skýrar og einfaldar er alls ekki víst að öðrum finnist það. Takmark allra skrifa er að ná valdi á hugsun lesandans og láta hann hugsa eftir svipuðum brautum og maður gerir sjálfur. Annars eru skrif með þessum hætti að verða úrelt tækni við að tengja hug við hug. Myndmiðlar eru mörgum eðlilegri.

Þó ég skrifi stundum miður fallega um Marínó G. Njálsson les ég bloggið hans ósjaldan. Oft er hann illskiljanlegur en kemst stundum mjög vel að orði. T.d. hér:

„Við verðum að fara að breyta neyslu úr kreditneyslu í debetneyslu.  Þá er ég ekki að tala um að hætta að nota kreditkort og nota bara debetkort, heldur að það sé til peningur fyrir neyslunni þegar hún á sér stað."

Þetta er alveg rétt en gallinn er sá að flestir álíta peninga sem fengnir eru að láni vera á allan hátt til staðar og velta ekki mikið fyrir sér endurgreiðslunni. Þegar svona hugsunarháttur gegnsýrir heilu þjóðfélögin er ekki von að vel fari.

Kristinn Hrafnsson er hugsanlega í þann veginn að verða þekktasti Íslendingur í sögunni. Hann er hvorki meira né minna en „hitt andlit WikiLeaks". Svo virðist sem Julian Assange sé horfinn. Sagt er að Amazon.com hafi hent WikiLeaks útaf sínum vef eftir að Joe Lieberman talaði við þá. Þetta getur allt orðið hið athyglisverðasta mál og snertir málfrelsi á Internetinu. Bandarísk yfirvöld hafa hingað til gert mikið úr nethindrunum kínverja en um leið og stigið er á tærnar á þeim sjálfum kemur annað hljóð í strokkinn.

Vitneskja er vald. WikiLeaks-málið getur vel orðið það mál sem úrslitum ræður um þróun málfrelsins í heiminum. Bandarísk stjórnvöld og stjórnvöld víða um heim gera það sem þau geta til að stöðva upplýsingalekann sem kemur í gegnum WikiLeaks en svo hratt berast upplýsingar um Internetið að það er næsta vonlaust verk.

Kínversk yfirvöld hafa lengi reynt að stífla það upplýsingaflæði sem um netið fer. Furðulegt að þau skuli yfirleitt reyna það. Einhverjum árangri hafa þau samt náð í krafti alræðisvalds síns. Hann getur samt ekki orðið langvinnur.

Nú reyna Bandarísk stjórnvöld að hindra WikiLeaks í starfsemi sinni. Það mun ekki takast. Almenningur í Bandaríkjunum mun aldrei sætta sig við það. „Free speech" er heilög kýr í þeirra augum.

Vefsetur WikiLeaks og starfsemi þess öll er hulin leyndarhjúpi. Þ.e.a.s. fréttamenn fá ekki að vita allt sem þeir vilja vita. Vel má búast við að bráðum verði farið að leka einhverju þaðan.

IMG 3862Skeljar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er full ástæða til að óttast um málfrelsi á netinu. Ef bandarikjastjórn skilgreinir Wikileaks t.d. sem hryðjuverkasamtök með látum munu eflaust margir Bandaríkjamen líta þannig á starfsemina en ekki sem free speech.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.12.2010 kl. 01:58

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ef Bandaríkjamenn skilgreina Wikileaks sem hryðjuverkasamtök þá eru þeir nú heldur betur farnir að teygja á merkingu hugtaksins. Verða þá ekki fljótlega allir fréttamiðlar sem birta skjalfestar upplýsingar um eitthvert stjórnarleyndarmálið orðnir hryðjuverkasamtök?

Hörður Sigurðsson Diego, 4.12.2010 kl. 02:28

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður, netið hefur hingað til staðið margt af sér. Stjórnmálaleg áhrif þess eru oft vanmetin. Almenningur í Bandaríkjunum er ekkert endilega hliðhollur stjórnvöldum. Þau haga sér oft meira í samræmi við vilja hans þar en víða annars staðar.

Sæmundur Bjarnason, 4.12.2010 kl. 08:13

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hörður, hættan er sú að þessir fréttamiðlar snúist gegn WikiLeaks. Leyndarhyggja þeirra gæti komið þeim í koll. Vestræn stjórnvöld vilja stjórna með því að hræða.

Sæmundur Bjarnason, 4.12.2010 kl. 08:17

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kanin hefur oft ekki verið sjálfum sér samkvæmur, góður punktur þetta með aðfinnslur þeirra til kínverja en svo beita þeir sjálfir svipuðum aðferðum. annað sem má minnast á er þessi "lýðræðisást" kanana.. og er þá skemmst að minnast þess þegar Hamas unnu stórsigur í kosningum í palestínu sem voru ekki falsaðar skv SÞ.  Þá allt í einu var lýðræðisástin horfin út í veður og vind og þeir lýsa því yfir að Hamas geti ekki verið stjórnmálasamtök og segja palestínu því vera hryðjuverkaríki og gáfu ísrael frjálst spil með líf og limi palestínumanna.. þvert gegn ályktun SÞ.

Ég á eins og þú oft erfitt með að lesa pistlana hans Marínós, svo ég læt það bara vera að mestu leiti því mér kemur þetta ekkert við í raun lengur.. búsettur erlendis og alles. 

en annars er runnin upp fagur dagur hér í Oslofirði, frost um 12 gráður en hætta á snjókomu þegar líður á daginn og nóttina.. 

Óskar Þorkelsson, 4.12.2010 kl. 09:29

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Óskar. Hér er að byrja að birta enda klukkan alveg að verða 10 (þegar ég byrja á þessu) Mér finnst þú rugla svolítið saman Bandarískum stjórnvöldum og Bandarískum almenningi. Líka blanda saman lýðræðisást (sem bandarískur almenningur hefur ekki sömu skoðanir á og Evrópubúar) og ást á "free speach". Mér hefur fundist ást bandarísks almennings á málfrelsi vera ósvikin.

Sæmundur Bjarnason, 4.12.2010 kl. 10:05

7 identicon

Góð ræða um málið frá JFK... hann var náttlega smá hræsnari því hann fór ekki alveg eftir þessu sjálfur...
http://doctore0.wordpress.com/2010/12/02/wikileaks-just-a-thought/

Það verður að hafa auga á stórnmálamönnum/bönkum, það verður að vera whistleblowers, eða við erum dæmd til að endurtaka allt ruglið, aftur og aftur og aftur

doctore 4.12.2010 kl. 13:50

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

free speech is USA Sæmi er orðum aukið, almenningur í USA er "hlynntur" free speech en svo má ekki tala um td kommunisma.. fasisma , and-kristið umræðuefni eða negra..

Ég er að tala um stjórnvöld hér að ofan að sjálfsögðu Sæmi, en ég þekki bandaríkjamenn ágætlega prívat og P og þeir eru ótrúlega heilaþvegnir af áróðri stjórnvalda og kirkjunnar.. hálfgerðir talibinar

Óskar Þorkelsson, 4.12.2010 kl. 16:22

9 identicon

Nú ætla bandaríkjamenn að setja upp eldvegg að kínverskri fyrirmynd... leynimakkið uber alles

doctore 4.12.2010 kl. 16:26

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Óskar, ég er ekki sammála þér um bandaríkjamenn. Þeir eru öfgafullir á sumum sviðum en ekki öðrum. Málfrelsi er ekki bara í nösunum á þeim, þeir meina þetta. Þeir geta verið á móti þeim sem hlynntir eru kommúnisma, en það má tala um hann.

Doctore, ég hef einmitt dálitlar áhyggjur af Internetinu, en held að það standi þetta af sér. Á Vesturlöndum fer ofurvald stjórnvalda minnkandi og það helst í hendur við vaxandi frítíma, menntun og batnandi afkomu almennings.

Sæmundur Bjarnason, 4.12.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband